Bæjarins besta - 28.03.2001, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001
Hefur eiginlega aldrei
farið úr Fjarðarstrætinu
– spjall við Fylki Ágústsson á Ísafirði, fyrrum sundkappa og núverandi bókara, ræðismann og ferðaskrifstofurekanda á Netinu
Fylkir Ágústsson er merkilegur fyrir margra
hluta sakir. Á árum áður var hann einn mesti
sundgarpur Íslendinga, en hann var Íslands-
meistari þrjú ár í röð. Lengst af hefur hann
unnið sem bókari, bæði sem launamaður hjá
fyrirtæki og sem sjálfstæður atvinnurekandi.
Hann var eitt ár í lýðháskóla í Danmörku. Það
var á þeim tíma þegar erfitt var að komast á
milli landa og sjaldgæft að menn færu utan í
slík ævintýri. Hann hefur gegnt stöðu ræðis-
manns Danmerkur á Ísafirði í hartnær tíu ár og
hefur þrisvar hitt Margréti Danadrottningu,
tvisvar á Íslandi og einu sinni í Danmörku.
Fylkir hefur rekið ferðaskrifstofu á Netinu í
nokkurn tíma og þó að hann hafi leyfi til að
selja ferðir hvert sem er, þá vill hann sérhæfa
sig í ferðum um Danmörku.
Ætlar ekki
ofar í götuna
Fylkir fæddist á Ísafirði og
ólst þar upp. „Ég hef eiginlega
aldrei farið úr Fjarðarstrætinu.
Foreldrar mínir bjuggu í núm-
er 11. Þegar ég komst til vits
og ára keypti ég húsið að
Fjarðarstræti 13 og bjó í því
um tíma en er nú kominn í
númer 15. Ofar í götuna ætla
ég ekki.
Ég bjó reyndar í miðbænum
í einhvern tíma í millitíðinni,
en það er ekkert til að tala um.
Ég hef alla mína ævi búið á
Ísafirði, fyrir utan þetta eina
ár sem ég bjó í Danmörku.“
Komst að því að Danir
kunnu ekki dönsku
Fylkir hafði aldrei farið til
útlanda þegar hann fór í lýð-
háskóla í Danmörku. „Ég
hafði farið einu sinni eða
tvisvar til Reykjavíkur. Á
þessum tíma, um 1960, voru
samgöngurnar ekki líkar því
sem er í dag. Flug var rándýr
ferðamáti og það var eingöngu
á færi efnuðustu manna að
fljúga á milli landa.
Ég fór því með Gullfossi til
Danmerkur. Siglt var á tveggja
vikna fresti og þurfti ég að
velja hvort ég vildi mæta viku
of snemma eða viku of seint í
skólann. Ég valdi að mæta
viku of snemma og fékk vinnu
við að rækta grænmeti og tína
ávexti. Ég vann með hollensk-
um strák sem ætlaði líka í
lýðháskólann. Við áttum eftir
að verða miklir vinir þá um
veturinn.
Ég komst fljótlega að því
að Danir kunnu ekki dönsku.
Í það minnsta kunnu þeir ekki
þá „Andrésar Andar“ dönsku
sem ég hafði lært á Íslandi.
Það tók mig nokkurn tíma að
venjast talsmátanum hjá
þeim, en það kom þó allt á
endanum.“
Langur ferill í pappír
Fylkir hefur unnið sem bók-
ari lengst af. „Þetta er orðinn
nokkuð langur ferill í pappír.
Ég vann hjá Skipasmíðastöð-
inni í tæp tuttugu ár. Svo hef
ég verið með sjálfstæða bók-
haldsþjónustu í um fimmtán
ár. Ég var reyndar byrjaður að
vinna nokkuð sjálfstætt þegar
ég var hjá Skipasmíðastöð-
inni, hjálpaði mönnum með
framtöl og slíkt.
Það er alltaf nóg að gera í
þessum bransa. Reyndar hafa
breytingarnar orðið miklar
með framförum í tölvu- og
internettækni. Nú eru skatt-
framtölin komin á netið og öll
vinnsla orðin þægilegri. Þetta
gerir það að verkum að fólk
þarf kannski ekki eins mikið
á bókara að halda eins og áður.
Þrátt fyrir þetta er alltaf nóg
að gera.“
Færeyskir sjómenn
voru lítið að slást
Áður en Fylkir varð ræðis-
maður Dana á Ísafirði hafði
hann aðstoðað forvera sinn,
Ruth Tryggvason, í nokkur ár.
„Eins og menn muna eflaust
eftir, var mikið um komur fær-
eyskra togara til Ísafjarðar á
níunda áratugnum. Þá var
mikið að gera hjá ræðismanni.
Hans hlutverk er að aðstoða
danska ríkisborgara ef eitt-
hvað kemur upp á, hvort sem
það er skemmtilegt eða leiðin-
legt. Ég man í svipinn ekki
eftir neinu atviki þar sem lög-
regla kom við sögu. Það var
ekki mikið um að færeyskir
sjómenn væru að slást á böll-
um, eins og títt var með hina
bresku.
Þegar Ruth hætti sem ræðis-
maður, hafði danski sendiherr-
an samband við mig og bað
mig um að taka við. Þetta var
um 1990 og töluvert farið að
hægjast um í starfinu. Ég tók
þetta að mér og hef verið í
þessu síðan.
Það sem ég hef verið að
gera í þessu embætti er að
aðstoða menn ef þá vanhagar
um eitthvað, hversu smávægi-
legt sem það er. Stundum er
maður bara túlkur, stundum
eitthvað meira. Ég hef verið
að aðstoða menn við að koma
peningum í gegnum banka-
kerfið, redda mönnum flugfari
til og frá Íslandi og svo fram-
vegis. Stundum hefur verið
lítið að gera og stundum mik-
ið. Mest var að gera þegar
kviknaði í færeyskum togara
hér í höfninni. Það fóru fleiri
dagar í að snúast í kringum
það mál.“
Flestir hefðu sjálf-
sagt orðið sárhentir
Það verður ekki sagt annað
en að Danadrottning verðlauni
sína ræðismenn. „Á nokkurra
ára fresti eru allir ræðismenn
danska ríkisins, alls um 350
talsins, kallaðir til Danmerkur.
Þar eru þeir í heila viku, ferð-
ast og fræðast, sækja nám-
skeið og matarboð og heim-
sækja drottninguna.
Ég fór í eina slíka ferð árið
1996. Við vorum í þrjá daga í
kringum Kaupmannahöfn,
einn dag í heimsókn hjá
drottningunni og tvo daga í
heimsóknum hér og þar. Síðan
var mönnum boðið að velja
um tveggja daga ferð um Dan-
mörku. Farið var með okkur
um Jótland, Fjón eða hvert
sem við vildum fara.
Alls voru hátt í þúsund
manns í ferðinni. Það kom
mér mjög á óvart að þegar við
hittum drottninguna, þá tóku
hún og eiginmaður hennar í
höndina á hverjum einasta
manni. Venjulegur maður
hefði sjálfsagt orðið sárhentur
eftir slíkt en drottningin er
ýmsu vön.“
Bílaleiga fyrir
útlendinga
Hvernig kom það til að
Fylkir fór að reka ferðaskrif-
stofu? „Ég komst á sínum tíma
í samband við bílaleigu í Es-
bjerg sem leigir eingöngu til
útlendinga eða manna sem bú-
settir eru utan Danmerkur.
Með því er hægt að kaupa
bílana skattfrjálsa og leigja
þá út á töluvert lægra verði en
gengur og gerist. Ekki er
heimilt að leigja þessa bíla til
manna sem búsettir eru í Dan-
mörku, hvort sem þeir eru
danskir ríkisborgarar eða ís-
lenskir. Hins vegar má leigja
bílana dönskum ríkisborgur-
um sem búsettir eru annars
staðar, til dæmis á Íslandi.
Ég gerðist umboðsmaður
fyrir þessa bílaleigu og gekk
nokkuð vel. Eftir nokkur ár
var fólk farið að óska eftir
meiri og meiri þjónustu, vildi
geta pantað sumarhús og slíkt
í gegnum mig. Ég ákvað því
að aðstoða fólk við þetta. Þá
þurfti ég að stofna ferðaþjón-
ustu og fá tilskilin leyfi. Ég
mátti vera umboðsmaður fyrir
bílaleigu, en ef ég fór að selja
gistingu, þá þurfti ég sérstakt
leyfi.“
Ferðaþjónustan átti
að vera aukagrein
Fylkir sótti um og fékk
leyfið og fór að reka ferða-
skrifstofu. „Ég gerðist um-
boðsmaður fyrir DanCenter
a.s. sem sér um leigu á sum-
arhúsum í Danmörku. Þeir
gefa út gríðarmikla vörulista
yfir öll þau sumarhús sem þeir
bjóða. Fyrst eftir að ég fór að
leigja út húsin fékk ég heilu
vörubrettin af þessum listum
og var að dreifa þeim út um
allt. Ég vildi gera þetta á hag-
kvæmari máta og kom því upp
heimasíðu, www.fylkir.is. Þar
getur fólk skoðað og pantað
hús. Fyrir þá sem ekki eru
nettengdir er ennþá hægt að
fá þessa lista til að skoða.
Ég ætlaði ferðaþjónustunni
að vera aukabúgrein. Fljótlega
varð þó ljóst að þetta yrði
meira en ég bjóst við. Nú er
svo komið að þetta er miklu
stærri hluti af starfseminni en
mig óraði nokkurn tímann
fyrir. Aðallega er það vegna
þess að flugfargjöld til Dan-
merkur hafa lækkað mjög
mikið. Einnig hafa ferðir orðið
tíðari og allt hefur þetta orðið
til þess að umsvifin hjá mér
hafa stóraukist, bæði í leigu á
bílum og sumarhúsum.“
Danskur leigubíl-
stjóri spurði til vegar
„Það munar töluvert miklu
í verði hjá þessari útlendinga-
leigu og öðrum bílaleigum.
Það hefur komið fyrir að Ís-
lendingar sem staddir eru í
Danmörku hafa hringt í mig
og pantað bíl, enda er það
ódýrasti kosturinn.
Það gerðist líka einu sinni
að danskur leigubílstjóri
hringdi í mig frá Kaupmanna-
höfn til að spyrja til vegar.
Hann var þá með Íslending í
bílnum sem pantað hafði hótel
í gegnum mig. Leigubílstjór-
inn kannaðist ekki alveg við
staðsetninguna á hótelinu en
ég gat lóðsað hann um öng-
stræti Kaupmannahafnar.“
Æfingarnar voru
algjör leikaraskapur
Fylkir æfði sund og náði
13.PM5 19.4.2017, 09:266