Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.11.2003, Page 6

Bæjarins besta - 26.11.2003, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Afmælisbarnið ásamt frænkum sínum Jónínu og Margréti Sanders. Herdís Albertsdótt- ir fagnar 95 árum Einn af elstu borgurum Ísafjarðar, Herdís Al- bertsdóttir, átti 95 ára afmæli á miðvikudag í síðustu viku. Herdís hefur ávallt gefið svoköll- uðu kynslóðabili langt nef og sannað að aldur er afstætt hugtak. Hún býr ennþá í húsi sínu í Sund- stræti þar sem nokkrar kynslóðir dokkupúka hafa notið nærveru hennar og hjálpsemi. Í tilefni dagsins komu nokkrir ættingjar hennar saman á heimili barnabarns hennar Kristjönu Sigurðar-dótt- ur. Ljósmyndari blaðsins var á staðnum og tók meðfylgjandi myndir. Herdís með Kristjönu og hennar manni Gunnlaugi Gunnlaugssyni. Hólskirkja í Bolungarvík Hvalbein undir gólfi Hvalbein, sem ætla má að sé hryggjarliður, kom í ljós undir gólfinu í Hólskirkju í Bolungarvík þegar verið var að grafa þar fyrir skömmu. Halldór Páll Eydal, kirkju- vörður í Hólskirkju, segir eng- ar hugmyndir uppi um hvers vegna beinið hafi verið þarna en fundurinn hafi komið mönnum á óvart. Garðar Guðmundsson, forn- leifafræðingur, sem sá um uppgröft við Hólskirkju í sum- ar segist ekki geta sagt til um af hverju hvalbeinið hafi verið þarna. Þó segir hann að bein af þessu tagi hafi verið notuð í margvíslegum tilgangi áður fyrr. „Ég verð samt sem áður að telja ólíklegt að beinið sé í nokkru samhengi við þau mannvirki sem við sáum þarna undir í sumar því það lá svo ofarlega“, sagði Garðar. Hóll er talin landnámsjörð og situr kirkjan á mannvistar- lögum. Endurbætur hafa staðið yfir á kirkjunni síðan í sumar og hafa m.a. gólfbitar verið réttir af og gólffjalirnar teknar upp. Að auki hefur verið grafið niður með undirstöðum kirkj- unnar. – kristinn@bb.is Hvalbeinið sem fannst undir Hólskirkju. 47.PM5 18.4.2017, 13:066

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.