Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.11.2003, Síða 14

Bæjarins besta - 26.11.2003, Síða 14
1 4 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Smurbrauðstíðin haf- in hjá SKG-veitingum Guðlaug Jónsdóttir, matreiðslumaður og einn eigenda SKG-veitinga á Hótel Ísafirði, er farin að útbúa ríkulega hlaðnar brauðsneiðar sem dönsk smurbrauðsjómfrú væri og heldur uppteknum hætti allt til jóla. Sú venja hefur skapast hjá veitingamönnunum á Hótel Ísafirði að bjóða upp á smurbrauð á að- ventunni. Nú byrja þau heldur fyrr en vanalega enda smurbrauðið heils árs kostur þó margir tengi það við aðdraganda jólanna eins og ýmislegt annað úr danskri matargerð. Að þessu sinni eru fimm réttir á smurbrauðsseðlinum en auk þess er ætlunin að bjóða upp á smurbrauð dagsins ásamt súpu í hádeginu. Af fiskmeti er boðið upp á tartar úr einiberjagröfnum lax og hina sígildu rauðsprettu. Kjötmetið er ekki af lakara taginu „flæskesteg“, vest- firsk villiönd og ekta heimatilbúið „leverpostej“. Því ætti að vera nóg um freistingar fyrir þá sem eru á ferð um miðbæ Ísafjarð- ar næstu vikur. Hægt er að setjast niður og njóta smurbrauðsins með útsýni yfir Pollinn eða taka það með heim. – kristinn@bb.is Guðlaug Jónsdóttir matreiðslumaður með fullan bakka af smurbrauði. Dönskunemar við Menntaskólann á Ísafirði Kynntu sér aðstæð- ur nemenda í Svíþjóð Dönskunemar við Mennta- skólann á Ísafirði fóru nýlega til Klippan í Svíþjóð og kynntu sér námsaðstæður þarlendra menntskælinga. Alls fóru 13 nemar utan en heimsóknin var styrkt af Vestnorræna sjóðn- um. Svíarnir ætla að endur- gjalda heimsóknina í mars og er von á 20 menntaskólanem- um á Sólrisuhátíð MÍ. Kenn- ararnir Arndís Björnsdóttir og Ingibjörg Ingadóttir fóru fyrir hópnum en Arndís hafði óskað eftir samstarfi við aðra norr- æna skóla síðasta vetur. Flestir nemanna eru á verk- námsbrautum og þótti þeim mikið til um aðstöðu kolleg- anna í menntaskólanum í Klippan en þar er afar full- kominn tækjabúnaður. Að auki var farið í heimsókn til stórfyrirtækisins Perstorp AB en þar starfa um 3.000 manns. Fyrirtækið rekur sinn eigin menntaskóla þar sem einungis 30 nemar eru teknir inn á hverju ári og er brottfall ekkert. Nemarnir sóttu margvíslega viðburði og skoðunarferðir ytra, m.a. var unnið í hópastarfi með Svíunum og skoðuð nátt- úran á Suður Skáni. Flogið var um Kaupmannahöfn og gafst nemunum kostur á að skoða höfuðborg Danaveldis í þrjá daga. Arndís segir ferðina hafa reynst mjög gagnlega og virk- að hvetjandi á dönskunámið. – kristinn@bb.is Arndís Björnsdóttir ásamt hluta hópsins í sænskum þjóðgarði. Ljósmyndir: Þorbjörn Jóhannsson. Kristján Helgi Jónsson, Friðrik Hagalín Smárason, Einar Jón Snorrason, Arnar Guð- mundsson og Almar Þór Ingason fyrir utan skólann í Klippan. Arnar Guðmundsson og Pétur Gestsson ræða við sænskar námsmeyjar. Sigríður María Gunnarsdóttir hjá Sól og fegurð Þekur bert hörund kvenna með leirvafningum þeim til heilsubótar Sigríður María Gunn- arsdóttir, eigandi Sól og fegurðar á Ísafirði, var með opið hús fyrir stuttu þar sem m.a. gat að líta spjaralitlar konur þekja sig leirvafningum í heilsubótarskyni. Í vafn- ingana er notaður leir úr Dauðahafinu og þykja þeir hafa mjög góð áhrif á æðakerfi líkamans og húð. Jafnvel eru dæmi um að þeir minnki mittis- málið verulega í einum tíma. Þó uppátækið virð- ist skondið frá „karllæg- um“ sjónarhóli gera já- kvæð áhrif vafninganna ekki upp á milli kynjanna. Fjölmargir gestir lögðu leið sína í Sól og fegurð til að kynna sér starfsemina. Auk leirvafninganna vin- sælu var boðið upp á kynningu á heilsuvörum, sogæðanuddi og sólar- bekkjum stofunnar. – kristinn@bb.is Leirvafningarnir þykja hafa undraverð áhrif. 47.PM5 18.4.2017, 13:0614

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.