Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.06.2001, Page 14

Bæjarins besta - 13.06.2001, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2001 helgardagbókin skemmtanir · fundir · fólk · sjónvarp · veður · íþróttir · fréttir · kirkjustarf netið Mannskepnan eða Instinct er dramatísk kvikmynd frá árinu 1999 með Ant- hony Hopkins, Cuba Cooding jr. og Donald Sutherland í aðalhlutverkum verð- ur sýnd á Stöð 2 á föstudagskvöld kl. 21:55. Mannfræðingurinn Ethan Powell hvarf við rannsóknir sínar í frumskógum Afríku er birtist á ný tveimur árum síðar er hann ræðst á hóp górilluveiðimanna. Hann er vistaður á geðveikar- hæli þar sem sálfræðingurinn Theo Calder er falið að komast til botns í hegð- un hans en Ethan reynist hafa flúið með górillum síðastliðin tvö ár. www.hotelisafjordur.is Hótel Ísafjörður hefur komið sér upp skemmti- legri heimasíðu á netinu. Þar eru ýmsar upplýsing- ar um hótelið auk greinar- góðra upplýsinga um Ísa- fjörð og samgöngur til og frá staðnum. Afþreying í bænum er einnig vel útlistuð. Fallegar myndir frá Ísafirði og nágrenni prýða síðuna og er mjög skemmtilegt að skoða þær. Þá er hægt að panta gistingu á hótelinu í gegnum heimasíðuna á þægilegan hátt. Mannskepnan á Stöð 2 veðrið Horfur á fimmtudag: Fremur hæg norðlæg átt eða hafgola, skýjað með köflum og stöku skúrir inn til landsins. þó síst á Vest- fjörðum og Vesturlandi. Hiti 5-15 stig. Horfur á föstudag: Fremur hæg norðlæg átt eða hafgola, skýjað með köflum og stöku skúrir inn til landsins. þó síst á Vest- fjörðum og Vesturlandi. Hiti 5-15 stig. Á laugardag: Norðvestlæg átt, 5-10 m/s og rigning eða súld norð- an- og austanlands, en hægari vindur og að mestu bjartviðri sunnan- lands og vestan. Hiti 5-15 stig. Á sunnudag, 17. júní: Fremur hægur vindur. Skúrir á norðausturlandi framan af degi, annars skýjað með köflum og þurrt. Hiti áfram á bilinu 5-15 stig. Á mánudag: Lítur út fyrir fremur mein- hægt veður um land allt. fréttir Birkir Halldór Sverrisson sigraði án forgjafar á sjó- mannadagsmóti Golf- klúbbs Ísafjarðar sem haldið var á sunnudag. Annar var Tryggvi Guð- mundsson og Ingi Magn- freðsson varð þriðji. Birkir Halldór sigraði einnig með forgjöf, annar varð Sveinn Guðjónsson og þriðji varð Óli Reynir Ingimarsson, allir úr GÍ. Föstudagur 15. júní 17.00 Fréttayfirlit 17.03 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.05 Stubbarnir (44:90) 18.30 Búrabyggð (19:96) 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.35 Kastljósið 20.00 Lögregluhundurinn Rex (3:15) 20.55 Audrey Hepburn (1:2) (The Aud- rey Hepburn Story) Kvikmynd í tveimur hlutum um ævi stórstjörnunnar Audrey Hepburn. Seinni hluti myndarinnar verð- ur sýndur á laugardagskvöld. Aðalhlut- verk: Jennifer Love Hewitt, Frances Fish- er og Eric McCormack. 22.35 Uppruni Sherlocks Holmes. (Dr. Bell and Mr. Doyle: The Dark Beginn- ing...) Bresk kvikmynd sem gerist í Edin- borg árið 1878 og segir frá Arthur Conan Doyle og kennara hans við Edinborgar- háskóla, réttarmeinafræðinginn dr. Jos- eph Bell. Þeir tóku þátt í leit að raðmorð- ingja og þar fékk Conan Doyle hug- myndina að sögunum um frægasta spæj- ara allra tíma, Sherlock Holmes. Aðal- hlutverk: Ian Richardson, Charles Dance og Robin Laing. 00.20 Happamiðinn. (It Could Happen to You) Bandarísk bíómynd frá 1994. Lögreglumaður býðst til að deila hugsan- legum lottóvinningi með þjónustustúlku fyrst hann á ekki þjórfé að gefa henni. Auðvitað kemur vinningur á miðann og þá flækjast málin. Aðalhlutverk: Nicol- as Cage, Bridget Fonda og Rosie Perez. 02.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok Laugardagur 16. júní 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 09.02 Stubbarnir (45:90) 09.30 Mummi bumba (36:65) 09.37 Dýrabraut 64 (12:26) 09.48 Lotta (9:13) 09.55 Þrír spæjarar (19:26) 10.00 Ungur uppfinningamaður 10.25 Krakkarnir í stofu 402 (25:26) 10.50 Kastljósið 11.10 Skjáleikurinn 15.40 Veröld Soffíu verður til 16.30 Loðinn liðsmaður. (Big and Hairy) Bandarísk ævintýramynd um körfuboltalið ungra drengja sem berst óvæntur liðsauki. e. Aðalhlutverk: Ric- hard Thomas, Donnelly Rhodes, Gregory Thirloway, Robert Burke og Trevor Jones. 18.00 Táknmálsfréttir 18.10 Fíklaskólinn (13:22) 18.54 Lottó 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.35 Kastljósið 20.00 Anna og Anton. (Annaluise und Anton) Margverðlaunuð þýsk fjöl- skyldumynd um stelpu úr ríkri fjölskyldu og strák sem á fátæka móður. Þau verða bestu vinir og taka upp á ýmsu skondnu saman. Aðalhlutverk: Elea Geissler, Max Felder, Juliane Köhler og August Zirner. 21.50 Audrey Hepburn (2:2) (The Audrey Hepburn Story) Seinni hluti kvik- myndar um ævi stórstjörnunnar Audrey Hepburn. Aðalhlutverk: Jennifer Love Hewitt, Frances Fisher og Eric McCor- mack. 23.15 Vindar fortíðar. (Legends of the Fall) Bandarísk bíómynd frá 1994 um stormasamt líf riddaraliðsforingja og þriggja sona hans sem búa í Klettafjöllum í Montana. e. Aðalhlutverk: Brad Pitt, Anthony Hopkins, Aidan Quinn, Julia Ormond og Henry Thomas. 01.25 Dagskrárlok Sunnudagur 17. júní 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 09.02 Disneystundin 10.00 Hátíðarstund við Austurvöll. Bein útsending frá hátíðarstund á Austur- velli. 10.30 Prúðukrílin (100:107) 10.45 Draumaduft (3:13) 10.55 Róbert bangsi (37:39) 11.25 Kastljósið 11.50 Skjáleikurinn 16.20 Maður er nefndur 17.00 Geimferðin (3:26) 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Rauðka 18.15 Lísa (4:13) 18.30 Kajsa og kýrin (1:3) 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.30 Ávarp forsætisráðherra. 19.45 Tónlistarmenn 21. aldar 20.25 Fréttir aldarinnar 20.35 Fyrr og nú (7:22) 21.20 Morgunverður hjá Tiffany. (Breakfast at Tiffanys) Óskarsverðlauna- mynd frá 1961 byggð á sögu eftir Trum- an Capote um ævintýri sveitastúlku í New York. Aðalhlutverk: Audrey Hep- burn, George Peppard, Patricia Neal, Buddy Ebsen og Mickey Rooney. 23.10 Það eru komnir gestir. Þáttur frá 1974. Ómar Valdimarsson ræðir við Megas, Böðvar Guðmundsson og Örn Bjarnason sem einnig syngja eitt lag hver. Þátturinn hefur ekki verið sýndur áður. 23.55 Nornaklíkan. (The Craft) Banda- rísk bíómynd frá 1996. Fjórar stúlkur eiga undir högg að sækja hjá skólasyst- kinum sínum en saman öðlast þær dulinn mátt. Aðalhlutverk: Robin Tunney, Fair- uza Balk, Neve Campbell og Rachel True. 01.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok Föstudagur 15. júní 06.58 Ísland í bítið 09.00 Glæstar vonir 09.20 Í fínu formi 4 09.35 Fyrstur með fréttirnar (14:22) 10.20 Lífið sjálft (11:21) (e) 11.05 Myndbönd 12.00 Nágrannar 12.30 Caroline í stórborginni (23:26) 13.00 Bíll 54, hvar ertu? 14.30 Madonna 15.15 Ein á báti (20:26) (e) 16.00 Barnatími Stöðvar 2 17.45 Sjónvarpskringlan 18.05 Vinir (15:23) 18.30 Fréttir 19.00 Ísland í dag 19.30 Simpson-fjölskyldan (3:23) 20.00 Járnrisinn. (Iron Giant) Bráð- skemmtileg teiknimynd fyrir alla fjöl- skylduna. Hogarth Hugh er 9 ára strákur í Maine í Bandaríkjunum sem vingast við vélmenni utan úr geimnum. Vinátta þeirra fer mjög fyrir brjóstið á yfirvöld- um sem vilja ná í skottið á vélmenninu. Jennifer Aniston og fleiri góðir leikarar leggja til leikraddir. Aðalhlutverk: Harry Connick Jr, Jennifer Aniston. 21.30 Ó,ráðhús (24:26) 21.55 Mannskepnan. (Instinct) Mann- fræðingurinn Ethan Powell hvarf við rannsóknir sinar í frumskógum Afríku en birtist á ný tveimur árum síðar er hann ræðst á hóp górilluveiðimanna. Hann er vistaður á geðveikrahæli þar sem sálfræðingnum Theo Calder er falið að komast til botns í hegðun hans en Ethan reynist hafa búið með górillum síðastliðin tvö ár. Aðalhlutverk: Anthony Hopkins, Donald Sutherland, Cuba Gooding Jr.. 23.55 Áttundi dagurinn. (The Eight Day) Aðalleikararnir í þessari vönduðu mynd deildu með sér verðlaunum á Cannes-kvikmyndahátíðinni 1996 fyrir besta leik í karlhlutverki. Hér segir af framkvæmdastjóranum Harry sem keyrir óvart yfir hund George, ungs manns sem strokið hefur af vistheimili. George er með Downs-heilkenni en örlögin haga því svo að þessir ólíku menn verða brátt hinir mestu mátar. Aðalhlutverk: Daniel Auteuil, Pascal Duquenni. 01.50 Við fullt tungl. (China Moon) Undarlegir hlutir gerast við fullt tungl. Heiðarlegi rannsóknarlögreglumaðurinn Kyle Bodine dregst að ógæfusamri giftri konu og flækist inn í svikavef sem á eftir að kollvarpa hans fyrri gildum um rétt og rangt og hafa hrollvekjandi afleiðing- ar í för með sér. Aðalhlutverk: Charles Dance, Ed Harris, Madeleine Stowe. 03.30 Dagskrárlok Laugardagur 16. júní 08.00 Barnatími Stöðvar 2 10.05 Svanaprinsessan 11.15 Skippý 11.40 Simpson-fjölskyldan (22:23) 12.00 Best í bítið 12.35 NBA-tilþrif 13.00 Leigubílaspjall (e). Leigubíl- stjórar um allan heim lenda oft í því að verða trúnaðarmenn farþega sinna og skiptir þá sennilega minnstu máli hvort þeir eru að keyra í Reykjavík eða New York. Í þessum þætti fáum við að kynnast farþegum sem hafa ákveðið að trúa leigubílstjóra nokkrum fyrir sínum hjart- ans málum. 13.50 Flottasti sirkus í heimi 16.15 Glæstar vonir 18.30 Fréttir 18.50 Lottó 19.00 Ísland í dag 19.30 Hér er ég (3:24) 20.00 Vinir (23:24) 20.30 Innilokuð. (Desert Blue) Í smá- bænum Baxter í Kaliforníu gerist fátt markvert. En þegar óhapp verður við bæinn og dularfullt efni kemst út í and- rúmsloftið fer líf íbúanna eilítið úr skorð- um. Baxter er settur í sóttkví og farbann ríkir. Ung og efnileg sjónvarpsstjarna, Skye, er svo óheppin að vera stranda- glópur í bænum en dvölin á eftir að verða henni eftirminnileg. Aðalhlutverk: Brendan Sexton, Kate Hudson, Ethan Suplee, Casey Affleck. 22.05 Hverflynd hjörtu. (Random Hearts) Hugljúf kvikmynd um tvær manneskjur sem eiga um sárt að binda. Dutch og Kaye missa ástvini sína í flugslysi. Þau voru bæði sannfærð um að samband þeirra hefði verið til fyrir- myndar. Við rannsókn flugslyssins kem- ur hins vegar í ljós að makar þeirra sátu saman í vélinni. Í fyrstu álíta þau bæði að tilviljun hljóti að ráða en svo reynist ekki vera og sannleikurinn kemur í ljós. Aðalhlutverk: Harrison Ford, Kristin Scott Thomas, Charles Dutton, Bonnie Hunt. 00.20 Brotsjór. (White Squall) Myndin er byggð á sönnum atburðum og segir frá 13 ungum mönnum sem skráðu sig í sjómannaskóla hjá kröfuhörðum skip- stjóra. Skipstjórinn og allt lífið um borð hafði mikil áhrif á ungu mennina og þegar ógæfan dundi yfir þurftu þeir að yfirstíga allan ótta og berjast fyrir lífi sínu og þeirra sem þeim þótti vænst um. Þetta er mögnuð og ógleymanleg saga sem lætur engan ósnortinn. Aðalhlut- verk: Jeff Bridges, John Savage, Scott Wolf, Caroline Goodall. 02.25 Hætta um borð. (Alien Cargo) Chris og Theta eru í áhöfn geimflaugar sem er á leið til Mars. Þau vakna af djúp- svefni og verða var við að ekki er allt með felldu. Hluti áhafnarinnar er hvergi sjáanlegur og geimflaugina rekur stjórn- laust áfram. Hvað ógnar lífi allra um borð? Aðalhlutverk: Jason London, Warwick Young, Missy Crides. 04.00 Dagskrárlok Sunnudagur 17. júní 08.00 Barnatími Stöðvar 2 12.00 Sjónvarpskringlan 12.15 NBA-leikur vikunnar 13.40 Mótorsport (e) 14.10 Punktur, punktur, komma, strik Bráðskemmtileg mynd eftir sögu Péturs Gunnarssonar um strákinn Andra. Dreg- nar eru upp ljóslifandi myndir af æsku- árum eftirstríðsárabarnsins og táningsár- unum sem geta verið hin mesta pína. Aðalhlutverk: Pétur B. Jónsson, Hallur Helgason, Kristbjörg Kjeld, Erlingur Gíslason. 15.45 Nágrannar 17.45 Heilsubælið í Gervahverfi (8:8) 18.30 Fréttir 19.00 Ísland í dag 19.30 Á vængjum söngsins 21.20 Sverrir Haraldsson. Heimilda- mynd um Sverri Haraldsson listmálara. Sverrir lauk námi frá Handíða- og mynd- listarskólanum í Reykjavík 1949 og stundaði framhaldsnám í París og Berlín. Sverrir, sem lést 1985, kenndi myndlist um árabil og hélt einkasýningar hérlendis og tók þátt í samsýningum erlendis. 22.20 Mitt ljúfa leyndarmál. (La Flor De Mi Secreto) Leo Macias skrifar vin- sælar ástarsögur undir dulnefninu Amanda Gris. En þrátt fyrir velgengni í atvinnulífinu er hún allt annað en ánægð með lífið. Hún þarf að finna sig að nýju en það reynist ekki auðvelt. Aðalhlut- verk: Marisa Paredes, Juan Echanove. 00.05 Raspútín. Mögnuð mynd um einn merkasta mann rússneskrar sögu, Raspú- tín. Hann gekk undir nafninu brjálaði Rússamunkurinn en var þó hvorki brjálaður né munkur. Hann komst til valda í Rússlandi í gegnum tengsl sín við Romanov-keisarafjölskylduna og áður en yfir lauk var hann orðinn einn valdamesti maður keisaraveldisins. Aðalhlutverk: Alan Rickman, Greta Scacci, Ian McKellen. 01.50 Dagskrárlok KAUPTILBOÐ ÓSKAST Kauptilboð óskast í neðangreindar fasteignir: Fjarðargata 5, Þingeyri. Sú kvöð fylgir sölu eignarinnar að hana þarf að færa til á viðkomandi lóð. Aðalstræti 29, Þingeyri. Sú kvöð fylgir sölu eignarinnar að hana þarf að færa til á núverandi lóð eða flytja burt og ganga þá frá núverandi grunni. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Ísafjarðarbæjar á Ísafirði. Tilboð berist á skrifstofu Ísafjarðar- bæjar að Hafnarstræti 1 á Ísafirði í síðasta lagi 25. júní nk. Bæjarritari Ísafjarðarbæjar. Föstudagur 15. júní 17.15 David Letterman. David Letter- man er einn frægasti sjónvarpsmaður í heimi. 18.00 Gillette-sportpakkinn 18.30 Heklusport 18.50 Sjónvarpskringlan 19.05 Íþróttir um allan heim 20.00 HM í ralli 20.30 Kraftasport 21.00 Með hausverk um helgar 23.00 David Letterman. 00.00 Trufluð tilvera (27:31) 00.30 NBA-tilþrif 01.00 Úrslitakeppni NBA. Bein útsend- ing frá leik Philadelphia 76ers og Los Angeles Lakers. 04.00 Dagskrárlok og skjáleikur Laugardagur 16. júní 16.20 Íþróttir um allan heim 17.20 Toyota-mótaröðin í golfi 18.00 Opna bandaríska m.mótið. Bein útsending frá Tulsa í Oklahoma. Til leiks eru mættir allir fremstu kylfingar heims en Tiger Woods freistar þess að verja titilinn. 23.00 HM í ralli 23.30 Hásléttan. (Hi-Lo Country) Kúrekarnir Matson og Caulder lifa og starfa í Nýja-Mexíkó. Vinátta þeirra er einstök og ekkert virðist geta komið upp á milli félaganna. En nú eru þeir orðnir ástfangnir af sömu konunni og þá taka aðrar og heitari tilfinningar völdin. Stúlkan heitir Mona en sá galli er á gjöf Njarðar að hún er harðgift. Aðalhlutverk: Woody Harrelson, Bill Crudup, Patricia 24.PM5 19.4.2017, 09:3414

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.