Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.06.2001, Blaðsíða 16

Bæjarins besta - 13.06.2001, Blaðsíða 16
ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984• Sími 456 4560 •Fax 456 4564 • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 200 m/vsk Ísafjörður Féll niður af þaki Karlmaður sem var við vinnu á hjólbarðaverk- stæði á Ísafirði, slasaðist á fæti á föstudagsmorgun þegar dekk sem hann var að dæla lofti í, sprakk. Maðurinn var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið þar sem gert var að sárum hans en fótur hans mun hafa verið bólginn og marinn. Um kl. 16 sama dag féll 10 ára gamall drengur niður af þaki húss sem er verið að rífa við Hafnar- stræti á Ísafirði. Dreng- urinn mun hafa verið að leik uppi á þakinu og dott- ið niður um gat á því. Drengurinn var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði. Hann mun hafa handarbrotnað. Ísafjörður Teknir með fíkniefni Tveir menn á tvítugs- aldri voru handteknir á Ísafjarðarflugvelli á föstudagskvöld er þeir voru að sækja þangað pakka sem innihélt fíkni- efni. Þriðji maðurinn var handtekinn vegna máls- ins nokkru síðar og voru þeir allir í haldi lögreglu fram yfir hádegi á laugar- dag. Í sendingunni reyndust vera tæp 17 grömm af hassi og tæplega eitt gramm af amfetamíni. Að sögn lögreglunnar á Ísa- firði viðurkenndu menn- irnir þrír fíkniefnaneyslu og einn þeirra viður- kenndi að hafa átt það sem í pakkanum var. Lög- reglan í Reykjavík kom upp um sendinguna og stöðvaði hana í höfuð- borginni og í samstarfi við lögregluna á Ísafirði var pakkinn sendur áfram til Ísafjarðar með fyrr- greindum árangri. Vestfirðir Mannbjörg varð er bát- urinn Fjarki ÍS 444, sem gerður er út frá Bolung- arvík, sökk rúmar tvær sjómílur út af Kópnum rétt fyrir kl. 03 aðfaranótt laugardags. Tveir menn voru um borð og komust þeir báðir í gúmmíbát og kveiktu á neyðarblysi. Skipverjar á Fríðu ÍS, sem var skammt frá, sáu blysið og björguðu mönn- unum og sigldu með þá til Flateyrar. Ekki er vitað hvað olli því að báturinn sem var sex tonn að stærð, sökk. Rannsóknarnefnd sjóslysa rannsakar málið. Skipverjarnir á Sólborgu fyrir framan Sjóminjasafnið á Ísafirði. Áhafnarmeðlimir af nýsköpunartogaranum Sólborgu hittast Gamlir tímar rifjaðir upp Um þrjátíu fyrrum áhafnar- meðlimir á nýsköpunartogar- anum Sólborgu sem gerð var út frá Ísafirði á sjötta áratug síðustu aldar, hittust á Ísafirði á laugardag og gerðu sér glað- an dag. Sjómennirnir hittust í Sjóminjasafninu í Neðsta- kaupstað þar sem tóku á móti þeim þeir Gísli Hjartarson framkvæmdastjóri Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgj- unnar, Níels Björnsson vara- formaður Sjómannafélags Ísafjarðar og Guðmundur Þór Kristjánsson frá Vélstjórafé- lagi Ísafjarðar. Flutt voru stutt ávörp, boðið var upp á veigar og snittur og höfðu skipverj- arnir um margt að spjalla. Þegar rifjaðir höfðu verið upp gamlir tímar um nokkra stund var haldið í Vestrahúsið, sem áður hét Ísfirðingshúsið og var byggt gagngert til þess að vinna aflann af nýsköpun- artogurunum Sólborgu og Ís- borgu. Þar tóku aðaleigendur hússins, þeir Ólafur Halldórs- son og Gísli Jón Hjaltason á móti skipverjum og buðu þeim upp á rausnarlegar veit- ingar. Kór söng einn af Sól- borgarbrögunum fyrir áhafn- armeðlimi sem síðan skoðuðu húsið. Eftir þetta var haldið heim, og flestir mættu þeir félagarnir á sjómannaballið sem haldið var í íþróttahúsinu á Torfnesi um kvöldið. Þar var áhafnar- meðlimunum gert nokkuð hátt undir höfði og fluttu þeir Gunnar Hólm, Vilberg Vil- bergsson og Samúel Einars- son sama Sólborgarbrag og þeir gerðu á árshátíð skipverja meðan Sólborgin sigldi. Mannbjörg er bátur sökk út af Kópnum Dæmdir í héraðsdómi fyrir umferðarlagabrot Tveggja mánaða fangelsi Héraðsdómur Vestfjarða kvað upp þann dóm fyrir stuttu að 33 ára gamall karlmaður skyldi sæta fangelsi í 60 daga auk þess sem hann var sviptur ökurétti ævilangt fyrir að hafa ekið bifreið fjórum sinnum undir áhrifum áfengis á fjög- urra mánaða tímabili, frá 20. desember 2000 til 6. apríl 2001. Um var að ræða fjögur aðskyld mál sem sameinuð voru í eitt fyrir héraðsdómi. Þá var 36 ára gamall karl- maður dæmdur í 50 þúsund króna sekt til ríkissjóðs ,,fyrir að hafa fimmtudaginn 15. mars 2001, í almennri umferð á Suðureyri, ekið gaffallyftara, vestur Aðalgötu, norður Freyjugötu og austur Eyrar- götu, í þeim tilgangi að fara með sorp á sorphauga, sviptur almennum ökuréttindum og án þess að hafa öðlast vinnu- vélaréttindi á gaffallyftara.“ Maður grunaður um ölvun, stal bíl á Flateyri kl. 05:30 á sunnudagsmorgun og velti honum á Brimnesvegi. Hann slasaðist og var fluttur á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Ísafirði, en hann var m.a. rifbeinsbrotinn og með skurð á hendi. Þá slösuðust tveir ungir pilt- ar í bílveltu á Gemlufallsheiði upp úr kl. 07 á laugardags- morgun og voru fluttir á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Ísafirði. Annar piltanna var með höf- uðáverka en hinn var minna slasaður. Piltarnir, sem eru 15 og 16 ára munu hafa tekið bifreiðina ófrjálsri hendi. Bílvelta á Flateyri Tveir 15 og 16 ára piltar veltu bifreið á Gemlufallsheiði 24.PM5 19.4.2017, 09:3416

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.