Bæjarins besta


Bæjarins besta - 05.11.2003, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 05.11.2003, Blaðsíða 10
1 0 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is „Menn fá sko að heyra að hér séum við með allt til alls“ – segir skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Guðrún Björg Bragadóttir Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi heitir Guðrún Björg Bragadóttir en hún kom til Ísafjarðar fyrir rétt rúmu ári til að taka við starfinu. Áður hafði hún sótt sér menntun á sviði skattamála m.a. til Danmerkur þar sem hún starfaði um tíma við að innheimta í sjóði hennar hátignar. Guðrún Björg er Hafnfirð- ingur að uppruna en skyldulið hennar á ófá sporin á vestfirskri grund og segist hún hafa verið að komast í meiri tengsl við þann hluta uppruna síns síðasta árið eða svo. Skattstjór- inn er gömul skíðakempa og hugsaði sér gott til glóðarinnar að rifja upp góðar stundir í brautinni þegar hún flyttist til slíks skíða- bæjar sem Ísafjörður er. Í ljósi tíðarfars hefur henni ekki orðið kápan úr því klæðinu en segist í staðinn hafa notið góðra stunda með golfkylfu í höndum. Guðrún Björg lætur vel af verunni á Ísafirði og segir bæinn minna sig nokkuð á Hafnarfjörð eins og hann var þegar hún var að alast þar upp. Skattar eru hennar ær og kýr eins og vænta má þótt hugur hennar hafi ekki alltaf legið í þá átt. Forvitnilegt er að vita hvaða manneskja býr að baki þessum eilítið ógnvekjandi titli, skatt- stjórinn í Vestfjarðaumdæmi, og hvernig það atvikaðist að Guðrún Björg settist í stól inn- heimtumanns keisarans vestur á Ísafirði. „Þannig er að ég hef starfað hjá skattinum síðan ég kláraði skólann. Ég útskrifaðist 1995 sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og vann síðan hjá ríkisskattstjóra í þrjú ár. Eftir það sest ég aftur á skóla- bekk í Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn. Síðan fer ég að vinna hjá Told og skat í Danmörku við skatteftirlit og tók þá sérnám í skattalög- fræði.“ – Var það líka kennt í Við- skiptaháskólanum? „Nei, skattalögfræðin var kennd í skóla sem heitir Dan- marks Forvaltningshøjskole (DFS) og er stjórnsýsluháskóli Danmerkur. Námið tók tvö ár. Það er þó mikið samstarf á milli Viðskiptaháskólans og DFS.“ – Eins konar skóla hennar hátignar? „Ætli megi ekki segja það. Eftir það kem ég svo hingað. Ég var úti í fimm ár og kom beint frá Kaupmannahöfn til Ísafjarðar.“ – Þú ert þá væntanlega með kunnugustu mönnum hér á landi í skattafræðum? „Nei, langt því frá. Það er heilmikið af miklu meiri skattasérfræðingum en ég er hér á landi.“ – En þú hefur helgað þig skattinum, ef svo má segja? „Já, það er hægt að segja það. Ég eiginlega datt inn á þetta svið, það lá ekkert fyrir gjöfin þeirra er. Ég veit ekki hvort Íslendingar reyna að komast upp með meira gagn- vart skattinum, ég hef það ekki á tilfinningunni. Það er nátt- úrlega alltaf eitthvað en það er meira á gráu svæðunum. Hinn almenni borgari er ekki að svindla vísvitandi, það er afar fátítt.“ Guðrún Björg dregur upp á borð hjá sér vænan doðrant sem mundi sóma sér ágætlega sem kennslubók á hvaða nám- skeiði sem er á háskólastigi. Síðan snýr hún sér að bóka- hillu fyrir aftan sig og dregur fram þriggja binda ritsafn af álíka doðröntum, þó heldur þykkari ef eitthvað er. „Skattalögin hjá okkur eru ágætis bók en dönsku skatta- lögin eru a.m.k. þreföld að vöxtum. Þeir eru búnir að nið- urnjörva allt meðan við erum með miklu fleiri túlkunaratr- iði, það er frekar vandamálið hjá okkur. Þó veit ég ekki hvort á að kalla það vandamál. Sam- félagið er sífellt að breytast og því þarf skattaframkvæmdin að fylgja þeim breytingum. Vandamálið er ef fólki finnst skattframkvæmdin vera mismunandi á milli umdæma. Þá höfum við yfirskattanefnd til að taka á málunum. Fólk getur alltaf kært þangað og svo áfram ef það vill. En það eru ekki margir sem komast upp með skattsvik til lengdar. Skattkerfið hefur yfir að fara út í skattamál þegar ég var í námi. Þó fannst mér nám- ið í skattskilum afskaplega spennandi. Svo þegar ég byrj- aði að vinna hjá Ríkisskatt- stjóra, þá sá ég að skattamálin voru áhugaverðari en þau líta út fyrir að vera.“ Fáir reyna að svíkja undan skatti – Stundum er sagt í hálf- kæringi að Íslendingar séu nokkuð léttir á bárunni þegar kemur að skattamálum og áskilji sér eins konar náttúru- rétt til að reyna að borga eins lítið og hægt er. „Ég held að það sé nú meira í orði kveðnu. Fólk talar um það en það hafa verið gerðar kannanir á skattsvikum á Ís- landi og í löndunum í kring, sem leiða í ljós að við erum í mjög svipuðum málum og grannþjóðirnar. Í þessum könnunum er reiknað út hve stóru hlutfalli af landsfram- leiðslunni er skotið undan. Þetta eru 3-4% um öll Norður- lönd og líka í Evrópusam- bandsríkjunum að undanskil- inni Ítalíu, þar sem hlutfallið er nokkru hærra.“ – En í sama tón er stundum sagt að Danirnir séu mun með- vitaðri um sín skattamál. „Þeir verða meira varir við skattyfirvöld, enda er miklu meira eftirlit þar, m.a. vegna þess hversu flókin skattalög- heilmiklu af upplýsingum um meðborgarana að ráða. Þannir er það mjög erfitt til lengdar að stunda stórfelld skattsvik. Á endanum kemur þetta yfir- leitt upp á yfirborðið.“ Burðaðist með vörur frá Reykjavík – Hvaðan kemur þú, hvar ertu fædd og uppalin? „Ég er fædd og uppalin í Hafnarfirði þar sem ég bjó til sextán ára aldurs. Þá fluttu for- eldrar mínir til Reykhóla þar sem faðir minn gerðist prestur og er núna prófastur. Þannig má segja að þau hafi flutt að heiman, en ég fór ekki neitt heldur hélt áfram í Mennta- skólann við Hamrahlíð. Ég á töluvert af skyldfólki hérna fyrir vestan. Föðurættin mín er frá Jökuldal en tvö syst- kini afa míns, þau Jón og Krist- ín Jónsbörn frá Hvanná fluttust hingað til Ísafjarðar. Að auki er föðuramma mín fædd og uppalin í Hattardalskoti í Álftafirði. Þó að ég hafi ekki verið hér mikið þá er ég að finna núna fullt af frændum og frænkum út um allar triss- ur.“ – Þannig er grunnt á ýmsum rótum hérna á svæðinu. „Mér finnst alveg yndislegt að geta sagt: Þetta er frændi minn og þetta er frænka mín. Þannig er voða gaman að finna þessa ættingja sína.“ – Nú fer að líða að þorrablót- um. Ertu búin að skilgreina þig það vel varðandi átthaga að þú vitir hvar þú eigir að setjast til borðs? „Nei, það veit ég ekki, mér finnst þetta dálítið flókið enn- þá. Ég held líka að mínir ætt- ingjar teljist aðfluttir, ekki „al- vöru“ Vestfirðingar. Þeir koma ekki hingað vestur fyrr en upp úr 1930.“ – En hvað með Djúpmenn- ina úr Hattardalnum? „Mér sýnist nú allir mínir ættingjar sem voru þar vera fluttir á burt, en ég er ekki komin svo djúpt í þessar pæl- ingar. Svo eru margir sem halda að ég sé frá Reykhólum af því foreldrar mínir búa þar. Ég er ekkert að leiðrétta það enda alls ekki slæmt að vera úr Reykhólasveitinni.“ – Stuttu eftir að þú komst hingað til starfa sá ég haft eftir þér að það hafi komið þér á óvart hversu stór bær Ísafjörð- ur væri. „Ég hafði komið hingað áð- ur í mýflugumynd fyrir löngu en hélt að ég væri að koma á álíka stóran stað og Patreks- fjörð eða Bolungarvík. Í mín- um huga fannst mér Ísafjörður af þeirri stærðargráðu. Þannig hugsaði ég með mér hvort hér væri nokkuð hægt að fá og hvort ég þyrfti ekki að gera nær öll mín innkaup syðra. En svo er ég búin að lenda í því oftar en einu sinni að hafa burðast með einhverja hluti frá Reykjavík sem er svo hægt að kaupa hér úti í næstu búð.“ Datt ekki í hug að garðstóla þyrfti „Menningarlífið hérna á svæðinu er náttúrlega kapítuli út af fyrir sig. Ég geri miklu meira hér en fólkið syðra. Þeg- ar viðburðir eru í gangi hér, þá verður fólk bara að fara. Fyrir sunnan er ekkert hægt að vera velta því fyrir sér hvort maður eigi að fara og hvenær, sem endar yfirleitt með því að fólk fer ekki neitt. Hér er bara ein sýning og það er annað hvort að hrökkva eða stökkva. Ég var einmitt að ræða þetta við vini mína og fjölskyldu í bæn- um og var búin njóta miklu fleiri menningarviðburða en þau. Þetta er höfuðstaður Vest- fjarða og hingað koma allir helstu listamenn. Þannig er ég hæstánægð með að bærinn sé þó þetta stór. Ég stundaði skíði sem barn og unglingur og keypti mér auðvitað skíði þegar ég kom hingað. Þau eru að safna ryki í bílskúrnum því að eins og menn muna var ekki mikið um snjó í fyrravetur.“ – Þú hefur hugsað þér gott til glóðarinnar að komast nú reglulega á skíði á Ísafirði, sjálfum skíðabænum. „Já, heldur betur, en ég fór bara og keypti mér golfsett í 44.PM5 18.4.2017, 11:5710

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.