Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.11.2003, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 26.11.2003, Blaðsíða 10
1 0 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Brennandi áhugi fyrir að „rífa upp“ Vestfirði Einar Pétursson tók við starfi bæjarstjóra í Bolungarvík um síðustu áramót þegar forveri hans, Ólafur Kristjánsson, lét af störfum eftir að hafa leitt sveitarfélagið um árabil. Einar er fæddur og uppalinn í Bolungarvík og því vel hnútum kunnur í bæjar- félaginu. Hann var við nám í Við- skiptaháskólanum á Bifröst áður en hann tók við stjórntaumunum í heimabænum síðasta vetur. Nú hefur hann gegnt starfinu í tæpt ár og því við hæfi að spyrja hvernig honum komi starfið og verkefn- in fyrir sjónir. „Varðandi starfið sem slíkt þá er það ekki mjög frábrugðið því sem ég átti von á. Að vísu er það svolítið umfangsmeira en ég bjóst við hvað varðar fjölbreytni þeirra verkefna sem koma inn á borð bæjarstjóra. Í rekstri sveitarfélagsins stendur það upp úr í mínum huga hvað sveitarfélögum er sniðinn þröngur stakkur í sínum fjármálaum, ég hafði ekki gert mér fulla grein fyrir því. Þá er ég ekki bara að tala um Bolungarvík heldur flest sveitarfélög í landinu.“ – Þetta sjónarmið hefur ein- mitt heyrst víða að undanförnu að það standi lítið út af hjá sveitarfélögunum þegar þau hafi gert upp sinn rekstur. „Í flestum tilvikum telst það gott ef eitthvað stendur út af, oftar en ekki er það á hinn veginn. Þess vegna er það mjög brýnt verkefni að ráðast í endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga gagnvart ríkinu. Sveitarfélögin tóku við aukn- um verkefnum en það er ljóst að kostnaður við þau hefur farið fram úr tekjustofnunum sem fylgdu með í upphafi.“ – Hvaða mál eru efst á baugi hjá sveitarstjórnarmönnum í Bolungarvík í dag? „Fjármálin og atvinnumálin eru náttúrlega það sem við er- um að kljást við. Þó að bæjar- sjóður sem rekstrareining sé ekki mjög skuldsettur þá eru heildarskuldir samstæðunnar miklar. Okkar helsti vandi eru miklar skuldir á félags- lega húsnæðiskerfinu okkar. Ég myndi segja að það væri númer 1, 2 og 3 að koma þeim málum í betra horf.“ – Hvaða lausnir sérðu fyrir þér? „Ég kann nú enga ein- falda lausn á vanda félags- lega húsnæðiskerfisins. Varasjóður húsnæðismála var settur upp til að koma til hjálpar en hann hefur ekki nýst okkur mikið þar sem markaðsaðstæður hér hafa verið þannig að við höfum ekki getað selt íbúðir út úr kerfinu. Þegar glímt er við jafn stóran vanda og Bolungarvík á við að etja í húsnæðiskerfinu sé ég ekki annað í stöðunni en að til einhverskonar stjórn- valdsaðgerða þurfi að koma. Ég sé ekki aðra leið en að skuldirnar verði afskrifaðar að hluta.“ – Áttu von á að fá einhver viðbrögð við þess konar mála- leitan? „Já ég á von á því, ég held að menn séu farnir að sjá að sveitarfélögin geti ekki staðið undir þessum skuldbindingum ein og sér.“ Horfum á svæðið sem heild „Við horfum upp á að fram- lög Jöfnunarsjóðs sveitarfé- laga til minni sveitarfélaga minnka frá því sem verið hef- ur. Nýjar reglur sjóðsins voru samdar með það fyrir augum að stuðla að sameiningu sveit- arfélaga. Þannig var klipið af þeim minni. Það má segja að þetta séu óbeinar þvinganir í átt til sameiningar.“ – Í umræðunni hafa heyrst vangaveltur um hvort verið sé að skikka sveitarfélög til sam- einingar. Hvað sýnist þér? „Ég á ekki von á að menn fari þá leið að þröngva sveitar- félögum saman með lagasetn- ingu t.d. með því að setja lág- marksíbúafjölda við 1.000 íbúa eða eitthvað álíka. Ég hef trú á því að menn fái að taka þessar ákvarðanir heima í hér- aði áfram. Hins vegar er ekki hægt að horfa framhjá því að þegar tekjur minni sveitarfé- laganna dragast saman vegna breyttra reglna jöfnunarsjóðs þá felur það í sér óbeina þving- un.“ – Hvaða skoðun hafa menn á því, er æskilegt að steypa stórum svæðum saman í eitt sveitarfélag? Hvernig væri t.d. að hafa einungis eitt sveitar- félag á norðanverðum Vest- fjörðum. „Mér finnst við ættum að horfa á svæðið sem eina heild, hvort sem það skiptist niður í þrjú sveitarfélög eða eitt. Grunnurinn að því að við get- um lifað hérna öll saman er að við leggjumst ekki í skotgraf- irnar hvert á móti öðru heldur störfum saman, hvort sem við borgum útsvar til sama sveitar- félagsins eða ekki.“ Útilokar ekki samrekstur – Stundum er sagt að sam- eining sveitarfélaga sé ekki endilega besta aðferðin til að ná fram samlegðaráhrifum og þeim fylgi sá ókostur að sjón- armið íbúa fámennari hverfa fjölkjarnasveitarfélaga verði jafnvel afskipt. Hvað segir þú um þetta? „Það segir sig náttúrlega sjálft að íbúar fámennari kjarn- anna verða nokkurskonar minnihlutahópar. En íbúar þessara byggðakjarna geta samt orðið sterkir þrýstihópar innan sveitarfélagsins. Ég held að það sé ekki svo mikill fjárhagslegur ávinning- ur af sameiningu. Ef við tökum jöfnunarsjóðinn út úr dæminu þá held ég að peningarnir séu ekki stóri ávinningurinn við sameiningu en vissulega eru rök fyrir því að stjórnsýslulega séð sé hagræði af stærri sveit- arfélögum. Þá á ég við að það er auðveldara að bjóða upp á þjónustu fagfólks hjá stærri einingum og auðvitað hefur það heilmikið að segja t.d. í félagsmálum og fræðslumál- um, þessum stóru málaflokk- um sem alltaf eru að vaxa. Lítil sveitarfélög hafa einfald- lega ekki bolmagn til að standa undir menntuðu fólki í hverj- um málaflokki.“ – Á þessu ári hefur tekið til starfa sameiginleg barna- verndarnefnd fyrir norðan- verða Vestfirði, munum við jafnvel sjá að öllu svæðinu verði þjónað af sameiginlegri félagsmálastofnun? „Ég myndi ekki útiloka að félagsmálahluti sveitarfélag- anna yrði rekinn saman til að ná fram þeirri sérhæfingu sem ég var að tala um. Á Ólafsfirði og Dalvík er t.d. rekin sameig- inleg félagsþjónusta þó um tvö sveitarfélög sé að ræða. Þannig ná þeir að halda í sérhæft starfsfólk. Ég held einmitt að það sé góð reynsla af sameig- inlegu barnaverndarnefndinni eða hef a.m.k. ekki orðið var við annað.“ Má ekki fara út í persónupólitík – Á síðustu árum hafa menn byggt upp blómlega útgerð smábáta í Bolungarvík í kring- um krókaaflahámarkskerfið eftir mörg áföll árin á undan, hvernig meturðu undirstöður vinnumarkaðarins í Bolung- arvík í dag? „Ég held að við byggjum á nokkuð góðum grunni í Bol- ungarvík í dag en í sjálfu sér er alltaf hálfgerð óvissa í kring- um sjávarútveginn og þarf ekki mikið út af að bregða til að hafa mikil áhrif á svona bæj- arfélag, einfaldlega vegna þess að við erum bara með eitt risa- stórt egg í einni körfu. Fjöl- breytnin er svo lítil sem gerir það að verkum að allar sveiflur í sjávarútvegi hafa mjög mikil áhrif. Það er einmitt þessi fá- breytni í atvinnulífinu sem við viljum reyna að koma okkur út úr.“ – Nú hafa verið mjög heitar umræður um sjávarútvegsmál- in að undanförnu. Hvað finnst bæjarstjóranum í Bolungarvík um þessa sjávarútvegspólitík? „Sjávarútvegspólitíkin ein- kennist af sífelldum slag hags- munahópa sem er að mörgu 47.PM5 18.4.2017, 13:0610

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.