Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.06.2015, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 04.06.2015, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015 Sælkeri vikunnar er Þorgerður Elíasdóttir frá Dýrafirði Heilt lambalæri og pekanhnetu ísterta Ég er nú ekkert alltaf að bjóða fólki í mat en þegar kemur að matarboði hjá mér mundi ég helst vilja bjóða upp á lamba- læri. Það er mitt uppáhald og klikkar aldrei. Eftir þennan eðalmat er gott að gæða sér á góðum eftirrétti og myndi ég þá bjóða upp á súkkulaði - Pek- anhnetu ístertu. Heilt lambalæri Beikon salt pipar kjöt og grill krydd smá sykur Blanda kryddinu og sykrin- um saman í skál , sker beikonið í bita og velti því upp úr krydd- blöndunni. Sting ofaní lærið með hníf á nokkrum stöðum og set beikonið ofan í. Læt svo lærið bíða í kæli í tvo sólar- hringa. Steiki það í ofni á 160°c í svona einn og hálfan til tvo tíma og hækka svo hitann á ofn- inum upp í 180 – 200 °c í sirka hálftíma til að fá flotta góða skorpu á kjötið. Nota með þessu rjómalagaða sveppasósu og nota soðið af kjötinu. Meðlæti: Brúnaðar kartöflur, heimagert rauðkál og grænmeti. Súkkulaði - Pekanhnetu ísterta 6 egg 6 msk sykur 100 gr bráðið mars með 5 msk rjóma 7 dl rjóma 2 tsk vanilludropar 150 gr súkkulaði dökkt eða ljóst skorið í litla bita. 100 gr pekanhnetur 100 gr heslihnetur hakkaðar smátt. 60 gr karamellusíróp og aðeins meira til skrauts. Aðferð: Þeyta saman eggjarauður og sykur , létt og ljóst. Hellið svo bráðnu marssúkkulaði saman við. Þeytið síðan rjómann og blandið honum varlega saman við blönd- una ásamt súkkulaðinu, pekan- hnetunum og vanilludropunum. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim síðan varlega sam- an við allt saman. Setjið hakkaðar heslihnetur í botninn á meðal- stóru kökuformi, hella svo blönd- unni yfir og hella síðan kara- mellusírópinu yfir og blanda því saman við með því að snúa hníf nokkra hringi í gegn um ísinn. Passa að fara ekki með hnífinn of nálægt botninum Frysta í lág- mark 5 klukkustundir. Ég skora á systur mína, Krist- ínu Elíasdóttur, að koma með sælkerauppskrift í næstu viku. fólki hækkuðu með verðlaginu og voru komin langt upp fyrir verðmæti eignanna. Ég vona að við berum gæfu til að losna við það ástand á nýjan leik.“ Beinn aðgangur að starfsfólki nauðsynlegur – Víkjum í lokin að þeim efnum þar sem þú ert væntanlega í ljósi þinnar miklu reynslu ein- hver helsti sérfræðingur okkar: Lífeyrisréttindum almennings. Segðu okkur það helsta um þau. „Lífeyrisréttindi eru með dýr- mætustu réttindum sem hver manneskja eignast á starfsævi sinni. Þar af leiðir, að mikilvægt er að geta leitað eftir upplýsing- um og ráðgjöf í sínu nærum- hverfi. Lífeyrisréttindi hvers og eins ráða því hvernig lífi ein- staklingurinn og fjölskyldan geta lifað eftir starfslok, eða þegar einhver áföll hafa dunið á fjöl- skyldunni, ótímabært andlát eða starfsorkumissir af völdum veik- inda eða slysa. Nú segja ráðgjafarnir að laun- þegar eigi að eiga næg lífeyris- réttindi í samtryggingarsjóði til að standa undir nauðþurftum sín- um, það er húsnæði og fram- færslu. Síðan eigi þeir að nýta séreignasparnaðinn sinn til að greiða fyrir það sem þá langar til að gera og ekki láta stjórnvöld plata sig til að taka út sparnaðinn sinn löngu fyrir starfslok til þess eins að greiða ríkissjóði hátekju- skatta af honum. Það er svo margt persónulegt í þeim málum, að nauðsynlegt er að fólk geti haft beinan aðgang að starfsfólki sjóðsins við úrlausn sinna mála. Það eru óteljandi vandamál sem þarf að koma með til úrlausnar á skrifstofu svona stofnunar. Alltaf er einfaldara að vægt ef annað hjóna á miklu meiri réttindi en hitt, sem er mjög al- gengt þar sem annar aðilinn hefur verið í hátekjustarfi og hinn aðil- inn lítið unnið úti meðan börnin voru að alast upp. Aukið langlífi landsmanna hrellir nú lífeyrissjóðina sem al- drei fyrr, og miklar líkur á því að ellilífeyrisaldur landsmanna verði almennt hækkaður á næstu árum.“ Mismunur á lífeyrisréttindum „Ef ég hefði verið sjóðfélagi í Lífeyrissjóði opinberra starfs- manna, B-deild, hefði framtíð hitta einhvern sem maður þekkir og veitir manni aðstoð, ráðgjöf við umsóknir, eða svarar flóknum fyrirspurnum, hafi sjóðfélaginn tök á að hitta viðkomandi á sínu heimasvæði og geti sest inn á skrifstofu og rætt málin.“ Aukið langlífi hrellir lífeyrissjóðina „Nefna má að mjög lítill hluti sjóðfélaga í lífeyrissjóðum al- mennt hefur gert samkomulag við maka sinn um skiptingu líf- eyrisréttinda. Í slíku samkomu- lagi felst gagnkvæmur samningur um skiptingu lífeyrisréttinda milli hjóna. Þetta er mjög mikil- mín verið björt, ég komin á fullan ellilífeyrisaldur skv. 95 ára reglu 62 ára gömul, með eftirmanns- reglu 80% af launum framkvæmda- stjóra Gildis-lífeyrissjóðs. En þar sem ég er sjóðfélagi í almennum lífeyrissjóði á ég ekki rétt á elli- lífeyri fyrr en 67-68 ára og þá eitthvert lítilræði miðað við það sem ég hef greitt af launum mín- um frá upphafi starfa minna. Þetta segi ég til upplýsingar um það hve gríðarlegur mismun- ur er á lífeyrisréttindum félags- manna í almennum lífeyrissjóð- um og þeim réttindum sem rík- isstarfsmenn ávinna sér. Telja þeir sig þó alltaf verr setta en starfs- menn á almennum markaði hvað kjör þeirra varðar. Þessi atriði eru aldrei nefnd í sambandi við kröfur opinberra starfsmanna um laun og launa- kjör þeirra. Það skondnasta við þennan mismun er, að við almennir skatt- greiðendur borgum brúsann. Fjármagnið er sótt í ríkiskassann á hverju ári. Og við þessir al- mennu borgum bara hærri skatta af lífeyrinum okkar til þess að fjármagna dæmið,“ segir Guðrún K. Guðmannsdóttir. – Hlynur Þór Magnússon.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.