Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.11.2003, Page 1

Bæjarins besta - 26.11.2003, Page 1
Brennandi áhugi fyrir að „rífa upp“ Vestfirði – sjá viðtal í miðopnu við Einar Pétursson bæjarstjóra í Bolungarvík Miðvikudagur 26. nóvember 2003 • 47. tbl. • 20. árg. ÓHÁÐ Á V E S T F J Ö R Ð U MFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984 • Sími 456 4560 • Veffang: www.bb.is • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 250 m/vsk Bolungarvíkurkaupstaður fær minnst úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga Súðavíkurhreppur fær langmest Súðavíkurhreppur fékk hæst framlög á hvern íbúa úr Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga á síð- asta ári af sveitarfélögum á Vestfjörðum eða 203 þúsund krónur. Bolungarvík fær 62 þúsund sem er minnst á hvern íbúa. Næst hæsta sveitarfélag- ið er Hólmavík með 152 þús- und krónur á íbúa. Þar á eftir koma Reykhóla- hreppur með 141 þúsund, Árneshreppur með 138 þús- und, Broddaneshreppur með 130 þúsund, Vesturbyggð með 117 þúsund og Tálknafjörður með 116 þúsund krónur. Lest- ina reka síðan Kaldrananes- hreppur sem fékk 95 þúsund krónur, Bæjarhreppur með 88 þúsund, Ísafjarðarbær með 66 þúsund króna framlag og loks Bolungarvík. Heildarframlög Jöfnunar- sjóðs til Súðavíkurhrepps námu á síðasta ári tæpum 48 milljónum króna. Til Ísafjarð- arbæjar var framlagið 274 milljónir króna og til Bolung- arvíkur 60 milljónir króna. Hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er að jafna mis- munandi útgjaldaþörf og skatt- tekjur sveitarfélaga með fram- lögum úr sjóðnum. Eðli máls- ins samkvæmt eru því fámenn- ari sveitarfélög að fá að jafnaði hærri framlög á hvern íbúa en þau fjölmennari. Til samanburðar má nefna að Akranes fékk úthlutað 25 þúsund á íbúa, Skagafjörður 81 þús. og Fjarðabyggð 56 þús. krónum. – hj@bb.is Ísafjörður Slasaðist á höfði Vinnuslys varð við hafnarframkvæmdir á Ás- geirsbakka í Ísafjarðarhöfn síðdegis á laugardag. Slys- ið varð með þeim hætti að skófla moksturstækis rakst í höfuð eins starfsmanns við framkvæmdirnar. Hlaut hann mikið sár á höfði og var fluttur á sjúkrahús. Meiðsli reynd- ust þó minni en talið var í fyrstu. Sauma þurfti skurði á höfði en hann slapp við brot. – hj@bb.is 47.PM5 18.4.2017, 13:061

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.