Bæjarins besta


Bæjarins besta - 05.02.2003, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 05.02.2003, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 Bjartsýnin gerir gæfumuninn – svolítil saga frá Flateyri um baráttu við veikindi og erfiðleika Hjálmar Sigurðsson stýrimaður á Flateyri veiktist skyndilega fyrir réttum ellefu mán- uðum eða þann 5. mars á síðasta ári. Hann var þá í landi og var heima hjá sér þegar hann fékk heilablóðfall. Hægri hluti lík- amans lamaðist, Hjálmar missti málið og lestrarkunnáttan hvarf í einu vetfangi. Tíminn sem síðan er liðinn hefur eins og vænta má verið ákaflega erfiður á margan hátt fyrir alla fjölskylduna. En batinn kemur, hægt en örugglega. Nú er Hjálmar farinn að geta gengið lítið eitt við hækju og hann er að læra að tala og lesa og reikna alveg upp á nýtt, rétt eins og lítið barn lærir þessa hluti. Þær stöðvar í heilan- um sem geyma þessa hæfileika og kunnáttu urðu fyrir svo miklum skaða að nýjar þurfa að taka við. En Hjálmar er glaðsinna og bjartsýnn og viljasterkur og ákveðinn í því að ná sem mestum bata. Ef til vill er bjartsýnin sá drifkraftur sem hjálpar honum mest á hinni erfiðu göngu. Sama má segja um eiginkonu Hjálmars, Guðbjörgu Haraldsdóttur, og börnin þeirra þrjú, sem eru tveir rúmlega tvítugir synir, Sigurður Jóhann og Haraldur, og sextán ára dóttir, Ragnheiður Karítas. Lítill hópur fólks heimsækir Hjálmar reglu- lega en eins og jafnan gerist þegar svona atburðir verða, þá virðist vinunum fækka. Þegar undirritaður kemur í heimsókn og viðtal til Hjálm- ars og fjölskyldu hans við Drafnargötuna á Flateyri er einnig stödd þar systir Guð- bjargar, Gróa (Gógó) Haralds- dóttir. Guðbjörg vildi fyrir alla muni að Gróa yrði þar líka þegar viðtalið yrði tekið. „Hún hefur frá upphafi verið okkar trausti klettur í þessum erfið- leikum“, segir Guðbjörg. Hjálmar situr í stofu og brosir við gesti. Hann getur afar lítið talað enn sem komið er og raunar eru það einungis hans nánustu sem skilja hvað hann segir. Guðbjörg segir frá og Gróa leggur orð í belg en Hjálmar kinkar kolli og sam- sinnir og skýtur öðru hverju inn orði. Hjálmar Sigurðsson er 57 ára að aldri og fæddur í Reykjavík. „Hann kom hing- að til Flat- eyrar sex ára gamall í jarðarför með föð- ur sínum og varð hér eftir hjá föðursystur sinni sem tók hann í fóstur. Hann hefur því alið hér nærri því allan aldur sinn“, segir Guðbjörg. „Pabbi hans er ættaður innan úr Langadal í Djúpi en afi hans, Hjálmar Hafliðason, átti heima á Ísafirði. Hann skrifaði endurminningar sínar og rifj- aði þar upp margt frá Ísafjarð- arárunum.“ Systurnar Guðbjörg og Gróa eru hins vegar hreinrækt- aðir Önfirðingar og barnfædd- ar á Flateyri. Faðir þeirra var frá Görðum í Önundarfirði en móðirin frá Mosvöllum. Syst- kinin voru sex en af þeim eru aðeins þær systurnar tvær bú- settar á Flateyri, „og við vilj- um hvergi annars staðar vera“, segja þær báðar. „Og Hjalli hresstist allur við um leið og hann kom hingað vestur“, seg- ir Guðbjörg. Heima er best. Hjálmar var búinn að vera til sjós síðan hann var þrettán ára og var lengst af á bátum frá Flateyri. Síðan fór hann á Gylli, nýja togarann sem kom til Flateyrar 1976 og var á honum í tæpan áratug. Þá voru þau hjónin með eigin útgerð fram til 1994 þegar Hjálmar fór á togarann Fram- nes og þar var hann síðan stýrimaður og afleysingaskip- stjóri, allt þar til veikindin bundu snöggan enda á starfs- ferilinn. Þekkti ekki stafina Guðbjörg segir frá atvikum þegar Hjálmar veiktist fyrir ellefu mánuðum. „Hann fékk mjög mikinn höfuðverk um kvöldið. Kvalirnar í höfðinu voru svo miklar að hann átti í erfiðleikum með að borða kvöldmatinn. Hann fór svo og lagðist fyrir eins og ég sagði honum að gera. Hann lá þarna í rúminu með blað en sagðist ekki geta lesið. Ég spurði hvort það væri af því að honum væri svo illt í höfðinu en hann sagðist þá ekki þekkja stafina. Hann virtist líka gleyma öllu strax sem ég sagði við hann og ég fór að hafa verulegar áhyggjur. Ég vildi kalla á lækni en hann vildi það ekki. En einkennin ágerðust og ég talaði við Lýð lækni sem lét flytja Hjálmar á sjúkrahús- ið á Ísafirði. Hann vildi ganga sjálfur út í bílinn og gat það. Ég var í öngum mínum og fór til Gógó systur. Hún sagði að við skyldum bara bíða og sjá til. Ég hringdi á sjúkrahúsið og hjúkrunarkonan sagði mér að honum liði miklu betur. Morguninn eftir var ég svo að bíða eftir því að fara og sækja hann. Sem sem betur fer kom Gógó í heimsókn og var hjá mér þegar var hringt og mér sagt frá því að honum hefði versnað um nóttina. Hann hefði lamast og það væri verið að fara með hann með sjúkra- flugvél suður. Þetta var auðvitað mikið áfall. Ég grét og snerist hérna kringum sjálfa mig og vissi ekkert hvað ég átti að gera. Gógó tók þá ráðin í sínar hend- ur. Við Ragnheiður fórum með næstu flugvél suður. Þar tók skyldfólkið á móti okkur og við fórum upp á Borgar- spítala þar sem Hjálmar var fyrst lagður inn. Það gekk á ýmsu þennan dag. Hjálmar var fluttur yfir á Landspítala og þar kom í ljós að hann hafði fengið slæman blóð- tappa í höfuðið og heila- blóðfall.“ Nærri sex mánuðir syðra „Ég var svo ringluð, grátandi og út úr heim- inum að ég get annars varla lýst fyrsta degin- um. Þetta var allt svo óraunverulegt. Líka næstu daga á eftir. Eldri strákurinn okkar var í Reykjavík. Sá yngri kom suður daginn eft- ir. Þeir hjá Skip- stjóra- og stýri- mannafélaginu Bylgjunni á Ísa- firði voru allir af vilja gerðir að hjálpa okkur. Þeir auglýstu eftir íbúð sem ég fékk síð- an gegnum Rauða krossinn. Við fengum ágæta íbúð og feng- um að vera í henni alveg frá því fyrri hlutann í mars og fram í júní. Hjálmar var á Landspítalanum í rúm- lega einn og hálfan mán- uð eða til 25. apríl þegar honum. Þessa þrjá daga í viku fer Hjálmar héðan klukkan ellefu og mætir í hádegismat með fólkinu á heilsugæslunni á Ísafirði, hvílir sig svo og fer síðan í föndur áður en hann fer í þjálfunina. Hann er með frábæran þjálfara sem heitir Jóna. Ég held hreinlega að hann sé orðinn hálfpartinn skotinn í henni! Að minnsta kosti hefur hann tröllatrú á henni. Þær eru yndislegar á heilsugæslunni á Ísafirði og eins hjá Svæðisskrifstofunni. Þær hafa verið mjög indælar og hjálpað okkur mikið. Tvisvar í viku kemur þang- að kona frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra að hjálpa honum með talið og fleira. Hann er svo kominn aftur hingað heim um hálffimm- leytið. Ég geri alltaf prógramm fyr- ir hann þá daga sem hann er ekki í æfingum. Þá læt ég hann skrifa og reikna. Hann fékk styrk frá Svæðisskrifstofunni til að kaupa tölvu og hefur verið að læra að nota hana.“ – Hversu miklum styrk eða bata er gert ráð fyrir að Hjálm- ar nái? Varla er þess að vænta að hann nái sér að fullu? „Nei, það er talið að hann eigi aldrei eftir að snúa aftur á vinnumarkaðinn. Þeir vilja ekki gefa manni neinar falskar vonir. En maður lifir bara í bjartsýninni. Það eru alltaf einhverjar framfarir. Og þegar fólk missir málið með þessum hætti, þá tekur við ný málstöð í heilanum og lærir upp á nýtt. hann fékk pláss á Reykjalundi þar sem hann var til 14. júní. Þá kom hann vestur og fór á sjúkrahúsið á Ísafirði og var þar fram í endaðan ágúst, þeg- ar hann fékk að fara heim. Þá var hann óskaplega glaður“, segir Guðbjörg. Batinn var mjög hægur eins og oftast er þegar veikindi af þessu tagi ber að höndum. „Þetta er reyndar verst fyrsta sólarhringinn en svo gekk það allt mjög rólega. Það var alltaf verið að bíða. Það voru um þrjár vikur þangað til fyrstu batamerkin fóru að koma og bjúgurinn fór að hverfa úr höfðinu. En hann þekkti okkur alltaf frá fyrstu stundu. Hann lamaðist alveg hægra megin og gat ekkert tjáð sig. Mál- stöðvarnar fóru alveg út. Hann fékk svokallað alstol, þar sem málskilningur og getan til að lesa og skrifa dettur alveg út. Það tekur mjög langan tíma að endurheimta þetta. En það er alltaf að smákoma. Nú er hann búinn að sleppa hjóla- stólnum og orðinn duglegur að ganga með hækju. Hægri höndin er alveg lömuð. Hins vegar skilur hann flest og man allt. Það er tjáningin sem vant- ar.“ Yndislegt fólk Hjálmar fer þrisvar í viku í sjúkraþjálfun á Ísafirði. „Hann er sóttur með bíl frá Ísafirði. Það er alveg frábær þjónusta hjá ferðaþjónustu Guðna og indælir strákar sem keyra hjá 05.PM5 18.4.2017, 10:238

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.