Bæjarins besta - 26.11.2003, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2003 19Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is
Sælkerar vikunnar
er Guðmundur M. Kristjánsson,
hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar
„Dinner fyrir Dóru“
spurningin
Finnst þér tilstand
jólanna byrja of
snemma?
Alls svöruðu 423.
Já sögðu 303 eða 72%
Nei sögðu 108 eða 26%
Hef ekki skoðun sögðu
12 eða 3%
Netspurningin er birt viku-
lega á bb.is og þar geta les-
endur látið skoðun sína í
ljós. Aðeins er tekið við einu
svari frá hverri tölvu. Niður-
stöðurnar eru síðan birtar
hér.
Sýn: 30. nóvember kl. 15:55
Það er komið að risaslag Chelsea og Manchester United í
enska boltanum. Leikurinn fer fram á Stamford Bridge og
verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Sýn. Rauðu
djöflarnir hafa átt mikilli velgengni að fagna í úrvalsdeild-
inni undanfarin ár en nú hefur Chelsea burði til að gera
sömu hluti. Rússneskur milljarðamæringur keypti meiri-
hluta í félaginu og í kjölfarið var metfé varið til leikmanna-
kaupa. Cole, Duff, Mutu, Makelele, Bridge, Veron, Geremi
og Johnson eru meðal nýrra liðsmanna á Brúnni en þeir
hafa allir sett mark sitt á leiki Chelsea í vetur.
13.45 Enski boltinn. Bein útsending frá
leik Arsenal og Fulham.
15.55 Enski boltinn. Bein útsending frá
leik Chelsea og Manchester United.
18.00 NFL. Bein útsending frá leik St.
Louis Rams og Minnesota Vikings.
21.00 Boltinn með Guðna Bergs
22.30 UEFA Champions League
23.00 Enski boltinn
00.50 Dagskrárlok - Næturrásin
www.s1.is
Guðmundur varð við áskorun Halldóru Kristjánsdóttur,
mágkonu sinnar, og tileinkar henni þriggja rétta kvöldverðar-
máltíð fyrir tvo. Með forréttinum sem er kræklingur segist
Guðmundur bjóða upp á „Kaliforníu vín“, Kendall-Jackson,
Chardonnay og með aðalréttinum sem er lambasteik hefur
hann vín frá Spáni, Marques del Puerto Rioja Reserva.
Kræklingur í franskri sinnepssósu
Setjið rauðlauk og hvítlauk í pott og steikið létt í ólífuolíu.
Bætið við 1dl af hvítvíni og síðan 400 g kræklingi og setjið
lokið á. Best er að nota ferskan krækling en líka má nota fros-
inn. Þegar kræklingurinn hefur opnað sig er hann tekinn upp-
úr og soðið látið sjóða aðeins niður. Bætið við 1 msk af sætu
Dijon sinnepi, 1 msk af venjulegu Dijon sinnepi og 1dl af
rjóma. Látið þykkna aðeins.
Setjið kræklinginn á forréttardisk, hellið sósunni yfir og
stráið ferskri steinselju létt yfir. Gott er að hafa nýbakað
snittubrauð með.
Lambafile með sveppastilkasósu og döðlusalati
1 stk lítill lambahryggur
6 stk ferskir meðalstórir sveppir
200 g parísarkartöflur
1 poki af fersku grænmetissalati
Úrbeinið hrygginn og fituhreinsið. Mölbrjótið beinið eða
höggvið niður. Setjið stóran lauk, 5 kramin hvítlauksrif, 2-3
lárviðarlauf og 1 msk af svörtum pipar í pott með beinunum
og brúnið í lítilli olíu. Bætið út í hálfum lítra af vatni og sjóðið
í nokkra tíma eða þar til u.þ.b. 2 dl af soði eru eftir. Þegar búið
er að sigta það og fleyta fitunni ofan er eftir um 1 dl af soði.
Kryddið kjötið með nýmöluðum svörtum „Sarawak“ pipar
og snöggsteikið á vel heitri pönnu með lítilli olíu þar til það
léttbrúnast. Færið þá í 180°C heitan ofn í um 10 mín.
Takið stilkana úr sveppunum og setjið til hliðar. Fyllið
sveppahattinn með Camembert osti og setjið undir grill þar
til osturinn bráðnar í holuna.
Sveppastilkarnir eru fínsaxaðir og létt steiktir í smjöri.
Skvettið einföldum koníak yfir og kveikið í. Setjið soðið af
beinunum saman við ásamt örlitlum rjóma og sjóðið niður
þar til þykknar (ef ekki er nógur kraftur úr soðinu verður
maður að bjarga sér með kjötkrafti).
Brúnið kartöflur á hefðbundinn hátt
Salat
Skerið 10 döðlur og setjið í skál. Hrærið saman við 2 msk
af ólífu olíu og 2 msk af balsamik ediki ásamt hálfri tsk af
muldum svörtum pipar. Látið blönduna standa í fimmtán
mínútur og stráið henni síðan yfir gott salat.
Ís með perusósu
Flysjið og skerið í litla báta tvær ferskar perur og saxið 6
döðlur. Setjið 1 msk af smjöri á pönnu og léttsteikið döðlurnar
og perurnar. Stráið 2 msk af sykri yfir (má vera púðursykur),
skvettið einföldum koníak út á og flamberið. Setjið síðan
rjóma yfir og látið krauma létt eða þar til fer að þykkna og
hellið yfir ís.
Ég skora á Björgu systur mína í Bolungarvík að vera
næst.
Föstudagur 28. nóvember
17:30 Dr. Phil McGraw
18:30 Popppunktur (e) Spurninga- og
skemmtiþátturinn Popppunktur samein-
aði fjölskyldur landsins fyrir framan
viðtækin síðasta vetur. Þeir dr. Gunni og
Felix hafa setið sveittir við að búa til enn
fleiri og kvikindislegri spurningar sem
þeir ætla að leggja fyrir þá fjölmörgu
poppara sem ekki komust að í fyrra.
19:30 Malcolm in the Middle
20:00 Banzai
20:30 Family Guy. Teiknimyndasería
um xxx fjölskylduna sem á því láni að
fagna að hundurinn á heimilinu sér um
að halda velsæminu innan eðlilegra
marka...
21:00 Meet my Folks
22:00 Djúpa laugin. Undanfarin tvö ár
hefur verið auglýst eftir nýju umsjón-
arfólki hins sívinsæla stefnumótaþáttar
með frábærum árangri. Nokkur pör hafa
fengið að spreyta sig í beinni útsendingu
og í sumar brá svo við að ómögulegt var
að gera upp á milli þriggja efnilegra
stjórnenda! Það verða því þrír sundlaug-
arverðir sem skiptast á að stefna fólki á
óvissustefnumót í beinni útsendingu í
vetur og markmiðið er að búa til fleiri
börn!
23:00 Malcolm in the Middle (e)
23:30 The King of Queens (e) Doug
Heffermann sendibílstjóra sem þykir
fátt betra en að borða og horfa á sjón-
varpið með elskunni sinni verður fyrir
því óláni að fá tengdaföður sinn á heim-
ilið en sá gamli er uppátækjasamur með
afbrigðum og verður Doug að takast á
við afleiðingar uppátækjanna.
00:00 CSI: Miami (e) Í spennuþáttun-
um CSI: Miami er fylgst með réttarrann-
sóknardeild lögreglunnar í Miami, sem
undir forsæti Horatios Cane leysir erfið
og ógeðfelld mál.
00:50 Dragnet (e)
01:40 Dr. Phil McGraw (e)
Laugardagur 29. nóvember
12:30 Jay Leno (e)
13:15 Jay Leno (e)
14:00 Maður á mann (e) Sigmundur
Ernir Rúnarsson er einn reyndasti og
fjölæfasti fjölmiðlamaður landsins og
kemur sterkur til leiks á SKJÁEINUM.
Maður á mann er beinskeittur viðtals-
þáttur þar sem Sigmundur Ernir fær til
sín þjóðþekkta einstaklinga í ítarlega
yfirheyrslu um líf þeirra og störf, viðhorf
og skoðanir. Með hnitmiðuðum innslög-
um kafar hann dýpra en gert í ,,venjuleg-
um” viðtalsþáttum og sýnir áhorfendum
nýjar hliðar af gestum þáttarins með aðstoð
vina og fjölskyldu viðmælandans. Ekki
búast við drottningarviðtölum, silkihansk-
arnir verða hvergi sjáanlegir og Sigmundur
Ernir hvergi banginn.
15:00 Dragnet (e)
16:00 Djúpa laugin (e)
17:00 Survivor - Pearl Islands (e) Sjö-
unda þáttaröð hinna geysivinsælu veru-
leikaþátta SURVIVOR. Nú fer keppnin
fram á Pearl Islands, sem liggja utan við
Panama og stefnir í svakalega spennu.
18:00 Fólk – með Sirrý (e) Fólk með
Sirrý verður á sínum stað í vetur og fjöl-
breyttur sem aldrei fyrr. Þátturinn hefur
fest sig í sessi sem einn vinsælasti vett-
vangur líflegrar umræðu um málefni líð-
andi stundar, enda er Fólki ekkert mann-
legt óviðkomandi.
19:00 The Drew Carey Show (e). Magn-
aðir gamanþættir um Drew Carey sem
býr í Cleveland, vinnur í búð og á þrjá
furðulega vini og enn furðulegri óvini.
Klæðskiptingurinn bróðir hans gerir sitt
til að flækja líf Drews og vinnufélagarnir
ofækja hann, þó ekki að ósekju.
19:30 The King of Queens (e) Doug
Heffermann sendibílstjóra sem þykir fátt
betra en að borða og horfa á sjónvarpið
með elskunni sinni verður fyrir því óláni
að fá tengdaföður sinn á heimilið en sá
gamli er uppátækjasamur með afbrigðum
og verður Doug að takast á við afleiðingar
uppátækjanna.
20:00 Malcolm in the Middle
20:30 Everybody Loves Raymond
21:00 Popppunktur
22:00 Law & Order (e) Bandarískir
sakamálaþættir með New York sem sögu-
svið. Þættirnir eru tvískiptir; í fyrri hlut-
anum er fylgst með lögreglumönnum
við rannsókn mála og er þar hinn gamal-
reyndi Lennie Briscoe fremstur í flokki
en seinni hlutinn er lagður undir réttar-
höld þar sem hinir meintu sakamenn eru
sóttir til saka af einvalaliði saksóknara
en oft gengur jafn brösuglega að koma
hinum grunuðu í fangelsi og að handsama
þá.
22:50 The Bachelor 3 (e) Sjarmatröllið
og ástarpungurinn Andrew Firestone er
þriðji piparsveinninn til að leita sér kvon-
fangs í beinni útsendingu. Andrew er
hinn álitlegasti sveinn og á í mesta basli
við að gera upp hug sinn til þeirra 25
kvenna sem girnast hann og hjólbarða-
auðinn.
23:40 Meet my Folks (e)
00:30 Keen Eddie (e) Spæjarinn Eddie
er gerður útlægur frá starfi sínu í Banda-
ríkjunum og sendur í til starfa í Bretlandi.
Þar lendir hann í hremmingum af ýmsum
toga og fær tækifæri til að sína ótvíræða
hæfileika sína til rannsóknarstarfa.
Bandarísk spenna og breskur húmor!
Sunnudagur 30. nóvember
12:30 Jay Leno (e)
13:15 Jay Leno (e)
14:00 Dateline (e) Dateline er marg-
verðlaunaður, fréttaskýringaþáttur á dag-
skrá NBC sjónvarpsstöðvarinnar í
Bandaríkjunum. Þættirnir hafa unnið til
fjölda viðurkenninga og eru nær alltaf á
topp 20 listanum í Bandaríkjunum yfir
áhorf í sjónvarpi. Stjórnendur þáttarins
eru allir mjög þekktir og virtir fréttamenn
eins og Tom Brokaw, Stone Phillips og
Maria Shriver.
15:00 Queer eye for the Straight Guy
Samkynhneigðar tískulöggur gefa
einhleypum, gangkynhneigðum körlum
góð ráð um hvernig þeir megi ganga í
augun á hinu kyninu...
16:00 Judging Amy (e) Hinir vinsælu
þættir um fjölskyldumáladómarann
Amy Gray og við fáum að njóta þess að
sjá Amy, Maxine, Peter og Vincent kljást
við margháttuð vandamál í bæði starfi
og leik.
17:00 Innlit/útlit (e) Innlit/útlit þarf
vart að kynna. Þátturinn hefur nú göngu
sína 5. árið í röð og ekkert lát er á vin-
sældum hans. Vala Matt hefur með að-
stoð valinkunnra fagurkera frætt íslenska
sjónvarpsáhorfendur um nýjustu strau-
ma og stefnur í hönnun og arkitektúr,
farið í heimsóknir inn á heimili af öllum
stærðum og gerðum og spjallað við
hönnuði og hugmyndasmiði.
18:00 The Bachelor 3 (e) Sjarmatröllið
og ástarpungurinn Andrew Firestone er
þriðji piparsveinninn til að leita sér
kvonfangs í beinni útsendingu. Andrew
er hinn álitlegasti sveinn og á í mesta
basli við að gera upp hug sinn til þeirra
25 kvenna sem girnast hann og hjól-
barðaauðinn.
19:00 Still Standing (e) Miller fjöl-
skyldan veit sem er að rokkið blífur,
líka á börnin. Sprenghlægilegir gaman-
þættir um fjölskyldu sem stendur í þeirri
trú að hún sé ósköp venjuleg, þrátt fyrir
ótal vísbendingar umhverfisins um allt
annað.
19:30 Malcolm in the Middle (e)
20:00 Keen Eddie. Spæjarinn Eddie
er gerður útlægur frá starfi sínu í Banda-
ríkjunum og sendur í til starfa í Bretlandi.
Þar lendir hann í hremmingum af ýmsum
toga og fær tækifæri til að sína ótvíræða
hæfileika sína til rannsóknarstarfa.
Bandarísk spenna og breskur húmor!
21:00 The Practice. Margverðlaunað
lagadrama framleitt af David E. Kelley
sem fjallar um líf og störf verjendanna á
stofunni Donnell, Young, Dole & Fruitt
og andstæðing þeirra saksóknarann
Helen Gamble sem er jafn umfram um
að koma skjólstæðingum verjendanna í
fangelsi og þeim er að hindra það.
22:00 Maður á mann. Sigmundur Ern-
ir Rúnarsson er einn reyndasti og fjöl-
hæfasti fjölmiðlamaður landsins og
kemur sterkur til leiks á SKJÁEINUM.
Maður á mann er beinskeittur viðtals-
þáttur þar sem Sigmundur Ernir fær til
sín þjóðþekkta einstaklinga í ítarlega
yfirheyrslu um líf þeirra og störf, viðhorf
og skoðanir. Með hnitmiðuðum innslög-
um kafar hann dýpra en gert í ,,venjuleg-
um” viðtalsþáttum og sýnir áhorfendum
nýjar hliðar af gestum þáttarins með að-
stoð vina og fjölskyldu viðmælandans.
Ekki búast við drottningarviðtölum,
silkihanskarnir verða hvergi sjáanlegir og
Sigmundur Ernir hvergi banginn.
22:50 Popppunktur (e) Spurninga- og
skemmtiþátturinn Popppunktur sameinaði
fjölskyldur landsins fyrir framan viðtækin
síðasta vetur. Þeir dr. Gunni og Felix hafa
setið sveittir við að búa til enn fleiri og
kvikindislegri spurningar sem þeir ætla
að leggja fyrir þá fjölmörgu poppara sem
ekki komust að í fyrra. Bryddað verður
upp á ýmsum nýjum og umhverfið ,,popp-
að” upp. Það má búast við gríðarlegri
spennu í vetur.
23:50 Family Guy (e)
00:20 Banzai (e)
47.PM5 18.4.2017, 13:0619