Bæjarins besta


Bæjarins besta - 05.11.2003, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 05.11.2003, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 3Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Kynningarfundur um Byggðaþróun og samkeppnishæfni Þriðjudaginn 11. nóvember nk. kl. 12:00 - 14:00 á Hótel Ísafirði Dagskrá: Opnun: Birna Lárusdóttir, fundarstjóri 1. Áherslur í framkvæmd Byggðaáætlunar – Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- ráðherra. 2. Áherslur sveitarfélaga á Vestfjörðum – Verkefnisstjorn í byggðaáætlun fyrir Vestfirði – Halldór Halldórsson, bæjarstjóri. 3. Byggðaáætlun Eyjafjarðar – Sigmundur Ernir Rúnarsson, form. Verkefnis- stjórnar Byggðaáætlunar fyrir Eyjafjörð. 4. Alþjóðavæðing og byggðaþróun – Baldur Pétursson, formaður Verkefnis- stjórnar byggðaáætlunar fyrir Vestfirði. 5. Samkeppnishæfni og byggðaþróun – Karl Friðriksson, framkvæmdastjóri Iðntæknistofnunar. 6. Fyrirtækjaklasi á Ísafirði – Aðalsteinn Óskarsson, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. 7. Fyrirspurnir. Fundurinn er öllum opinn, auk þess sem boðið verður upp á léttan hádegisverð. Þátttökugjald er 500 kr. og eru fundargestir beðnir um að skrá sig fyrir 10. nóvember hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða í síma 450 3000 eða á atvest@atvest.is Verkefnastjórn um byggðaþróun fyrir Vestfirði Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið Vestfirskir verktakar ehf. stofnaðir Breytingar á byggingamarkaði á norðanverðum Vestfjörðum Eiríkur, Garðar, Sveinn Ingi og Hermann handsala samninginn. Stofnað hefur verið nýtt byggingarfyrirtæki á Ísafirði, Vestfirskir verktakar ehf., þar sem rennur saman starfsemi þriggja fyrirtækja. Stofnendur hins nýja fyrirtækis eru Sveinn Ingi Guðbjörnsson sem starfað hefur hjá Eiríki og Einari Val hf., Garðar Sigurgeirsson sem rekið hefur GS trésmíði í Súða- vík og Hermann Þorsteinsson sem rekið hefur fyrirtækið Múrkraft á Ísafirði. Stjórnar- formaður hins nýja fyrirtækis er Sveinn Ingi Guðbjörnsson og framkvæmdastjóri Garðar Sigurgeirsson. Hið nýja fyrir- tæki hefur fest kaup á verk- stæðishúsi Eiríks og Einars Vals hf. á Skeiði þar sem höf- uðstöðvar hins nýja fyrirtækis verða. Að sögn Sveins Inga Guð- björnssonar mun fyrirtækið taka yfir starfsemi Múrkrafts og GS trésmíði og auk þess það tekur einnig við þeim verkefnum og þjónustu sem Eiríkur og Einar Valur hf. hafa haft með höndum hér um slóðir. „Okkar ætlun er byggja upp alhliða verktakafyrirtæki í byggingastarfsemi hér um slóðir og við erum mjög bjart- sýnir“ sagði Sveinn Ingi. Starfsmenn fyrirtækisins verða 10 talsins í fyrstu. Þá mun starfsemi Eiríks og Einars Vals hf. flytjast til Hafnarfjarðar. Eiríkur Kristó- fersson framkvæmdastjóri sagði í samtali við blaðið að flutningurinn ætti sér nokkurn aðdraganda. „Við erum búnir að reka útibú syðra frá því á síðastliðnu ári og erum þar með sex starfsmenn.“ Eiríkur hyggst sjálfur flytjast búferlum suður á þessum tímamótum en hér hefur hann búið síðan 1974. „Það má segja að ég sé að skila mér aftur suður en ég kom héðan frá Hafnarfirði. Þetta er búinn að vera mjög góður tími hér fyrir vestan. Þetta fyrirtæki sem við Einar Valur stofnuðum árið 1977 einbeitti sér í fyrstu að smíði íbúða fyrir ungt fólk sem þá var mikill skortur á. Við byggðum fyrst upp blokkirnar fjórar í Stórholtinu en síðan tóku við önnur verkefni.“ Þeir félagar ráku fyrirtækið saman til ársins 1999 er Einar Valur Kristjánsson tók við fram- kvæmdastjórn Hraðfrystihúss- ins Gunnvarar hf. Einn af fyrstu starfsmönnum fyrirtækisins var Sveinn Ingi sem er einn af þeim sem nú kaupa húseign fyrirtækisins á Ísafirði. „Það er virkilega ánægjulegt að afhenda þetta til Sveins Inga og félaga. Hann hefur hvergi annars staðar unn- ið en hjá mér og það má því segja að hann sé að útskrifast frá mér á þessum tímamótum. Hann útskrifast með bestu einkunn.“ Á árum sínum hér vestra hefur Eiríkur komið að ýmsum framkvæmdum. „Það hefur nú verið sagt að enginn smiður sé fullnuma fyrr en hann hafi gerst kirkjusmiður. Það fengum við að reyna við byggingu Ísafjarðarkirkju.“ segir Eiríkur aðspurður hvaða verk sé honum minnistæðast hér vestra. „Efst í huga mínum nú er hinsvegar þakklæti til allra starfmanna fyrirtækisins og ekki síður allra okkar góðu viðskiptavina.“ sagði Eiríkur Kristófersson. – hj@bb.is Eiríkur „útskrifar“ Svein Inga. 44.PM5 18.4.2017, 11:573

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.