Bæjarins besta - 28.03.2001, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2001 9
Forseti Íslands heimsótti Þróunarsetur Vestfjarða
Óskaði eftir að fá að kynna
sér frumkvöðlastarfið
Forseti Íslands notaði
ferðina á æskuslóðirnar á
Ísafirði, þegar hann heim-
sótti Þjóðahátíð Vestfirð-
inga, og leit inn á nokkrum
öðrum stöðum. Sérstaklega
óskaði hann eftir því að fá
að koma í heimsókn í
Þróunarsetur Vestfjarða og
kynna sér þá vinnu sem þar
er unnin. Var þar vel tekið á
móti honum og Dorrit og
Páli Péturssyni félagsmála-
ráðherra, sem einnig var
með í för.
Forsetinn fékk kynningar-
efni um starfsemina og
fleira til fróðleiks og minja.
Hann lét í ljós ánægju með
það frumkvæði og frum-
kvöðlastarf, sem þar á sér
stað í málefnum fjórðungs-
ins. Jafnframt gat hann þess,
að fyrir nærri þremur ára-
tugum hefði hann ásamt
fleiri mönnum unnið að
hugmyndum um framtíðar-
skipulag Ísafjarðarkaupstað-
ar. Honum hefði aftur á móti
ekki komið í hug á þeim
tíma starfsemi á borð við þá
sem nú fer fram í Þróunar-
setri Vestfjarða á Ísafirði.
Ljósmyndari blaðsins
fylgdist með heimsókn
forsetans í Þróunarsetrið.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og heitkona hans Dorrit Moussaieff heimsóttu
m.a. Dorothee Lubecki ferðamálafulltrúa Vestfjarða.
Dorrit og Ólafur Ragnar smökkuðu á þeim réttum sem í
boði voru í heimsókninni í Þróunarsetur Vestfjarða.
Forsetinn og heitkona hans heimsóttu meðal annars útibú
Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins sem er með aðstöðu í
Þróunarsetri Vestfjarða. Á myndinni eru einnig þeir Kristinn
Þór Kristinnsson útibússtjóri og Aðalsteinn Óskarsson, fram-
kvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hf.
Starfsfólk þeirra fyrirtækja og stofnana sem hafa aðstöðu í
Þróunarsetri Vestfjarða.
Ingimar Halldórsson framkvæmdastjóri Fjórðungssam-
bands Vestfirðinga og Ólafur Ragnar Grímsson á tali.
Heitkona forsetans, Dorrit Moussaieff, hafði um margt að
spjalla við Ólaf Helga Kjartansson sýslumann.
13.PM5 19.4.2017, 09:269