Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.06.2015, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 04.06.2015, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015 Lausar stöður framhaldsskólakennara við Menntaskólann á Ísafirði Við Menntaskólann á Ísafirði eru eftirfarandi kennarastöður lausar til umsóknar Danska - 25-50% staða Íslenska 100% staða Líffræði og efnafræði 100% staða Málmiðngreinar - 100% staða (málmsmíði, málmsuða og rennismíði) Vélstjórnargreinar - 100% staða Umsækjendur skulu hafa fullgild kennslu-réttindi á framhaldsskólastigi í viðkomandi kennslugreinum sbr. lög nr. 87/2008. Æskilegt er að umsækjandi iðn- og vélstjórnargreina hafi nokkra starfsreynslu í atvinnulífinu. Einnig er æskilegt að umsækjandi um vélstjórnar-greinar hafi lokið vélstjórnarnámi D og hafi rétt til að vera 1. vélstjóri á skipi með ótakmarkað vélarafl (skírteini: STCW). Í öllum tilvikum er lögð áhersla á trausta undirstöðumenntun. Sóst er eftir starfsmönn-um sem hafa til að bera góða samskipta- og skipulagshæfni, þjónustulund, frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum, áhuga á að vinna með ungu fólki og taka þátt í þróunarstarfi í kennsluháttum og námsmati og þverfaglegu samstarfi. Ráðið verður í stöðurnar frá 1. ágúst 2015. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Kennarasambands Íslands skv. nánari útfærslu í stofnanasamningi. Í anda jafnréttisstefnu MÍ er hvatt til þess að konur jafnt sem karlar sæki um stöður við skólann. Ráðning verður frá 1. ágúst 2015. Umsóknarfrestur er til 15. maí n.k. Ekki þarf að sækja um á sérstökum umsóknareyðublöðum en í umsókn þarf að greina frá menntun (og staðfesta með ljósriti af prófskírteinum), fyrri störfum og öðru því sem umsækjandi telur að máli skipti. Tekið skal fram að skv. 4. mgr. 8. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008 er óheimilt að ráða einstakling til starfa við framhaldsskóla sem hlotið hefur refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga. Umsóknir skal senda til Jóns Reynis Sigurvinssonar skólameistara MÍ sem einnig veitir nánari upplýsingar (sími: 450 4400, netfang jon@misa.is). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur. Nánari upplýsingar veitir Jón Reynir Sigurvinsson skólameistari í netfanginu jon@misa.is og í síma 896- 4636 eða í síma 450-4400. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. Umsóknir gilda í a.m.k. sex mánuði ef staða losnar á ný. Á heimasíðunni http://.misa.is er að finna upplýsingar um skólann og starfsemi hans. Skólameistari OV fékk viðurkenningu fyrir öryggismál Á landsþingi Slysavarnafé- lagsins Landsbjargar sem haldið var á Ísafirði um helgina var Orkubúi Vestfjarða veitt viður- kenning fyrir kerfisbundið vinnu- verndarstarf og forvarnir sem stuðla að bættu starfsumhverfi og öryggi starfsmanna. Þórður J. Skúlason, umsjónarmaður öryggismála hjá OV, veitti við- töku skjali og blómvendi þessu til staðfestingar. Í tilefni af þessu má nefna, að OV hefur sett sér stefnu í öryggis-, heilbrigðis- og vinnuumhverfismálum, þar sem stefnan er slysalaus vinnustaður. Einnig liggur fyrir skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnu- stað. Orkubúið hefur komið sér upp innra öryggisstjórnunarkerfi, sem uppfyllir skilyrði laga um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga. Kerfið er tekið út af faggiltri skoðunarstofu á þriggja ára fresti og jafnframt er það vottað af Mannvirkjastofnun. Orkubúið var fyrsta rafveitan sem fékk viðurkennt öryggisstjórn- unarkerfi árið 1999. Jafnframt starfrækir Orkubúið gæðakerfi sem er vottað og tekið út af óháðum aðila tvisvar á ári. Vottunin tekur til framleiðslu, flutnings, dreifingar og sölu á raforku og vinnslu og dreifingar og sölu á heitu vatni á Vest- fjörðum. Orkubúið er með öryggisnefnd skipaða fjórum fulltrúum og einnig er starfandi umsjónar- maður öryggismála. „Það er ljóst að nánast daglega þarf að vera vakandi yfir atriðum sem snúa að öryggis-, heilbrigðis- og vinnuumhverfismálum,“ segir Þórður J. Skúlason. Birgir Örn Birgisson, fulltrúi í öryggisnefnd OV, og Þórður J. Skúlason með viðurkenningarskjalið og blómin.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.