Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.06.2001, Síða 8

Bæjarins besta - 13.06.2001, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2001 Þriðja starfsár Morrans, atvinnuleikhúss ungs fólks í Ísafjarðarbæ að hefjast Spilað inn á sérstöðu Byggðasafns Vestfjarða Morrinn, atvinnuleikhús ungs fólks í Ísafjarðarbæ, er nú að hefja sitt þriðja starfsár. Undanfarin tvö sumur hefur hópurinn skemmt ferðamönn- um, leikskólabörnum og öðr- um með ýmsum uppákomum, leik, söng og alls kyns gjörn- ingum. Í sumar verður verður starfemin síst minni, ef marka má orð leikstjóra hópsins, Bíldælingsins Elfars Loga Hannessonar. Hann hefur leikstýrt hópnum frá upphafi og er þess fullviss að atvinnu- leikhús ungs fólks sé komið til að vera. „Það er engin spurning. Þetta hefur gengið mjög vel og leikhúsið er farið að vekja eftirtekt annars staðar á landinu. Önnur sveitarfélög hafa haft samband og fengið ráðleggingar um það hvernig best sé að byggja svona upp. Þetta fór af stað í Kópavogi í fyrrasumar og í mörgum öðr- um bæjum hér og þar á land- inu dreymir menn um að koma svona leikhúsi á fót. Mér finnst bara verst að þetta hafi ekki verið til þegar ég var að alast upp á Bíldudal, þá hefði verið gaman.“ Líst vel á hópinn Morrinn er hluti af Vinnu- skóla Ísafjarðarbæjar og starf- ar undir yfirstjórn skólans. „Krakkarnir hafa svo sannar- lega unnið fyrir kaupinu sínu, en þau fá jafn mikið borgað og aðrir krakkar í vinnuskól- anum. Reyndar er vinnutím- inn svolítið óreglulegur. Þau fá enga yfirvinnu borgaða og þess vegna þarf oft að taka frí á virkum dögum, svo hægt sé að vinna um helgar.“ Þegar þetta er ritað eru níu krakkar á aldrinum 13-15 ára í Morranum. „Það er jafnvel möguleiki að fleiri leikarar bætast í hópinn, en þó reikna ég ekki með að við verðum jafnmörg og í fyrra en þá vor- um við fimmtán. Þetta eru allt mjög efnilegir krakkar og mér líst vel á hópinn.“ Lifandi byggðasafn „Við erum nýbyrjuð og höf- um verið að koma okkur í gang fyrir sumarið. Allt stefnir í að við fáum nóg að starfa. Við tökum á móti farþegum úr skemmtiferðaskipum, för- um í leikskólana í Ísafjarðar- bæ og gerum sitthvað fleira. Skemmtiferðaskipin verða reyndar eitthvað færri en í fyrra, en þá var líka metár. Síðastliðin tvö ár höfum við tekið á móti farþegum skip- anna með þjóðlegri dagskrá niðri í Neðstakaupstað, dans- að við harmonikkuspil, farið í leiki, sungið og lesið þjóð- sögur. Þetta hefur heppnast mjög vel og gestirnir voru ósparir á myndavélarnar. Í sumar langar okkur að stokka þetta svolítið upp og spila meira inn á sérstöðu Byggða- safnsins og nota hlutina sem þar eru til sýnis. Einn leikari úr hópnum verður til dæmis að gera við net, annar verður í loftskeytaklefanum að morsa og tala í talstöðina, aðrir flytja saltfisk á vagninum fyrir fram- an safnið, sagnaþulur flytur þjóðsögur af sæskrímslum og öðru tengdu sjónum og þannig mætti lengi telja. Svo er ný- komin upp einskonar tilrauna- stofa í safninu og þar væri gaman að sjá vísindamann að störfum. Síðast en ekki síst verða spilaðir nokkrir þekktir sjómannaslagarar á harmo- nikku.” Morrinn, atvinnuleikhús ungs fólks í Ísafjarðarbæ ásamt leikstjóranum Elvari Loga Hannessyni. sem flestir bæjarbúar taki þátt í þessu með okkur og hjálpi okkur við að ,,punta” svolítið upp á menningarlífið í bæn- um. Við ákváðum að gefa sögu- ferðinni okkar frí í ár, en við fórum í fyrra og árið þar áður í ferðir um Eyrina á Ísafirði og skýrðum frá sögu einstakra húsa og manna með stuttum leikþáttum, söng og sprelli. Þetta er það sem við höfum skipulagt í dag, en alltaf má búast við að einhver verkefni bætist við yfir sumarið. Við erum að sjálfsögðu til sölu, ef þannig má að orði komast. Menn geta fengið okkur til að skemmta á samkomum, ættar- mótum og svo framvegis.“ Fellur vel að ferðaþjónustu Krakkarnir æfa nú í skóla- stofu í Grunnskólanum á Ísa- firði. „Við erum með einskon- ar leiklistarskóla fyrstu vikur- nar þar sem farið er í helstu þætti leikrænnar tjáningar, spuna, látbragð, persónusköp- un og fleira. Um leið erum við að kynnast hvert öðru og koma okkur í form fyrir sum- arið auk þess að vinna að sýn- ingunum. Rétt er að skjóta því hér inní að ýmsir lista- menn á svæðinu hafa undan- farin ár verið dulegir við að aðstoða okkur og leiðbeina t.d. með stuttum námskeiðum. Fyrsta sumarið, svo nefnt sé dæmi, kom hún Soffía Vagns- dóttir og var með fanta- skemmtilegt tónlistarnám- skeið, Guðjón Ólafsson tók fyrir skapandi skrif og síðast en ekki síst hefur Eva dans- kennari verið dugleg að kenna okkur sporin. Síðan hafa bara allir verið tilbúnir í að liðsinna okkur á allan hátt og lánað okkur búninga, leikmuni, tæki og tól og það sem okkur hefur vanhagað um fyrir sýningar- nar. Fyrir þetta erum við nátt- úrlega fjarska þakklát því allt svona styrkir okkur í því sem við erum að gera. Ráðamenn bæjarins hafa jafnframt stutt mjög vel við bakið á okkur. Það virðist vera almenn ánægja með þetta litla atvinnuleikhús í bænum og er það vel. Á meðan svo er mun Morrinn halda áfram, það er engin spurning. Starfsemin fellur líka mjög vel að svokallaðri „menning- artengdri ferðaþjónustu“ sem mjög er í tísku um þessar mundir. Ég heyri ekki annað á aðilum í ferðaþjónustu á svæðinu en að þeir séu mjög ánægðir með þessa starf- semi.“ Dregur athygli að bænum Morrinn varð til á sínum tíma út frá Far- og fjöllista- hópnum. „Þar voru á ferð nokkrir krakkar úr Grunnskól- Morrinn til sölu „Svo gerum við meira af þessu hefðbundna, förum til dæmis í leikskólana og sýnum barnaleikrit. Að þessu sinni ætlum við að sýna nýja leik- gerð sem ég er nýbúin að hnoða saman, á hinni geysi- vinsælu sögu Gúmmí–Tarzan eftir Ole Lund Kiregaard. Við stefnum á að hefja sýningar á leiknum í lok júní. Svo ætlum við að halda áfram með götulistadagana sem voru í fyrra. Svipað snið verður á þeim núna og var síðast. Við byrjum síðasta föstudaginn í júní, þann 29. nánar til tekið, og verðum alla föstudaga út júlímánuð. Við reynum að skapa alvöru götu- stemmningu og lítum nokkuð til Striksins í Kaupmannahöfn í því sambandi. Þar verða listamenn að fremja list sína og handverksfólk kemur varn- ingi sínum á framfæri. Að sjálfsögðu vonumst við til að 24.PM5 19.4.2017, 09:348

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.