Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.06.2001, Page 5

Bæjarins besta - 13.06.2001, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2001 5 smáar Aðalstræti 11 – Sími 456 4905 Full búð af nýjum vörum! 20% afsláttur af öllum vörum fyrir 17. júní á fimmtudag, föstudag og laugardag Eignarhlutir vestfirskra sveitarfélaga í Orkubúi Vestfjarða hf. Vesturbyggð mun selja sinn eignarhlut ef viðunandi tilboð fæst frá ríkinu Í kjölfar stofnunar hlutafé- lags um Orkubú Vestfjarða lá fyrir yfirlýsing um að ríkis- valdið myndi gera öllum sveit- arfélögum á Vestfjörðum, kauptilboð í eignarhluta þeirra í félaginu. Jafnframt liggur fyrir að gengið verði út frá því að heildarverðmæti fyrirtæk- isins sé 4,6 milljarðar króna. Blaðið kannaði hug nokkurra sveitarstjórnarmanna til til- boðsins og voru fæst sveitar- félögin farin að ræða málið að einu undanskildu. Halldór Halldórsson, bæj- arstjóri Ísafjarðarbæjar sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um sölu á eignarhluta Ísafjarðarbæjar í Orkubúi Vestfjarða hf., en hann mun nema rúmum 1,4 milljarði króna. „Þetta má er ekki einu sinni á dagskrá. Breytingin í hlutafélag er gerð í tvennum tilgangi. Hún getur gert fyrir- tækið liprara en hér var hún fyrst og fremst hugsuð til þess að sveitarfélögin gætu selt.“ Ólafur Kristjánsson, bæjar- stjóri í Bolungarvík sagði að mál þetta hefði ekki verið rætt innan bæjarstjórnar. „Við ætl- um að gefa okkur tíma til að skoða málið vel og vandlega og þá sérstaklega að kanna hvaða afleiðingar sala kemur til með að hafa og hvort hún borgi sig til langs tíma litið.“ Eignarhlutur Bolungarvíkur- kaupstaðar í fyrirtækinu er 7,36% eða rúmar 338 millj- ónir króna. Súðavíkurhreppur á 1,67% hlut í Orkubúi Vestfjarða að verðmæti 76,8 milljónir króna. „Það eru tvö aðskilin mál að breyta fyrirtækinu í hlutafélag og að selja. Félags- lega kerfið er ennþá í nefnd og því er ekki tímabært að ræða þessi mál,“ sagði Ágúst Kr. Björnsson, sveitarstjóri í Súðavík. Ólafur Magnús Birgisson, sveitarstjóri á Tálknafirði sagði að rætt hefði verið um ýmis gögn af stofnfundi Orku- bús Vestfjarða hf. á fundi hreppsnefndar en ekkert hefði verið rætt sérstaklega um sölu á eignarhluta hreppsins. Eign- arhlutur Tálknafjarðarhrepps er 2,70% að verðmæti um 124,2 milljónir króna. Í Vesturbyggð kveður hins vegar við annar tónn. Jón B.G. Jónsson, bæjarfulltrúi í Vest- urbyggð sagði að ekki væri búið að taka endanlega ákvörðun um sölu en ljóst væri að Vesturbyggð myndi selja, ef til kæmi hagstætt til- boð þ.e.a.s. þegar búið væri að ganga frá öllum málum við ríkið. „Það vorum við sem hófum þessa umræðu og við ætlum að klára málið og reyna að bjarga fjárhagsstöðunni. Það er þakkarvert hvað aðrar sveitarstjórnin á Vestfjörðum hafa tekið vel í þetta. Þeir sýndu mikinn skilning á vandamáli okkar og við stóð- um allir saman. Það er mjög ánægjulegt að allir hafi verið tilbúnir að taka þessa ákvörð- un þótt ekki hafi allir þurft þess,“ sagði Jón B.G. Jóns- son. Hlutur Vesturbyggðar í Orkubúi Vestfjarða hf. er 8,57% að verðmæti um 394 milljónir króna. Auk framangreindra sveit- arfélaga á Hólmavíkurhreppur 3,26% hlut að verðmæti 149,9 milljónir króna, Reykhóla- hreppur á 2,27% að verðmæti 104,4 milljónir króna, Kaldr- ananeshreppur á 0,97% að verðmæti 44,6 milljónir króna, Bæjarhreppur á 0,68% að verðmæti 31,2 milljónir króna, Broddaneshreppur á 0,61% að verðmæti 28 millj- ónir króna, Árneshreppur á 0,44% að verðmæti 20,2 millj- ónir króna og Kirkjubóls- hreppur á 0,37% í Orkubúi Vestfjarða hf. að verðmæti 17 milljónir króna. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra skoða Funa ásamt fulltrúum Ísafjarðarbæjar og aðstoðarmanni ráðherra. Siv Friðleifsdóttir fundaði með flokksbræðum sínum á Ísafirði Ráðherrann skoðaði aðbúnaðinn í Funa Á miðvikudag í síðustu viku fundaði Siv Friðleifsdótt- ir umhverfisráðherra með flokksbræðrum sínum á Ísa- firði. Á meðan hún beið eftir flugi til Reykjavíkur á á fimmtudag, nýtti hún tímann og kannaði stöðu umhverfis- mála á Ísafirði m.a. með því að skoða sorpbrennslu Ísfirð- inga, Funa. Að sögn Víðis Ólafssonar forstöðumanns Funa, var farið í kynnisferð um stöðina og sérstaklega kynnt fyrir ráð- herranum, hvernig stöðin framleiðir hita fyrir Holta- hverfið. Var Siv mjög hrifin af því sem fyrir augu bar og hafði hún orð á því hversu þrifaleg stöðin væri. Hún sagði einnig að tilkoma stöðvarinnar væri bylting í sorpmálum hjá Ísa- fjarðarbæ. Rökkurkórinn Skagafirði heldur tónleika á Vestfjörðum Fimmtudaginn 14. júní kl. 20:30 í Hólmavíkurkirkju. Föstudaginn 15. júní kl. 20:30 í Ísafjarðarkirkju. Laugardaginn 16. júní kl. 15:00 í félagsheimilinu á Þingeyri. Laugardaginn 16. júní kl. 21:00 í félagsheimilinu á Patreksfirði. Stjórnandi er Sveinn Árnason Undirleikari er Anna María Guðmundsdóttir Hefurðu áhuga á að kaupa snyrtivörur á innkaups- verði? Ef svo er, hringdu þá í síma 897 2876 og talaðu við Diddu. Til leigu er 3ja herb. íbúð á Ísafirði. Laus nú þegar. Uppl. í símum 456 4212 og 698 4212. Til sölu er góð 4ra herb. íbúð á 1. hæð th. að Stór- holti 7. Blokkin er öll tekin í gegn að utan og máluð sumarið 2000. Uppl. í síma 456 4640 eftir kl. 17. Óska eftir 3-4ra herb. íbúð. Helst á eyrinni. Leigu- hugmynd kr. 25-35 þús. á mánuði. Upplýsingar í síma 867 7778. Til sölu er níu vetra hryssa. Upplýsingar í síma 456 3663. Óska eftir að kaupa sjón- varp, helst lítið. Uppl. í síma 456 8229. Til sölu er unglingaskrif- borð og tölvuborð. Uppl. í síma 456 4028. Óska eftir íbúð til leigu á Ísafirði eða í Bolungarvík. Upplýsingar gefur Anna Sigga í símum 456 5525 eða 697 4647. Hamstraungar fást gefins. Uppl. í síma 456 4289. Til leigu er notalega 3ja herb. íbúð á Eyrinni. Laus strax. Uppl. gefur Her- mann í síma 456 3179 eða 456 4594. Óska eftir fjórhjóli. Uppl. í síma 867 2944. Óska eftir 386 tölvu, þarf að vera með hljóðkorti. Uppl. í síma 863 7655. Til sölu er barnarimlarúm og þvottavél með þurrkara. Fæst fyrir lítið. Uppl. í síma 456 4361 á kvöldin. Tek að mér að yrkja kvæði og söngtexta við öll tæki- færi. Elín í símum 438 1426 og 851 1426. Næsta hálfan mánuðinn verður handverksmaður- inn S. Ölver Jóhannesson staddur að Heiðarbraut 6 í Hnífsdal með handverk sitt til sýnis og sölu s.s. diskarekka, kryddhillur og fl. Upplýsingar í símum 456 5454 og 867 2941. Hlífarkonur! Munið eftir ferðalaginu 30. júní. Uppl. og þátttaka tilkynnist til Þorgerðar í síma 456 3107 og Kristjönu í síma 456 3794 fyrir 20. júní. Vestfirðingar! Ef þið þurf- ið að fara til Reykjavíkur í vikutíma eða svo, þá hef ég góða íbúð handa ykkur í hjarta borgarinnar. Stutt í Kolaportið. Upplýsingar í síma 487 8944. Eitt bil að Sindragötu 9 er til sölu. Upplýsingar í síma 456 3478. Til sölu er borðstofuborð og sex stólar. Selst ódýrt. Uppl. í síma 456 3834. Til sölu er toppgrind á jeppa, áltoppkassar, bretti á Daihatsu, hjólkoppur á Mözdu og dráttarbeisli á Saab. Upplýsingar í síma 557 7076. Stúdíóíbúð í Reykjavík. Leigist í minnst tvær nætur í senn, allt að fjórir einstkl- ingar. Hafið samband í síma 582 3034, 557 1456 og 862 9443 Ertu orðin(n) áskrifandi? Síminn er 456 4560 24.PM5 19.4.2017, 09:345

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.