Bæjarins besta - 04.06.2015, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015 9
aldast,
fingar!
anfarin ár.“
Göngum oft fram-
hjá golfvellinum ...
„Núna ætlum við Bjarni að
njóta sumarsins og skoða landið,
sem okkur hefur ekki tekist að
koma í verk á undanförnum ár-
um,“ segir Guðrún.
Aðspurð um áhugamál þegar
tími hefur gefist segir hún:
„Við lesum mikið. Bjarni hefur
verið hér í karlakórnum og við
höfum ferðast mikið með honum.
Ég er ekki mikil hannyrðakona
eða neitt þvíumlíkt, en ég hef þó
prjónað svolítið, eins og sokka á
barnabörnin.
En ég hef aðallega lesið. Ég
hef gríðarlegan áhuga á ættfræði
og hef gaman af henni. Þar hef
ég grúskað mikið. Við förum
mikið út að ganga og hreyfa okk-
ur og hjólum á sumrin og höfum
nokkuð stundað stangveiði hin
síðari ár. Við reynum einnig að
vera mikið með dætrum okkar
og fjölskyldum þeirra og vonandi
fjölgar þeim stundum núna.
Við höfum ekki haft áhuga á
golfi, eins og virðist vera mjög í
tísku núna, göngum reyndar oft
framhjá golfvellinum, en höfum
ekki komist nær honum ennþá.“
Hrædd við verðbólguna
– Hvernig finnst þér ástandið í
þjóðfélaginu um þessar mundir,
allt logandi í verkföllum og sí-
felldur ófriður alls staðar?
„Ég er hrædd við það. Ég er
svo hrædd við verðbólguna og
þær afleiðingar sem hún getur
haft fyrir alla. Ég man vel verð-
bólguárin rétt fyrir 1980, þegar
maður var að fá 25% launa-
hækkun á þriggja mánaða fresti
og hækkunin var komin út í verð-
lagið áður en kom að fyrstu út-
borgun. Ég held að miklar krónu-
töluhækkanir séu mjög slæmar,
betra sé að hyggja að skattalækk-
unum og slíku.“
– Að það sé ekki neinn hræð-
sluáróður þegar varað er við mikl-
um prósentuhækkunum?
„Nei. Það þarf að hækka laun
þeirra lægst launuðu, en að fá
gríðarlega verðbólgu á nýjan leik
væri alveg skelfilegt og kæmi
verst niður á þeim sem hafa verið
að fá skuldalækkanir gegnum
skuldaleiðréttingu stjórnvalda
eða lækkanir gegnum Umboðs-
mann skuldara.
Ég man þá tíð þegar var 50-
60% verðbólga á ári og lánin hjá