Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.06.2015, Síða 8

Bæjarins besta - 04.06.2015, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015 Lífslíkur kvenna hafa margfa lífeyrissjóðunum til skelf Fyrsta viðtalið í Bæjarins besta við konu birtist sumarið 1986. Þá var blaðið komið vel á annað aldursár, en fram undir það var það lítið annað en auglýsingablað með sjónvarpsdagskrá og borið í hvert hús á Ísafirði og þar í kring. Konan var Guðrún K. Guð- mannsdóttir, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestfirðinga, og undirritaður er einmitt sá sem viðtalið tók. Núna hittust við aft- ur á sama vettvangi hátt í þremur áratugum síðar. Starfslok Guðrúnar hjá Lífeyr- issjóði Vestfirðinga eftir næstum 34 ára starf voru núna þann 1. apríl, að loknu uppgjöri og gerð ársreiknings vegna ársins 2014. Hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris var um áramót að fjárhæð kr. 37,7 milljarðar og hafði hækk- að um 9,0% milli áranna 2013 og 2014. Tryggingafræðileg staða sjóðsins hafði batnað veru- lega milli ára og raunávöxtun síðasta árs var 8,2%. Lífeyrissjóður Vestfirðinga sameinaðist Lífeyrissjóðnum Gildi um síðustu áramót. Við sameininguna fækkaði störfum um tvö stöðugildi, en áfram er afgreiðsla á Ísafirði með tveimur starfsmönnum. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir íbúa á svæðinu að fólk fái þjónustuna áfram hérna heima,“ segir Guðrún. „Það hefur orðið mikil fækkun atvinnumöguleika fyrir háskólamenntað fólk á Vest- fjörðum undanfarin ár, sem veld- ur atgervisflótta af svæðinu, og afleiðingarnar verða þær, að menntað fólk flytur ekki hingað.“ Fjölskyldan Guðrún er Húnvetningur að uppruna, fædd og uppalin á Vind- hæli rétt hjá Skagaströnd. For- eldrar hennar voru María Ólafs- dóttir frá Stakkadal á Rauðasandi og Guðmann Einar Magnússon, Húnvetningur langt fram í ættir. Núna býr bróðir Guðrúnar á Vindhæli með fjölskyldu sinni og þangað norður á æskuslóð- irnar fer hún oft. Eiginmaður Guðrúnar er Bjarni K. Jóhannsson viðskiptafræðing- ur, sonur Dýrfirðinganna Sigrún- ar Stefánsdóttur og Jóhanns T. Bjarnasonar, sem látinn er fyrir allmörgum árum. Sigrún og Jóhann áttu heima á Ísafirði allt frá því að Bjarni var fjögurra ára. Þau Guðrún og Bjarni eiga tvær dætur. Sigrún María er líffræð- ingur og viðskiptafræðingur, rétt að verða fertug. Þetta misseri kennir hún við Giljaskóla á Akur- eyri. Jóhanna Bryndís er tann- læknir í Kópavogi, 35 ára. Barna- börnin eru fimm, það elsta var fermt núna í síðasta mánuði. Leist ekkert sér- staklega vel á Ísafjörð ... Á sínum tíma fór Guðrún suður til náms, tók þar stúdentspróf og lauk síðan prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Þau Bjarni byrjuðu samtímis í náminu í há- skólanum. Bjarni starfaði lengi á Endurskoðunarskrifstofu Guð- mundar Kjartanssonar á Ísafirði en síðan hjá lífeyrissjóðnum frá 1998 og vann við bókhald, upp- gjör og skráningu allra verðbréfa- viðskipta sjóðsins, eða allt til starfsloka þar núna þann 1. apríl. – Þegar þú settist að hér á Ísa- firði fyrir bráðum 34 árum, þekkt- irðu eitthvað til? „Já, ég hafði unnið hérna tvö sumur þegar ég var í háskólanum. Annað sumarið á Essó-Nesti ben- sínsjoppunni sem var fyrir ofan þar sem sjúkrahúsið er núna, hitt sumarið á Endurskoðunarskrif- stofu Guðmundar Kjartansson- ar.“ – Og leist þér ekki vel á þig á Ísafirði, annars hefðirðu varla viljað setjast hér að ...? „Mér leist nú ekkert sérstak- lega vel á Ísafjörð í upphafi,“ segir Guðrún og hlær. „Aðal- ástæðan fyrir því er samgöngu- leysi milli Vestfjarða og annarra landshluta, sem hefur alla tíð farið afar mikið í taugarnar á mér. Mér fannst Ísafjörður einangraður frá öðrum landshlutum. En hérna hefur mér alltaf liðið mjög vel. Ísafjörður er frábær staður, hér er frábært samfélag.“ Tilviljun – Þegar þú varst í námi, hafð- irðu einhverja hugmynd um það við hvað þú vildir helst vinna í framtíðinni? „Nei, alls ekki. Það var tilviljun að ég sótti um þetta starf. Áður en ég kom hingað vestur vann ég í þrjú ár hjá Húsnæðisstofnun ríkisins við afgreiðslur á fjár- magni til leigu- og söluíbúða sem byggðar voru á vegum sveitarfé- laganna í landinu. Starf hérna fyrir vestan var auglýst og við ákváðum að prófa að flytja út á land. Ég átti líka tengdaforelda hér á Ísafirði og stelpurnar mínar áttu því láni að fagna í æsku að hafa afa og ömmu í nágrenninu, sem er ómetanlegt fyrir foreldra sem eru langtímum upptekin í vinnu fjarverandi frá heimili sínu, að vita börnin sín í öruggum höndum hjá afa og ömmu.“ Bókhaldsþjón- ustan Smali ehf. Núna eftir að Guðrún lét af starfi framkvæmdastjóra lífeyris- sjóðsins hefur hún ásamt Bjarna eiginmanni sínum verið að skapa sér atvinnu við bókhaldsþjón- ustu. Firmaheitið er Smali ehf. og aðsetrið heima hjá þeim í Hafraholtinu á Ísafirði. „Eitthvað verðum við að vinna til að framfleyta okkur,“ segir hún. „Við verðum að finna okkur eitthvað sem við getum lifað af fram að ellilífeyrisaldri eða næstu árin.“ Bókhaldsþjónustan Smali veit- ir alhliða bókhaldsþjónustu, ann- ast færslu bókhalds, uppgjör og gerð ársreikninga. „Við tökum einnig að okkur að sjá um launa- vinnslur og skil á lífeyrisskila- greinum, virðisaukaskatti og staðgreiðslu til RSK. Einnig veit- um við ýmiskonar ráðgjöf hvað varðar lántökur, fjármögnun, at- hugun á lífeyrisréttindum og margt fleira,“ segir Guðrún. – Einhvern veginn hef ég á tilfinningunni, að margir haldi að vinna við bókhald og endur- skoðun og fjármál og slíkt sé þurr og leiðinleg. Er eitthvað til í því? „Mér hefur aldrei fundist það leiðinlegt. Reyndar er ég því marki brennd, að ég hef alltaf haft gaman af því sem ég hef unnið við hverju sinni. Maður reynir einfaldlega að gera sitt besta og sinna starfinu af alúð. Öll störf eru skemmtileg!“ Samfylgdin með sykursýki Það rifjast upp fyrir undirrit- uðum, að Guðrún hafi átt við sykursýki að etja. Aðspurð um heilsuna segir hún: „Ég hef átt samleið með syk- ursýki, týpu eitt, núna um 58 ára skeið. Hún hefur nú ekki oft farið í taugarnar á mér. Þetta snýst um að læra að lifa við eitthvað sem ekki er hægt að losna við. Lífið hefur upp á svo margt annað að bjóða en mat og sætindi. Það er margt til verra en sykur- sýki, til dæmis geðveiki eða krabbamein. Ég hef alfarið verið laus við alla fylgikvilla sem fylgja oft sykursýki, svo sem blinda, hjartaáföll og aflimanir.“ Væntanlega mjög dýr lífeyrisþegi! „Í þessum efnum hef ég notið leiðsagnar bestu sérfræðinga landsins, þeirra Þóris Helgasonar og Örnu Guðmundsdóttur á Göngudeild sykursjúkra, auk starfsmanna Heilbrigðisstofnun- ar Vestfjarða á Ísafirði. Ég reikna með að ná að minnsta kosti 100 ára aldri og verða mjög dýr lífeyrisþegi sökum langlífis! Allar konur í föðurættinni minni verða að minnsta kosti 95 ára. Langalangamma mín dó þegar hún var 102 ára í horninu hjá 80 ára dóttur sinni. Amma mín var 93 ára þegar hún dó og síðan þá hafa lífslíkur kvenna margfaldast, lífeyrissjóð- um landsins til skelfingar! Kona í karlaheimi Það berst í tal, að Guðrún hefur alla sína starfstíð unnið í heimi karlmanna í veröld lífeyrissjóð- anna. „Já, við störf sem áður voru yfirleitt unnin af körlum, og mér hefur líkað það mjög vel. Hins vegar hafa launin mín alltaf verið sirka 40-50% af launum karlanna fyrir sömu störf. Launaþróun síðustu ára á al- mennum vinnumarkaði hefur líka verið þannig, að landsbyggðin er að breytast í lágtekjusvæði, og því ætti að vera eftirsóknarvert að flytja fyrirtæki út á lands- byggðina.“ Þau báru hag lífeyris- þega fyrir brjósti – Gerðirðu þér í hugarlund að starfstíminn hér yrði svona lang- ur, eða hátt í hálfur fjórði áratug- ur? „Nei, það hefði mér aldrei dott- ið í hug. Ég ætlaði að prófa í nokkur ár og skoða svo eitthvað annað. Ég er ennþá þeirrar skoð- unar, að maður eigi ekki að festast í starfi svona lengi. Ég hef unnið með mörgu góðu fólki, og má þar nefna stjórnar- menn Lífeyrissjóðs Vestfirðinga, Pétur Sigurðsson, Jón Pál Hall- dórsson, Guðmund Guðmunds- son, Bjarna Gestsson, Katrínu Skúladóttur og fleiri. Þetta fólk bar hag vestfiskra lífeyrisþega mjög fyrir brjósti, tók til dæmis ákvörðun um að hækka barnalíf- eyri, sem sjóðurinn greiddi eftir andlát foreldis. Þannig voru líf- eyrisgreiðslur til vestfirskra barna sem höfðu misst foreldri sitt tvöfalt hærri í mörg ár frá Lífeyrissjóði Vestfirðinga miðað við aðra lífeyrissjóði. Á þessum 34 árum hafa orðið gríðarlegar breytingar á starfs- umhverfi lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóðum í landinu hefur fækkað úr 96 í 26 á árunum 1980 til 2015 og þeir stækkað gríðar- lega mikið.“ Vantar víst allaf konur Auk þess að vera framkvæmda- stjóri Lífeyrissjóðs Vestfirðinga í liðugan þriðjung aldar hefur Guðrún sinnt margvíslegum stjórnarstöfum í gegnum tíðina. Þannig hefur hún setið í stjórn Íslenskra Verðbréfa hf. á Akur- eyri, Atvinnuþróunarfélags Vest- fjarða og Landssamtaka lífeyris- sjóða í sex ár og um tíma var hún varamaður í stjórn Landsnets hf. „Kannski fer ég að leita eftir lausum störfum í stjórnarstöðum fyrirtækja, það vantar víst alltaf konur í slík störf. Nú eru komin í gildi lög um kynjahlutföll í stjórn- um fyrirtækja,“ segir hún. Sumarfrí í pörtum til skiptis – Fyrir utan vinnuna, hvað hef- ur þú og þið hjónin helst fengist við í frístundum, hver eru helstu áhugamálin? „Við höfum bæði sinnt krefj- andi störfum fyrir Lífeyrissjóð Vestfirðinga, frístundir hafa ekki verið margar síðan 1998 þegar Bjarni fór líka að vinna hjá sjóðn- um, og vinnudagurinn oft langur þegar unnið hefur verið að upp- gjörum, skýrsluskilum til opin- berra eftirlitsaðila og þar fram eftir götunum. Þetta var alltaf gríðarmikil vinna hjá lífeyrissjóðnum. Við vorum aldrei nema fjögur á skrif- stofunni og þurftum að geta geng- ið í öll störf til að klára það sem þurfti að gera. Það er mjög um- fangsmikið starf að sjá um líf- eyrissjóð. Við höfum til dæmis ekki farið í samfellt sumarfrí undanfarin tíu ár. Vegna fámennis á skrifstofu sjóðsins höfum við skipt sumrinu niður og farið til skiptis í sumarfrí viku og viku í senn. Ég hef svo sem alltaf verið með símann og tölvupóstinn með í farteskinu þegar ég hef farið í sumarfrí und-

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.