Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.01.2002, Side 1

Bæjarins besta - 09.01.2002, Side 1
Miðvikudagur 9. janúar 2002 • 2. tbl. • 19. árg. ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984 • Sími 456 4560 • Fax 456 4564 • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 200 m/vsk Virkjunarframkvæmdir í botni Súgandafjarðar ganga vel Vélarsamstæðan í virkj- un Dalsorku sett upp Virkjunarframkvæmdir í botni Súgandafjarðar ganga vel og stefnt er að því að Dals- orka gangsetji hina nýju vatns- aflvirkjun í lok mánaðarins. Rafstöðvarhúsið er tilbúið og sömuleiðis tveggja km löng aðfallslögn sem liggur að því. Á föstudag kom svo véla- samstæðan vestur en hún er keypt frá Austurríki og saman- stendur m.a. af sambyggðri túrbínu og rafali auk spennis. Var samstæðan flutt með skipi til landsins en síðan keyrð á tengivagni vestur í Súganda- fjörð. Nokkurn tíma tekur setja vélarnar upp og tengja þær en stefnan er að ljúka því fyrir næstu mánaðarmót. Gert er ráð fyrir að fram- leiðslugeta virkjunarinnar verði frá 220 kW til 500 kW og fer það eftir vatnsrennslinu á hverjum tíma en vatnið er fengið úr Botnsá og Vest- fjarðagöngunum. Inntakið er rétt neðan við gangamunnann og fallhæðin er 138 metrar. Á næstu tveimur árum er stefnt að því að virkja rennsli Þverár og verður henni beint í sömu inntakslögn. Stofnkostnaður við þessar framkvæmdir er um 43 milljónir króna. Vélasamstæðan við virkjunarhúsið. Skip Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf., komu með 12.019 tonn að landi á síðasta ári Aflaverðmætið um 1.772 milljónir Skip Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf., í Hnífsdal komu með 12.019 tonn að landi á síðasta ári að verð- mæti um 1.772 milljónir króna. Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS kom með 4.860 tonn að landi að verðmæti um 1.100 millj- ónir króna (cif), Páll Pálsson ÍS kom með 3.726 tonn að verðmæti um 360 milljónir króna og Stefnir ÍS kom með 1.357 tonn að verð- mæti um 124 milljónir króna. Andey ÍS kom næst með 964 tonn að verðmæti um 91 milljón króna, þá Framnes með 723 tonn að verðmæti um 68 milljónir króna, Bára ÍS kom með 194 tonn að verðmæti um 14 milljónir króna og Örn ÍS kom með 195 tonn að verð- mæti um 14 milljónir króna. Júlíus Geirmundsson var um hálfan mánuð í slipp á síðasta ári þar sem settar voru í skipið nýjar togvindur. Uppi- staðan í afla Júlíusar var þorskur og grálúða. Uppistað- an í afla ísfisktogarans Páls Pálssonar var þorskur sem að stærstum hluta fór til vinnslu í frystihúsi félagsins í Hnífs- dal. Stefnir var á bolfiskveið- um fyrri hluta ársins þar sem aflinn var að mestu steinbítur, þorskur og ýsa. Eftir verkfall fór hann síðan á rækjuveiðar. Stefnir var í slipp í um mán- aðartíma á árinu. Andey var á rækjuveiðum allt árið og sömuleiðis Framnes utan 2ja mánaða er skipið var í stálviðgerðum í Póllandi. Páll Pálsson ÍS kom með 3.726 tonn að landi á síðasta ári að verðmæti um 360 milljónir króna.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.