Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.11.2003, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 26.11.2003, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Arnar G. Hinriksson hdl. Silfurtorgi 1 • Ísafirði • Sími: 456 4144 • Fax: 456 4243 Fasteignaviðskipti Hef til sölu fasteignir víða á Vestfjörðum Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu maður vikunnar Nafn: Birna Lárusdóttir. Fædd/-ur, hvar og hvenær: Í Reykjavík 14.03.1966. Atvinna: Ég sit í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar og sinni alls- kyns öðrum pólitískum störfum og það hefur verið aðal- vinnan mín undanfarin ár. Svo gríp ég í greinarskrif. ritstjórn- arstörf og ýmis verkefni þess utan . Fjölskylda: Bý með Hallgrími Kjartanssyni, lækni, og við eigum þrjá orkubolta: Heklu (5) og tvíburana Hilmi og Huga (2). Helstu áhugamál: Pólitíkin tekur yfir helstu hobbístund- irnar en þegar tími vinnst til fer ég á góða tónleika, í leikhús eða bíó. Svo vorum við hjúin bæði á kafi í vélsleðamennsku hér einu sinni en hann sér um þá deild eftir að börnin komu – þ.e. að segja ef það snjóar!. Bifreið: Við eigum svartan Toyota Landcruiser 100 árgerð 1998. Hvernig bíl vildir þú helst eiga? Í gamla daga var drauma- bíllinn gul Corvetta en þegar árin færðust yfir tók skynsemin völdin og ég get ekki ímyndað mér betri bíl en þann sem ég á í dag. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítill? Flug- freyja!!! Ég er bara svo flugveik að það hefði seint gengið upp. Uppáhalds matur? Ég er alltof mikið fyrir góðan mat og á erfitt með að gera upp á milli en ef fjölskyldan á að svara þessu fyrir mig, þá hefðu þau hrópað í kór: Rjómaís! Versti matur sem þú hefur smakkað? Ég verð seint talin matvönd en þegar ég smakkaði færeyskt skerpikjöt í fyrsta sinn, 18 ára gömul, þá fór nú um mig. Síðan hafa bragðlauk- arnir þroskast mjög (m.a. með hjálp frá hákarli og kæstri skötu) og sennilega þætti mér skerpikjötið bara gott í dag. Uppáhalds drykkur? Af óáfengu verð ég að nefna espresso kaffi. Veit fátt betra en vel lagaðan cappu-chino. Í áfengis- deildinni eru það helst góð rauðvín og eru vín frá Wolf Blass í uppáhaldi um þessar mundir. Uppáhalds tónlist? Svolítið gamaldags djass á borð við Villa Valla plötuna og Ellu Fitzgerald. Uppáhalds íþróttamaður eða félag? Ég er ekki mikil áhugakona um íþróttir en hef fylgst af aðdáun með Magnúsi íþróttaálfi og hann fólki upp á síðkastið í gegnum Latabæjar- átakið. Hann er góð fyrirmynd og á heiður skilin fyrir eljuna. Mér finnst það líka gott ef hann græðir á henni. Ef ég á annað borð fer á íþróttaleiki (sem er mjög sjaldan) þá er það til að horfa á körfubolta og þá er auðvitað KFÍ uppáhalds- liðið. Uppáhalds sjónvarpsefni? Fréttir, velgerðir heimildar- þættir – einkum breskir – og svo nokkrar bandarískar syrp- ur eins og Frasier og Six feet under. Uppáhalds vefsíðan? Smjaðurlaust er það bb.is. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Úff – þær eru svo margar, Af íslenskum eru það Mávahlátur og Ungfrúin góða og húsið. Og svo auðvitað Börn náttúrunnar sem Lóa tengdamanna birtist í. Af erlendum myndum get ég nefnt Chocolat og Festen og svo fannst mér Matrix myndin góð. Fallegasti staður hérlendis? Skutulsfjörðurinn í logni og heiðskíru. Hann er einstakt samspil þéttbýlis og náttúru. Fallegasti staður erlendis? Sá staður sem kemur fyrst upp í hugann er nánasta umhverfi eldfjallsins Mt. St. Hel- ens í Washington fylki. Ótrúlegur staður. Ertu hjátrúarfull(ur)? Nei. Uppáhalds heimilistækið? Kaffikannan og upp-þvottavél- in. Þau gefa lífinu lit. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Knúsa börn- in mín. Hvað fer mest í taugarnar á þér og hvers vegna? Óheiðarleiki. Ég þoli ekki þegar fólk stendur ekki við það sem það segir. Hvað gerir þú til að láta þér líða vel? Utan heimilis er gott að fara í labbitúr í góðu veðri og svo nýt ég þess að fara út að borða í rólegheitunum. Heima er mjög vinsælt að leigja spólu, setja nammi í skál og njóta svo. Áttu þér leyndan draum sem þú ætlar að láta ræt-ast? Já, hver á það ekki? Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í? Það yrði of langt mál að segja frá því hræðilega atviki en yfirleitt þykir mér óskaplega neyðarlegt þegar ég man ekki nöfn á fólki eða kem því ekki fyrir mig. Ég tek út fyrir það. Ef þú værir bæjarstjóri í einn dag, hverju myndir þú breyta? Ég myndi engu breyta því Halldór bæjarstjóri er að gera það sem gera þarf. Lífsmottó? Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Ætlaði að verða flug- freyja en er bara svo flugveik Það er sjálfsagt að bera í bakkafullan lækinn að ætla að skrifa um samgöngumál á Vestfjörðum, svo mikil um- ræða hefur verið um þau mál að undanförnu þó segja megi að sú umræða hafi nánast öll verið að aðra höndina, þ.e.a.s. um veg yfir Tröllatunguheiði til að stytta leiðina frá Ísafirði til Reykjavíkur. Ég velti því fyrir mér hvort okkur vanti enn eina heiðina til að fara yfir. Aka yfir Steingrímsfjarð- arheiði til þess að aka svo aftur yfir Tröllatunguheiði og kom- ast þar í Reykhólasveit og áfram til Reykjavíkur. Er það þetta sem við viljum? Þegar ekið er um Stein- grímsfjarðarheiði er komið að afleggjara inn á Þorskafjarðar- heiði sem liggur í svipaðri hæð, en vegurinn um Þorska- fjarðarheiði er allur meira og minna niðurgrafinn eða liggur utan í moldarbörðum þar sem hinn minnsti skafrenningur er fljótur að fylla upp í. Þó er þessi vegur fær fyrir flesta bíla nú um miðjan nóvember. Mig langar að benda á allar þær umræður sem fram fara í heiminum í dag um hlýnandi veðurfar á norðurhveli jarðar. Segir það okkur ekki styttri vetur og minni snjó, sem raun- in hefur verið undanfarin ár. Ég hef hvergi séð þessi atriði tekin með í reikninginn þegar verið er að ræða um sam- göngumál á Vestfjörðum eða annars staðar. Því spyr ég: Er ekki kominn tími til að kanna í alvöru hvort ekki sé jafn gott eða kannski betra að byggja upphækkaðan veg yfir Þorska- fjarðarheiði niður í Þorska- fjörð og fá með því styttri leið til Reykjavíkur – og sjálfsagt ódýrari valkost. Ég er ekki viss um að sú leið verði neitt erfiðari en veg- ur yfir Tröllatunguheiði eða Steingrímsfjarðarheiði að vetri til. Einnig má benda á að við höfum þó alltaf leiðina suður Strandir til vara. Það er að segja ef Þorskafjarðarheiði lokast á undan Steingríms- fjarðarheiði sem ég held að verði afar sjaldan vegna þess að mér hefur verið sagt að mesti snjórinn sé oftast í Lága- dalnum. Ég legg því til og skora á alla þá sem með þessi mál fara að skoða þessa leið í alvöru áður en farið verður í rándýrar framkvæmdir annars staðar. Ég vil einnig benda á að fyrir nokkrum árum var Einari K. Guðfinnssyni, sem þá var í samgöngunefnd, afhentur listi með undirskriftum fjölda manns um að þessi leið verði valin. Hins vegar vil ég líta svo á að þetta verði leið til bráðabirgða, þ.e.a.s. í nokkur ár eða þangað til alvöru jarð- göng verða gerð úr Ísafirði, með tengingu í Þorskafjörð annars vegar og hins vegar í Kollafjörð. Þá fyrst tel ég að Vestfirðir verði komnir í varanlegt samband við þjóð- vegakerfi landsins. Og svo að lokum um jarð- göng milli Dýrafjarðar og Arn- arfjarðar. Erum við betur sett komin til Arnarfjarðar? Og hvað svo? Þá er leiðin um Dynjandisheiði eftir. Þarf ekki að leysa það mál samtímis og þá hvernig? – Sigurður Ólafsson. Sigurður Ólafsson á Ísafirði skrifar Vega- og samgöngumál Forsvarsmenn barnafata- verslunarinnar Leggs og skelj- ar á Ísafirði hefur heiðrað tvö pör nýbakaðra foreldra fyrir að hafa orðið við áskorun þeirra um að eignast fleiri börn. Verslunin er 20 ára um þessar mundir og var haldið upp á þau tímamót á föstudag og laugardag. Aðspurð um uppátækið seg- ir Svanhildur Þórðardóttir, kaupmaður, að þegar verslunin flutti í nýtt húsnæði í miðbæ Ísafjarðar í febrúar á þessu ári hafi hún birt í auglýsingu áskorun til Vestfirðinga um að fjölga sér og heitið verð- launum fyrir fyrsta barnið sem fæddist níu mánuðum frá þeim degi. „Ég var nú ekki alveg búin að reikna þetta út þá en það vill svo skemmtilega til að nú rúmum níu mánuðum seinna erum við að halda upp á afmæli búðarinnar. Í ofanálag vorum við svo heppin að það fæddust bæði strákur og stelpa, sama daginn“, sagði Svanhildur. Á meðfylgjandi mynd má sjá kaupkonurnar Svanhildi og Huldu Guðmundsdóttur ásamt nýbökum foreldrum, þeim Gísla Kristjánssyni, Önnu Kristínu Svansdóttur og ný- fæddri dóttur þeirra auk Svein- bjargar Sveinsdóttur og Krist- ins Halldórssonar með dreng- inn sinn. – kristinn@bb.is Urðu við áskorun og fjölguðu Vestfirðingum Barnafataverslunin Leggur og skel á Ísafirði 20 ára Svanhildur, Gísli, Anna Kristín, Sveinbjörg, Kristinn og Hulda ásamt börnunum. 47.PM5 18.4.2017, 13:068

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.