Bæjarins besta - 26.11.2003, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 11Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is
leyti erfitt að búa við vegna
þeirrar óvissu sem skapast í
atvinnugreininni. Menn eru að
takast á um leiðir og það er
mjög eðlilegt að menn skiptist
á skoðunum um sjávarútvegs-
mál, þau er eru langstærsta
hagsmunamál byggðanna. Við
verðum að vara okkur á því að
persónugera málin ekki of
mikið þegar við tökumst á um
sjávarútvegsmál eða önnur
hagsmunamál okkar. Það má
bara alls ekki í svona litlum
samfélögum. Menn verða að
reyna að ná saman um það
sem kemur sér best fyrir okkur
öll.“
Ekki búið á
Vestfjörðum í neyð
– Hvernig metur þú styrk-
leika Bolungarvíkur, er t.d.
ekki óhætt að segja að bærinn
sé leiðandi í rekstri grunnskóla
á svæðinu? Hann hefur a.m.k.
komið mjög vel út úr sam-
ræmdum prófum í nokkuð
mörg ár.
„Ég tel að við eigum gríðar-
lega góðan grunnskóla og sé-
um vel samkeppnishæfir á því
sviði. Á samræmdum prófum
2003 í 10. bekk er grunnskóli
Bolungarvíkur í fyrsta sæti í
íslensku og stærðfræði en í
ekki hérna af því að við þurfum
þess heldur af því að okkur
líður vel. Við erum ekki hérna
í neyð heldur af því að við
viljum vera hérna. Útivistar-
og afþreyingarmöguleikar eru
t.d. mjög miklir á Vestfjörð-
um.“
Íbúarnir beini ork-
unni í réttan farveg
– Nú er að fara í gang vinna
verkefnisstjórnar iðnaðarráðu-
neytisins sem á að gera tillögur
að aðgerðum í byggðamálum
á Vestfjörðum. Hvernig metur
þú stöðuna í byggðamálunum?
„Ég er nú bara bjartsýnn,
það má segja að verkefnis-
stjórninni sé falið að fram-
fylgja byggðaáætlun fyrir
Vestfirði sem er hið besta mál.
Ég er viss um að nefndarmenn
og allir vestfirðingar hafi það
að markmiði að sem flestar
hugmyndir úr byggðaáætlun
fyrir Vestfirði verði að veru-
leika.“
– Heldurðu að jafnvel sé
verið að gera of mikið úr þeirri
þróun sem hefur átt sér stað
undanfarin ár?
„Að minnsta kosti er ég ekki
frá því að oft sé gengið full
langt í að mála skrattann á
vegginn. Margir ganga ansi
langt í svartsýninni og bölsýn-
öðru sæti í ensku og dönsku í
Norðvestur kjördæmi – meira
getum við varla farið fram á.
Krakkarnir okkar, kennararnir
og stjórnendurnir eru að standa
sig alveg gríðarlega vel og
mjög gott starf unnið í skólum
bæjarfélagsins.“
– Er það ekki rétt skilið að
Bolungarvíkurkaupstaður hafi
lagt mikla áherslu á fjöl-
skylduvænt umhverfi? Skóla-
málin hafa t.d. verið í brenni-
depli lengi og nú síðustu ár
hefur verkefnið Heilsubærinn
Bolungarvík verið í gangi. Það
mætti kannski segja að heil-
brigð sál í hraustum líkama
væru einkunnarorð bæjarins?
„Jú við höfum lagt áherslu
á Heilsubæinn Bolungarvík og
líka talað um Bolungarvík sem
bæ fyrir barnafólk. Við leggj-
um mikla áherslu á að fjöl-
skyldan geti notið sín og allir
hafi eitthvað fyrir stafni. Hvort
sem það eru íþróttir, tónlistar-
iðkun eða önnur afþreying þá
viljum við að framboðið sé
fjölbreytt. Íþróttafélögin eru
að skila frábæru starfi og
menningarlíf fjölbreytt enda
öflugt fólk sem dregur vagninn
á þessum sviðum.
Ég held að við Vestfirðingar
þurfum að temja okkur í aukn-
um mæli að koma þeim skila-
boðum áleiðis að við búum
inni og eiga erfitt með að sjá
björtu hliðarnar. Það styttir
alltaf upp og ég held að það sé
að gerast núna. Byggðamálin
snúast fyrst og fremst um
viðhorf fólksins á stöðunum.
Ef það er jákvætt og beinir
sinni orku í réttan farveg þá
blómstra bæirnir“
Ekki ósáttur við
aðfinnslur bæjarbúa
–Maður ímyndar sér að
starfinu fylgi töluvert annríki,
hvernig áhrif hefur það haft á
þig persónulega?
„Því getur náttúrlega fylgt
ys og þys. Það pirrar mig
stundum þegar ég kem heim
eftir langan vinnudag að mér
finnst ég ekki hafa gert neitt
þann daginn. Þá er ég jafnvel
búinn að sitja nokkra fundi,
taka á móti fólki og tala mikið
í síma en lítið áþreifanlegt situr
eftir. En sem betur fer eru dag-
arnir eins ólíkir og þeir eru
margir, því inn á milli koma
dagar sem ég næ að einbeita
mér að öðrum verkefnum.“
– Reynirðu þá að líta til
lengri tíma?
„Maður verður að gera það
því á þessu sviði verða engar
byltingar frá því maður kemur
í vinnuna á morgnana og fer
aftur heim að loknum vinnu-
degi. Það gildir í þessu starfi
að dropinn holar steininn“
– Þegar menn eru komnir í
það hlutverk að vera leiðtogar
fyrir heilan bæ er þá eitthvað
einkalíf eftir? Er ekki sama
hvert þú ferð það er alls staðar
farið að ræða við þig bæjar-
málin og pólitíkina?
„Jú jú en ég gerði mér líka
grein fyrir því áður en ég tók
við starfinu. Menn þurfa að
átta sig á því áður en þeir taka
svona starf að sér að þetta er
24 tíma vinna. Hvort sem ég
er í sundlauginni eða úti á
gangi þá er alltaf verið að
benda mér á eitthvað sem betur
mætti fara. Það er bara mjög
gott því betur sjá augu en auga.
Ég er ekki ósáttur við þann
þátt starfsins“
Verðum að draga
vagninn sjálf
– Þú ert fæddur og uppalinn
Bolvíkingur. Þekkirðu þá ekki
vel málin sem brenna á bæjar-
búum og fólkið sem þú ert að
ræða við?
„Jú auðvitað er maður meira
og minna kunnugur öllum. Það
má velta því fyrir sér hvort
það er kostur eða galli en ég
held að þegar upp er staðið
séu kostirnir fleiri. Vegna þess
hefur maður t.d. átt auðveldara
með að setja sig fljótt inn í
málefni bæjarins. Auðvitað
geta tengslin þvælst fyrir líka,
þannig verður maður að passa
að halda ákveðnar línur í þeim
efnum.“
– Getum við sagt að þegar á
heildina er litið horfir þú björt-
um augum á framtíðina fyrir
hönd Bolvíkinga?
„Já ég geri það, ég er bjart-
sýnn á framtíð svæðisins. Sér-
staklega hefur mér þótt ástæða
til þess að undanförnu. Maður
er að heyra mjög jákvæð um-
mæli frá stjórnmálamönnum
á landsvísu. Utanríkisráðherra
lýsti því yfir fyrir skömmu að
nú væri komið að Vestfjörð-
unum og iðnaðarráðherra var
jákvæð í okkar garð á fundi
hér fyrir skömmu. Ég heyri
ekki annað á ráðamönnum en
það sé brennandi áhugi fyrir
því að aðstoða okkur Vestfirð-
inga við að rífa upp þessi sam-
félög. Það gerist auðvitað ekki
bara með einhverjum aðgerð-
um fyrir sunnan. Við verðum
að draga vagninn sjálf.“
– Myndirðu segja að tími
bölmóðsins sé liðinn?
„Já það er alveg klárt“, sagði
Einar Pétursson, bæjarstjóri
Bolvíkinga.
– kristinn@bb.is
47.PM5 18.4.2017, 13:0611