Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.06.2001, Side 2

Bæjarins besta - 13.06.2001, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2001 LEIÐARI Sjálfsmynd Vestfirðinga helguð hafinu Umboðs- aðilar BB Eftirtaldir einstaklingar sjá um sölu og dreifingu á BB á þétt- býlisstöðum utan Ísafjarðar: Bolungarvík: Nikólína Þor- valdsdóttir, Hjallastræti 38, sími 456 7441. Súðavík: Sindri V. Gunnarsson, Holtagötu 11, sími 456 4982. Suðureyri: Deborah Anne Ólafsson, Aðal- götu 20, sími 891 7738. Flat- eyri: Gunnhildur Brynjólfsdótt- ir, Brimnesvegi 12a, sími 456 7752. Þingeyri: Valdís Bára Kristjánsdóttir, Hlíðargötu 43, sími 456 8263. Frá útgefendum: Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 • Netfang prentsmiðju: hprent@bb.is • Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, netfang: bb@bb.is• Blaðamenn: Hlynur Þór Magnússon, símar 456 7322 og 862 1874, netfang: blm@bb.is, Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, sími 863 7655, netfang: halfdan@bb.is og Albertína Elíasdóttir, sími 691 4256, netfang: albertina@bb.is • Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, netfang: halldor@bb.is • Stafræn útgáfa: www.bb.is • Lausasöluverð er kr. 200 eintakið m. vsk. • Áskriftarverð er kr. 170 eintakið m. vsk. • Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti • Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimil nema heimildar sé getið. „Sjósóknin hefur verið svo samgróin mannlífi og farsæld hér vestra að sjálfsmynd Vestfirðinga er ekki síst helguð hafinu og þeirri lífsbjörg sem það hefur jafnan gefið þeim sem tryggð héldu við byggðarlögin. Þegar hungur og harðræði, mannfellir og fátækt urðu um aldir örlög margra sem áttu heimkynni í öðrum byggðum, komust Vestfirðingar ætíð betur af því sóknin á sjóinn færði þeim í senn kostafæði og afurðir til við- skipta og verslunar. Firðirnir voru matarkista; væri báti ýtt úr vör brást aflinn aldrei. Öld af öld var byggðin hér í miklum blóma og sjósóknin sú undirstaða sem ávallt dugði. Jafnvel á dimmum dögum einokunar og erlends valds tókst Vestfirðingum í skjóli hafsins að halda sínu og kveðja lið sitt til sóknar þegar sjálfstæðiskrafan tók að hljóma. Það var héðan frá Ísafirði sem Jóni Sigurðssyni barst atfylgi sem byggt var á miklum afla og Skúli Thoroddsen naut á úrslitastundu liðsinnis þeirra sem við sjóinn bjuggu. Það var héðan sem Hannes Hafstein hélt vestur í Dýrafjörð til að stugga við landhelg- isbrjóti og lét nærri lífið í þeirri för.“ Svo komst forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, að orði í upphafi ræðu sinnar í Ísafjarðarkirkju á sjómannadaginn, um þá þætti sem allt fram á þennan dag hafa tengt sjósókn, mannlíf allt og farsæld Vestfirðinga órjúfanlegum böndum. Þá ræddi forsetinn um ásókn erlendra þjóða á Íslandsmið og baráttu okkar þar í móti, sem ,,var í raun sjálfstæðisbarátta sem háð var á ný á lýðveldistíma...“ Síðan sagði forsetinn: „Það myndi sjálfsagt hljóma undarlega í eyrum þeirra sem baráttuna leiddu til sigurs að svo væri komið fáeinum áratugum eftir að Íslendingar fóru að ráða einir hvaða skipan gilti um veiðar og vinnslu að Vestfirðingar gætu þurft að óttast að ekki væri unnt til lengdar að treysta á sjávarútveg í þessum fjörðum, að á sjómannadaginn væri spurt með heilum huga en ugg í brjósti hve lengi enn Vestfirðingar gætu sótt sjóinn? Það má eflaust ætíð deila um þær reglur sem hæfa best þegar ákveða skal hvernig veiðar og vinnsla skili mestum arði í þjóðarbú en erfitt mun reynast að koma því heim og saman að sú skipan sé sanngjörn og hagkvæm sem gerir vestfirskum byggðum svo erfitt fyrir að hætta sé á að sjósóknin leggist að mestu af hér, að Vestfirðir sem allt frá upphafi Íslandsbyggðar hafa verið matarkista og kennileiti um fengsæl mið verði á nýrri öld hornreka í þessum efnum.“ Við þessi orð forseta Íslands er því einu við að bæta að fyrr munu Vestfirðingar liði fylkja en hornrekur verði gerðar í eigin landi. s.h. Hrafnseyri Davíð flytur ræðu dagsins Dagskrá þjóðhátíðardags- ins, 17. júní á Hrafnseyri í Arnarfirði, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, verður með hefðbundnum hætti í ár. Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra mynd flytja ræðu dagsins. Nánari dagskrá verð- ur kynnt þegar líður á vikuna á bb.is. Alþjóðlegt sellónámskeið í Tónlistarskólanum á Ísafirði Yngsti þátttak- andinn fimmtán ára Undanfarna daga hefur staðið yfir alþjóðlegt nám- skeið fyrir sellóleikara á Ísa- firði í Tónlistarskóla Ísafjarðar undir leiðsögn sellósnillings- ins Erlings Blöndal Bengts- sonar. Námskeiðið er í ,,master- class” formi, þ.e. kennslan fer fram fyrir opnum tjöldum og felst námið ekki síður í því að hlusta og fylgjast með kennsl- unni en að vera virkur þátttak- andi. Aðsókn að námskeiðinu er mjög góð og meðal þátttak- enda eru nýútskrifaðir selló- leikarar og þaulreyndir spil- arar, en flestir eru langt komnir sellónemendur, sumir ungir að árum en yngsti þátttakandinn er fimmtán ára. Á námskeið- inu eru ellefu virkir þátttak- endur frá öllu landinu, meðal þeirra eru tvær ungar konur sem hafa verið við nám við þekkta tónlistarháskóla í Bandaríkjunum. Á námskeið- inu hefur verið leikið fjöl- breytt úrval verka, þættir úr sellósvítum Bachs, sónötur eftir Brahms, Prokofieff og Shostakovich, sellókonserta eftir Boccherini, Schumann og Shostakovich og ýmislegt fleira og hafa þessi verk hljómað frá því eldsnemma á morgnana og fram á nótt. Þátttakendur hafa gert fleira en að spila tónlist. Á sunnudag bauð Ísak Jónsson þátttakend- um til veislu í Tjöruhúsi til minningar um foreldra sína, Þóreyju Albertsdóttur og Jón Ísak Magnússon, en móðir Ísaks var góð vinkona Sigríðar Nielsen móður Erlings Blönd- al Bengtssonar. Námskeiðið hefur farið fram í Hömrum, sal Tónlistar- skóla Ísafjarðar og þar verða lokatónleikar námskeiðsins í kvöld kl. 20:30. Á lokatón- leikunum koma fram þau Catherine Stankiewicz, Gréta Rún Snorradóttir, Guðný Jón- asdóttir, Gyða Valtýsdóttir, Erling Blöndal Bengtsson við hljóðfærið. Júlía Mogensen, Margrét Árnadóttir, Nicole Cariglia, Sigurður Halldórsson og Tóri R. Jacobsen. Þau flytja verk, sem æfð hafa verið á nám- skeiðinu m.a. eftir Bach, Beet- hoven, Boccherini, Brahms, Prokofieff og Shostakovich. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill. Bolungarvíkurkaupstaður gerir tilboð í sjö hús við Dísar- og Traðarland Allir eigendur gerður athugasemdir við tilboð sveitarfélagsins og Ofanflóðasjóðs Hátíðardagskrá þjóðhátíð- ardagsins á Ísafirði verða með hefðbundnu sniði í ár. Dag- skráin hefst með dorgveiði- keppni á Ásgeirskanti klukk- an 08:30 á sunnudag. Hálf- tíma síðar verður rölt frá Silf- urtorgi um Ísafjörð og mun Ragnheiður Hákonardóttir skýra frá sögu bæjarins. Þá verður hátíðarmessa í Ísa- fjarðarkirkju klukkan 11 þar sem séra Stína Gísladóttir mun þjóna fyrir altari. Klukkan 14:30 verður safn- ast saman á Silfurtorgi og gengið fylktu liði ásamt lúðra- sveit að hátíðarsvæði á sjúkra- hústúninu. Þar verður hátíðin sett kl. 14. Sunnukórinn mun syngja, fjallkona flytja ávarp og hátíðarræða verða flutt af Jóni Fanndal Þórðarsyni. Einnig mun Tónlistarskólinn á Ísafirði vera með atriði og stutt leikatriði verða flutt. Þá taka við léttari dagskrár- atriði, söngvarakeppni, ræðu- keppni, körfuboltakeppni, rat- leikur, kraftakeppni. Fígúrur munu skemmta börnunum, krakkar verða málaðir, hestar verða á svæðinu sem og skáta- leiktæki, pylsur verða grill- aðar og mörg önnur afþreying verður í boði. Um kvöldið verður dansað í Neðstakaup- stað við undirleik hljómsveit- arinnar Gabríels. Með hefðbundnu sniði Hátíðarhöld þjóðhátíðardagsins á Ísafirði Um miðjan maí sendu bæj- aryfirvöld í Bolungarvík og Ofanflóðasjóður matsgerðir (tilboð) til eigenda sjö húsa við Dísarland og Traðarland í Bolungarvík, en hús þeirra munu koma til með að lenda undir snjóflóðavarnargarði sem reisa á í byggðarlaginu. Eigendur allra húsanna gerðu athugasemdir við matsgerð- irnar sem unnar voru af þeim Gunnari Torfasyni, verkfræð- ingi, fyrir hönd Ofanflóða- sjóðs og Tryggva Guðmunds- syni, lögmanni, fyrir hönd sveitarfélagsins. „Samningsaðili fyrir hönd bæjarstjórnar er Andri Árna- son hrl. og er hann ásamt Gunnari og Tryggva að skoða athugasemdir íbúanna og reyna að finna einhverja leið til að allir geti verið sáttir,“ sagði Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri í Bolungarvík í samtali við blaðið. Hann vildi ekki gefa upp neinar upphæðir varðandi tilboðin „Málið er á viðkvæmu stigi núna þannig að ég vil ekki vera að gefa upp neinar tölur en tilboðin voru miðuð við staðgreiðslu- verð og var þá litið til mark- aðsverðs á húsum í dag í Bol- ungarvík sem og í nágranna- bæjunum á Ísafirði og í Súða- vík“ sagði Ólafur. Það var í byrjun þessa árs sem tekin var ákvörðun um að kaupa upp hús við Dísar- og Traðarland og var það gert í kjölfar þess að ákvörðun var tekin um að færa snjóflóða- varnir sem reisa á í Bolungar- vík neðar en gert var ráð fyrir. Voru íbúar húsanna ánægðir með þá ákvörðun enda hefðu húsin annars orðið verðlaus. Ísafjörður Lifandi gínur í gluggum Morrinn, atvinnuleikhús ungs fólks í Ísafjarðarbæ, hef- ur hafið sitt þriðja starfsár. Æfingar hafa staðið yfir að undanförnu og á föstudag lærðu krakkar úr hópnum dans undir leiðsögn Evu Frið- þjófsdóttir danskennara. Fyrsta „sýning“ Morrans, ef þannig má að orði komast fór fram á heldur óvenjulegum stöðum því leikararnir ungu klæddu sig upp og léku gínur í búðargluggum í miðbæ Ísa- fjarðar, nánar til tekið í versl- ununum Basil, Essó-Birkir, Fatabúðinni og Vestursport. Á myndinni eru tveir leikaranna að sýna fatnað frá Max í Essó- Birki. Auglýsingar og áskrift sími 456 4560 24.PM5 19.4.2017, 09:332

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.