Bæjarins besta - 26.11.2003, Page 20
ÓHÁÐ Á V E S T F J Ö R Ð U MFRÉTTABLAÐ
Stofnað 14. nóvember 1984• Sími 456 4560 •Fax 456 4564 • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 250 m/vsk
Bolungarvíkurkaupstaður
skuldar mest vestfirskra sveit-
arfélaga á hvern íbúa eða 687
þúsund krónur. Íbúar í Brodda-
neshreppi eiga hins vegar í
handraðanum 772 þúsund
krónur fyrir hvern þeirra. Ef
byggt er á upplýsingum úr ár-
bók sveitarfélaga voru nettó-
skuldir vestfirskra sveitarfé-
laga á hvern íbúa mjög mis-
jafnar um síðustu áramót. Með
nettóskuldum er átt við heild-
arskuldir sveitarfélagsins og
stofnana þess að frádregnum
veltufjármunum sem eru um-
talsverðir hjá flestum þeirra
vegna sölunnar á Orkubúinu.
Súðvíkingar koma næstir á
eftir Bolvíkingum með 547
þúsund króna skuld á mann.
Hjá Ísafjarðarbæ eru skuldir-
nar 518 þúsund krónur á mann,
í Vesturbyggð 486 þúsund á
mann, Hólmvíkingar skulda
302 þúsund krónur á mann og
íbúar í Reykhólahreppi skulda
111 þúsund krónur á mann.
Nokkur sveitarfélög eru með
jákvæða stöðu. Best er staðan
í Broddaneshreppi eins go áður
sagði en í Bæjarhreppi er talan
602 þúsund krónur. Í Árnes-
hreppi er staðan jákvæð um
492 þúsund krónur og í Kaldr-
ananeshreppi er talan 230 þús-
und krónur á hvert mannsbarn.
Til samanburðar má nefna
að skuldir á Akranesi eru 331
þúsund krónur á mann, í
Skagafirði eru skuldir 533 þús-
und og Fjarðabyggð 716 þús-
und krónur. Akureyri skuldar
570 þúsund fyrir hvern íbúa
og höfuðborgarbúar skulda
hver um sig 599 þúsund krón-
ur. Það skal ítrekað að skulda-
tölur vestfirskra sveitarfélaga
eru eftir að sala Orkubús Vest-
fjarða fór fram. – hj@bb.is
Broddanes á digrasta sjóðinn
Bolungarvík skuldar mest á hvern íbúa samkvæmt nýútkominni árbók sveitarfélaga
Vestfirðingar eiga að meðaltali færri bíla en aðrir landsmenn
Hlutfallslega fæstir
bílar í Ísafjarðarbæ
Ökutækjaeign Vestfirðinga
var minni en á landsvísu á
síðasta ári samkvæmt Lands-
högum Hagstofu Íslands.
Landsmenn eiga að jafnaði
637 ökutæki á hverja 1.000
íbúa en á Vestfjörðum eru 594
ökutæki fyrir sama fjölda.
Svæðisútvarpið greindi frá
þessu. Ef fólksbílaeign er
skoðuð eru þeir 509 fyrir
hverja 1.000 Vestfirðinga en
landsmeðaltalið er 561 bíll.
Þegar kemur að vörubílum eru
íbúar fjórðungsins hins vegar
vel yfir meðaltali og eiga 38
bíla meðan meðaltalið er 27.
Ef litið er til einstaka sveitar-
félaga á Vestfjörðum eru hlut-
fallslega fæstir bílar í Ísafjarð-
arbæ en þar eru 467 fólksbílar
og 23 vörubílar fyrir hverja
1.000 íbúa. Í Bolungarvík eru
fólksbílarnir 469 og vörubíl-
arnir 43 en í Vesturbyggð eru
537 fólksbílar og 48 vörubílar
að baki sama íbúafjölda.
Íbúar Vesturbyggðar eru því
vel yfir landsmeðaltali í fólks-
og vörubílaeign, meðan Bol-
víkingar komast yfir meðaltal
í vörubílaeign og íbúar Ísa-
fjarðarbæjar liggja undir með-
altali í báðum flokkum. Ef litið
er til samanlagðrar bílaeignar
íbúa annarra sveitarfélaga á
Vestfjörðum þá er hún lang-
mest í fjórðungnum eða 584
fólksbílar á hverja 1.000 íbúa
og 58 vörubílar. – kristinn@bb.is Nýir bílar á leiðinni til Ísafjarðar.
Betur fór en á horfðist
þegar jepplingur valt kl.
7:30 á laugardagsmorgun
með fimm manns í.
Óhappið varð við Tungu-
dalsafleggjara nálægt
gangamunna Vestfjarða-
ganganna í Skutulsfirði.
Að sögn varðstjóra hjá
lögreglunni á Ísafirði urðu
engin slys á fólki en bif-
reiðin, sem talið er að hafi
oltið vegna hálku, er eitt-
hvað skemmd.
Bílvelta
við göngin
VestfirðirÍslandspóstur tekur í notkun nýja póstafgreiðslu í verslunarmiðstöðinni Neista á Ísafirði
Opnuð með „íslensku aðferðinni“
Ný póstafgreiðsla Íslandspósts í
verslunarmiðstöðinni Neista á Ísa-
firði var tekin í notkun kl. 9 á
föstudag með því að starfsstúlkur
póstsins afgreiddu fyrsta viðskipta-
vininn.
Forsvarsmenn Íslandspósts
höfðu sagst gera ráð fyrir að póst-
afgreiðslan yrði opnuð með „ís-
lensku aðferðinni“ og varð það
raunin enda voru iðnaðarmenn á
staðnum fram að opnun. Ragnheið-
ur Baldursdóttir hjá Íslandspósti á
Ísafirði, segir starfsmönnum lítast
vel á sig í Neista þó enn séu ekki
allir innanstokksmunir komnir á
sinn stað.
„Þetta er alveg að falla í liðinn
hjá okkur en vinnuaðstaðan verður
miklu þægilegri“, sagði Ragnheið-
ur.
Ágúst Gíslason, annar eigandi
fasteignafélagsins Apto, afhenti
Einari Þorsteinssyni, forstjóra Ís-
landspósts hin nýju húsakynni við
formlega athöfn í hádeginu á föstu-
dag. – kristinn@bb.is Einar Þorsteinsson forstjóri Íslandspósts og Ágúst Gíslason annar eigandi fasteignafélagsins Apto ehf.
47.PM5 18.4.2017, 13:0620