Bæjarins besta - 09.01.2002, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002
Stakkur skrifar
Áfall á Þingeyri Netspurningin
Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls
ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt.
Netspurningin er birt viku-
lega á bb.is og þar geta
lesendur látið skoðun sína
í ljós. Aðeins er tekið við
einu svari frá hverri tölvu.
Niðurstöðurnar eru síðan
birtar hér.
Spurt var:
Var árið 2001
þér og þínum
eins gott og þú
hafðir vænst?
Alls svöruðu 450.
Já sögðu 255 eða 56,67%
Nei sögðu 141 eða 31,33%
Miklu betra sögðu
54 eða 12,00%
Kirkjuskólinn
á Ísafirði
byrjar á laug-
ardaginn kl.
11:00.
Ísafjarðarkirkja.
GRUNNSKÓLINN Á ÍSAFIRÐI
Óskum eftir að ráða satrfsfólk til eftir-
talinna starfa nú þegar:
Stuðningsfulltrúa í 70% starf. Um
er að ræða aðstoð inni í bekk og önnur
skyld verkefni.
Leiðbeinanda í 35% starf. Um er að
ræða aðstoð við nemanda á unglinga-
stigi, bæði í og utan kennslustunda.
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri,
Kristinn Breiðfj. Guðmundsson.
Skólastjóri.
Kirkjuskólinn
í Hnífsdal
byrjar á
sunnudaginn
kl. 13:00.
Hnífsdalskapella.
Áskriftarsíminn er 456 4560
Tölvuþjónustan Snerpa ehf. á Ísafirði
Nýtt „veiruþvottahús“
Fjölmargar nýjar tölvuveir-
ur skutu upp kollinum á ný-
liðnu ári. Code Red tölvuorm-
urinn og frændi hans Sircam
birtust og fór sá síðarnefndi
að dreifa m.a. bankayfirlitum
og fundargerðum fram og til
baka í tölvupósti. Í framhaldi
af því var ákveðið hjá Tölvu-
þjónustunni Snerpu á Ísafirði
að stíga veiruvarnaskrefið til
fulls og koma upp póstkerfi
sem gæti hreinsað allan póst.
Fram að því hafði Snerpa ein-
ungis haft búnað til að skanna
póst og aðvara notendur þegar
slíkt fannst og sérsmíða varð
hreinsunartól fyrir hættuleg-
ustu tegundirnar.
Vinnu við nýtt „veiru-
þvottahús“ lauk skömmu fyrir
jól og er það nú komið í gagn-
ið. Ein nýjungin er að nú er
einnig hægt að þvo póst sem
fer áfram á önnur pósthús
þannig að stærri fyrirtæki sem
hafa eigin netpósthús eru nú
einnig varin gegn tölvuveir-
um.
Snerpa endurnýjaði fram-
leiðslu- og endursölusamning
við Kaspersky Labs um veiru-
varnaforritið Kaspersky Anti-
virus í haust en áður hafði
forritið verið selt undir vöru-
merkinu AVP. Í kjölfarið sló
Snerpa öll fyrri sölumet sín
hjá Kaspersky og seldi mikinn
fjölda veiruvarnaforrita bæði
hér vestra og annars staðar.
Sjálfstæðisfélögin í Ísafjarðarbæ
Framboðsfrestur vegna
prófkjörs framlengdur
Stjórn Fulltrúarráðs sjálf-
stæðisfélaganna í Ísafjarðar-
bæ hefur að höfðu samráði
við kjörnefnd ákveðið að
framlengja framboðsfrest
vegna fyrirhugað prófkjörs til
þriðjudagsins 15. janúar kl.
20. Upphaflega rann fram-
boðsfrestur vegna prófkjörs-
ins út sl. fimmtudagskvöld.
Unnur Brá, formaður Full-
trúaráðs sjálfstæðisfélaganna
í Ísafjarðarbæ, segir að það
hafi verið ákveðið að lengja
frestinn til að láta reyna á það
að fá fleiri nöfn inn.
„Samkvæmt reglum skulu
vera minnst tíu í framboði, en
kjörnefndin hefur einnig
heimild til að bæta inn nöfn-
um. Það voru færri en tíu sem
skiluðu inn framboði,“ sagði
Unnur Brá Konráðsdóttir, for-
maður fulltrúaráðs.
Krabbameinsfélagið Sigurvon á norðanverðum Vestfjörðum
Efnt til fundar um stofnun stuðn-
ingshópa krabbameinssjúkra
Fundur um stofnun stuðn-
ingshópa á vegum Krabba-
meinsfélagsins Sigurvonar á
norðanverðum Vestfjörðum
verður fimmtudaginn 10. jan-
úar kl. 20 í Kiwanishúsinu á
Ísafirði. Hildur Björk Hilm-
arsdóttir, formaður stuðnings-
félagsins Krafts og starfsmað-
ur Krabbameinsfélags Ís-
lands, flytur erindi um gildi
og starfsemi stuðningshópa.
Hún mun einnig svara fyrir-
spurnum varðandi stuðnings-
hópa og starfsemi þeirra og
Krabbameinsfélagsins.
Fyrirhugað er að stofna
stuðningshópa og stuðnings-
félag Sigurvonar. Allir eru
hvattir til að mæta, ungir sem
aldnir, og hlusta á mjög áhuga-
vert erindi. Félagið vill jafn-
framt minna á heimasíðuna
sína www.krabb.is/sigurvon. Frá stofnfundi Krabbameinsfélagsins Sigurvonar.
Hinn hörmulegi eldsvoði á Þingeyri aðfararnótt síðasta föstudags er mönnum
ofarlega í huga. Það er hræðilegt áfall fyrir þorp eins og Þingeyri að missa með
svo sviplegum hætti ung hjón og son þeirra. Eftir lifir annar sonur þeirra, sem
misst hefur móður, föður og bróður. Aðstandendum er vottuð hin dýpsta sam-
úð.
Atburður þessi vekur athygli á því hve allir eru tengdir fyrir skyldleika,
mægðir eða einfaldlega vegna vináttu og kunningsskapar. Þess háttar náin
tengsl eru meðal helstu kosta smárra samfélaga. Því meiri er sorgin og
söknuðurinn er vá ber að dyrum. En söknuður og sorg nær
einnig til íbúa Ísafjarðarbæjar alls og reyndar skapast sterk
samkennd með Vestfirðingum, sem hafa á undanförnum árum
mátt glíma við hamfarir náttúrunnar, sjóslys og slysfarir á
landi sem kost-að hafa mannslíf.
Tímans þunga hjóli verður ekki snúið við. Til baka verður ekki komist. Í
upphafi árs er venjan að líta fram á veginn með von í hjarta og öll óskum við
okkur og okkar nánustu góðs á árinu. Þingeyringar eiga nú við mikla sorg að
glíma. Athygli vekur hve fast og ákveðið tekið hefur verið á málum með sam-
verustundum, sem sóknarprestur og læknir hafa komið að. Áður fyrri báru
menn sorg sína í hljóði og alla jafna einir. Nú ríkir skilningur á nauðsyn þess að
unnið sé úr sorginni með þeim hætti að viðkomandi séu færir um að takast á við
lífið þrátt fyrir áföll og geti jafnframt dregið af þeim lærdóm og öðlast þroska.
Niðurstaða rannsóknar lögreglunnar á Ísafirði á upptökum eldsins liggur nú
fyrir. Naut hún aðstoðar tveggja sérfræðinga frá ríkislögreglustjóra og eins frá
rafmagnsöryggisdeild Löggildingarstofu. Eldsupptök voru talin stafa frá logandi
kertaskreytingu. Ekki mun hafa verið reykskynjari í íbúðinni.
Ljóst má vera að maðurinn bjargaði lífi eldra sonar þeirra hjóna með snarræði
og hetjulund. En því miður tókst það ekki í seinna skiptið og eftir stendur
sorgin. Þessi hörmulegi atburður leiðir hugann að framtíðinni og því sem unnt
er að gera til að fyrirbyggja að viðlíka atburðir endurtaki sig í einni eða annarri
mynd. Því miður er það allt of algengt að gleymist að hyggja
að forvörnum á heimilum. Það er því mið-ur svo að varnir
heimilisins sitja á hakanum. Því er nauðsynlegt að breyta og
virkja áhugamenn um úrbætur. Þrátt fyrir allt er það staðreynd
að mjög mörg slys verða á heimilum fólks, en þar eð allt er heimilisfólki kunn-
uglegt hættir okkur of mörgum til að gleyma því að vera búin undir hið óvænta.
Fæstir eiga von á því að slys hendi inni á heimilinu. Á flestum heimilum
sleppa heimilismenn ótrúlega vel og fólk er fljótt að gleyma. Þessa staðreynd
ber að hafa í huga. Forvarnir á heimilum eru mikið nauðsynjamál. Hinn hörmu-
legi atburður á Þingeyri minnir okkur á þá staðreynd, að aldrei er of varlega
farið á þeim vettvangi sem flestir verja drýgstum tíma, heimilinu. Blessuð sé
minning ungu hjónanna og sonar þeirra.