Bæjarins besta


Bæjarins besta - 05.11.2003, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 05.11.2003, Blaðsíða 12
1 2 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Barnshafandi kona slasaðist í bílveltu Kona slasaðist í bílveltu á Suðureyri seint á fimmtudags- kvöld í síðustu viku. Hún var sótt á sjúkrabíl og lögð inn á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði. Konan, sem er af er- lendum uppruna, er 24 ára og barnshafandi. Meiðsl hennar eru ekki talin alvarleg en hún kvartaði undan eymslum í baki. Talsverð hálka var þegar slysið varð. Konan kastaðist út úr bíl sínum þegar hann valt út af veginum og stöðvaðist ekki fyrr en eftir margar veltur. Mjög brattur vegkantur er þar sem bíllinn fór út af og staðnæmdist hann í húsgarði neðan við veginn. Póls á stærstu sjávar- útvegssýningu í Asíu Tæknifyrirtækið Póls hf. á Ísafirði var á meðal íslenskra sýnenda á China Fisheries & Seafood expo 2003 sem lauk á laugardag í Sjanghæ í Kína. Sýningin er sögð sú stærsta í Asíu en sjö íslensk fyrirtæki tóku þátt auk Út- flutningráðs. Halldór Halldórsson, framkvæmdastjóri Póls, segir þetta í fyrsta sinn sem fyrirtækið taki þátt í sýningun í Kína. „Fyrst og fremst erum við að fara til að skoða sýninguna. Við ætlum okkur ekki að sigra heim- inn í þessari ferð, heldur er markmiðið frekar að kynn- ast þessu umhverfi“, sagði Halldór. – kristinn@bb.is Aukin vetrarþjónusta Vegagerðarinnar Samgönguráðherra, Sturla Böðv- arsson, hefur staðfest nýjar snjó- mokstursreglur sem auka og bæta þjónustu Vegagerðarinnar yfir veturinn. Ýmsar þeirra snúa beint eða óbeint að Vestfirðingum. Meðal helstu breytinga í þeim efnum má nefna að Brattabrekka verður mokuð alla daga. Þá hefur mokstursdögum verið fjölgað frá Búðardal að Brjánslæk á Barðaströnd og úr Bjarnarfirði á Ströndum norður að Gjögri. Þrettán stuðningsfulltrú- ar sem starfa hjá Svæðis- skrifstofu um málefni fatl- aðra á Vestfjörðum út- skrifuðust í síðustu viku úr framhaldsnámskeiði fyrir stuðningsfulltrúa, sem nefnist Starfsmenntun stuðningsfulltrúa 2. Áður hafa þeir setið 160 stunda grunnnámskeið og margir þátttakendanna nú luku því námskeiði á liðnu vori. Námskeiðið er alls 80 stundir og var kennt í Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði. Helga Björk Jó- hannsdóttir hjá Svæðis- skrifstofunni segir mikinn feng fyrir málaflokkinn að hafa svo vel menntuðu starfsfólki á að skipa. Að útskrift lokinni stilltu stuðningsfulltrúarnir sér upp fyrir myndatöku ásamt Helgu Björk Jó- hannsdóttur. Frá vinstri: Helga Björk, Dagný Jóns- dóttir, Halla S. Sigurðar- dóttir, Íris Björk Felix- dóttir, Margrét Magnús- dóttir, Íris Jónsdóttir, Sigrún Elísabet Halldórs- dóttir, Guðrún Guðbjarg- ardóttir, Harpa Stefáns- dóttir, Valgerður Guð- björg Þórðardóttir, Rann- veig Hera Finnbogadóttir, Ester Ösp Guðjónsdóttir, Freyja Margrét Bjarna- dóttir og Ásgerður Ingva- dóttir. – kristinn@bb.is Þrettán fulltrú- ar útskrifast Lagning vegar um Arnkötludal og Gautsdal á Ströndum Leið ehf. í Bolungarvík vill kosta flýtingu framkvæmdar Leið ehf., í Bolungarvík hef- ur boðist til þess að fjármagna undirbúning að lagningu vegar um Arnkötludal og Gautsdal á Ströndum og flýta þannig vegarlagningunni. Fyrirtækið hefur skrifað sveitarfélögum á svæðinu um málið og fundað með vegamálastjóra. Vegur- inn verður mikil kjarabót fyrir íbúa á norðanverðum Vest- fjörðum og norðanverðum Ströndum en áætlað er að kostnaður við vegalagninguna nemi a.m.k. um 700 milljónum króna. Í framhaldi af lagningu brú- ar yfir Gilsfjörð komu fram hugmyndir um lagningu vegar af Ströndum yfir í Barða- strandasýslu, um Arnkötludal og Gautsdal. Þessi leið hefur af ýmsum verið nefnd Strand- dalavegur. Fyrir nokkrum ár- um var Leið ehf. stofnað í þeim tilgangi að flýta þessari fram- kvæmd. Hefur félagið á und- anförnum árum kynnt þessa hugmynd og unnið nokkra undirbúningsvinnu vegna framkvæmdarinnar. Í núverandi samgönguáætl- un er gert ráð fyrir að til vegar suður Strandir eða Stranddala- vegar, verði varið 400 millj- ónum króna á árunum 2007- 2010 og 500 milljónum króna á árunum 2011-2014. Í sam- gönguáætluninni er því ekki gert upp á milli þessara tveggja leiða og er það því væntanlega í höndum Vestfirðinga sjálfra að velja hvora leiðina þeir vilja fara. Vegur um Arnkötludal og Gautsdal styttir t.d. leiðina til Reykjavíkur um 40 kíló- metra frá norðanverðum Vest- fjörðum svo og norðanverðum Ströndum. Verður lagning vegarins umtalsverð kjarbót fyrir íbúa á þessu svæði bæði vegna minni ferðakostnaðar og einnig í lægra vöruverði vegna minnkandi flutnings- kostnaðar á landi. Fjórðungs- samband Vestfirðinga, Hólmavíkurhreppur og sveit- arfélög á norðanverðum Vest- fjörðum hafa lýst stuðningi við þetta leiðarval. Í bréfi sem Leið ehf. skrifaði Hólmavíkurhreppi og Reyk- hólahreppi eru hugmyndir fé- lagsins um lagningu vegarins kynntar. Í bréfinu býðst Leið ehf til þess að fjármagna frek- ari undirbúning að lagningu vegarins. Í bréfinu segir m.a.: „Þá er það mat Leiðar ehf. að þær byggðir sem vegurinn nýttist megi illa við þeirri bið og óvissu sem nú ríkir um hvort og þá hvenær vegur þessa leið verði lagður. Í ljósi framanritaðs lýsir Leið ehf. sig reiðubúið til að koma að vinnu við frekari undirbúning verks- ins auk þess að leggja til henn- ar allt að 10 m.kr. og hugsan- lega hærri fjárhæðir á síðari stigum enda verði endurgreið- sla a.m.k. höfuðstóls tryggð að einhverjum tíma liðnum af hendi ríkisins eða hana megi fá með veggjöldum af þeim sem um veginn færu. Ekki er gert ráð fyrir að sveitarfélögin á svæðinu leggi fjármuni til verksins eða ábyrgðir nema e.t.v. einhverjar lágar fjárhæð- ir til að sýna í verki stuðning við þetta framtak. Ávinningur af þessu gæti orðið sá að hefj- ast mætti handa við undirbún- ing að gerð vegarins og hugs- anlega ljúka honum síðan mun og álykti hvort þær fyrir sitt leyti fallist á að Leið ehf. haldi áfram vinnu við undirbúning að gerð vegar um Arnkötludal og Gautsdal á þeim grunni sem að framan er rakinn og, ef um semst á síðari stigum, vinni að fjármögnun hans og jafnvel gerð. Á móti mun félagið leita framlaga frá ríkinu svo og samninga um að það fái að innheimta gjald af þeim sem veginn ækju, og styddist við svipaða gjaldskrá og gildir í Hvalfjarðargöngunum. Á ein- hverjum tímapunkti mætti síð- an sjá fyrir sér að ríkið leysti veginn til sín. Aðalatriðið hlýt- ur að vera að vegur þessa leið komi sem fyrst.“ Að sögn Ásdísar Leifsdóttur sveitarstjóra á Hólmavík mun sveitarstjórn ekki taka endan- lega afstöðu til bréfs Leiðar ehf. fyrr en fyrir liggja niður- stöður ú athugun sem Atvinnu- þróunarfélag Vestfjarða er að gera á hugsanlegum áhrifum þessa vegar. „Hinsvegar er það ekkert launungarmál að Hólm- víkingar hafa verið mjög fylgj- andi því að leiðin um Arn- kötludal og Gautsdal verði fyr- ir valinu. Sú leið mun styrkja byggða á þessu svæði mjög.“ sagði Ásdís Leifsdóttir. Einar Örn Thorlacius sveit- arstjóri Reykhólshrepps sagði að erindið hefði verið tekið fyrir óformlega á síðasta fundi sveitarstjórnar en yrði afgreitt endanlega á fundi þann 13. nóvember. Einar Örn sagði menn frekar áhugasama um þessa vegarlagningu svo fremi að hún kæmi ekki niður á öðr- um vegaframkvæmdum sem nú væru í gangi á suðurleið- inni. „Það er mín skoðun að þessi vegur muni styrkja byggðirnar beggja vegna og auka þeirra samstarf.“ sagði Einar Örn að lokum. Aðalsteinn Óskarsson fram- kvæmdastjóri Atvinnuþróun- arfélagsins segir að félagið sé, að beiðni Vegagerðarinnar að kanna samfélagsleg áhrif lagn- ingu vegarins á þau sveitarfé- lög á þessu svæði. Aðalsteinn sagðist í samtali við bb.is von- ast til þess að þessari vinnu yrði lokið um næstu mánaðar- mót. – hj@bb.is fyrr en ella.“ Í bréfinu kemur fram að for- svarsmenn félagsins hafi átt fund með vegamálastjóra í síð- asta mánuði og kynnt honum hugmyndir sínar. Þá kemur fram að ekki þyki rétt að halda frekari undirbúningsvinnu áfram nema fyrir liggi afstaða þeirra sveitarfélaga sem vegur- inn fer um, þ.e. Hólmavíkur- hrepps og Reykhólahrepps. Um það segir í bréfi Leiðar ehf.: „Þess er því farið á leit að hreppsnefndir Hólmavíkur- hrepps og Reykhólahrepps taki erindi þetta til meðferðar Jónas Guðmundsson, for- svarsmaður Leiðar ehf. 44.PM5 18.4.2017, 11:5712

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.