Bæjarins besta - 18.07.2001, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2001
„Kaffi í bolla“
Páll Ernisson frá Ísafirði varð í öðru
sæti í Íslandsmóti kaffibarþjóna
„Kaffið kemur til bjargar,
hvenær dagsins sem er, sælu-
stundir svo margar, svart kaff-
ið gefur mér“, orti Gunnar
Jökull Hákonarson um miðbik
síðasta áratugar. Einn þeirra
sem hvað ákafast tekur undir
þessi orð er Ísfirðingurinn Páll
Ernisson sem á dögunum varð
í öðru sæti í Íslandsmóti kaffi-
barþjóna. Mótið var haldið í
verslunarmiðstöðinni Kringl-
unni í Reykjavík og keppti
Páll fyrir hönd Café Ozio en
þar vann hann sem kaffibar-
þjónn þangað til í vor.
Alls tóku 26 þátt í mótinu
sem stóð í þrjá daga. Fyrstu
tvo dagana var keppt í tveimur
13 manna riðlum og komust
þrír upp úr hvorum riðli, þar á
meðal Páll, einn karlkyns
keppenda. Í úrslitum keppti
Páll því við fimm konur og á
meðan kaffidrykkir hinna
keppendanna hétu nöfnum
eins og „Frú Karólína“, Urðar-
brunnur“, „Cohiba“ og „Snæ-
drottning“ kallaði Páll sinn
drykk einfaldlega „Kaffi í
bolla“.
Þrennt af hverju
Hvernig kom það til að Páll
tók þátt í þessari keppni? „Ég
hafði unnið á kaffihúsum í
um það bil ár, aðallega á Café
Paris og seinna á Cafè Ozio,
þegar halda átti keppnina.
Tveir keppendur áttu að koma
frá mínum stað og ég var beð-
inn um að taka þátt.
Í keppninni þurftum við að
búa til expressó, cappuccino
og einn drykk sem við hönn-
uðum sjálf. Dómararnir voru
þrír, þar á meðal heimsmeist-
arinn í kaffigerð, Robert Shaw,
og þurftum við þess vegna að
gera þrefaldan skammt af
hverju.
Kaffidrykkurinn minn átti
að vera borinn fram í bolla
steyptum úr ís en ég rann á
rassinn með það. Þess vegna
brá ég á það ráð að laga hristan
expressó með hrásykri, van-
illuís og jarðaberjasírópi og
kallaði drykkinn bara kaffi í
bolla.“
Fékk launa-
hækkun og partí
„Drykkurinn virðist hafa
farið vel ofan í dómarana, í
það minnsta komst ég í úrslit
og endaði að lokum í öðru
sæti. Mér fannst alveg nóg að
hafa komist í úrslit og gat varla
trúað því. Það að lenda í öðru
sæti var svo bara skemmti-
legur bónus.
Ég fékk fyrirtaks expressó-
vél í verðlaun. Þar að auki gaf
Café Ozio mér bollastell, auk
þess að veita mér launahækk-
fót snotri kaffistofu í skólan-
um, sem gárungarnir kölluðu
seinna Café Elite. Þar dvaldi
ég langdvölum og þambaði
kaffi í lítravís.
Kaffi er náttúrlega eitt mest
vanabindandi fíkniefni sem til
er og varð ég fljótlega mjög
háður því. Á tímabili var það
þannig að ég fékk mér ekkert
annað en expressóbolla og
sígarettu í morgunmat. Slíkur
ávani er agalegur.“
Reykbannið háir
Gamla apótekinu
Páll fór frá Ísafirði sumarið
1999. Finnst honum kaffi-
menningin á Ísafirði ekki hafa
skánað síðan, með tilkomu
Gamla apóteksins svo nefnt
sé dæmi? „Að sjálfsögðu hef-
ur hún gert það. Nú er loksins
hægt að fá almennilegt kaffi í
bænum og mér sýnist þau í
Gamla apótekinu vera mjög
klár í því sem þau eru að gera.
Stærsti gallinn við Gamla
apótekið er að þar má ekki
reykja. Þó ekki vilji allir sætta
sig við það, þá er það stað-
reynd að það er algert grund-
vallarskilyrði að það megi
reykja á kaffihúsum, einfald-
lega vegna þess að það fólk
sem hefur gaman af því að
hanga á kaffihúsum og spjalla,
er yfirleitt sama fólkið og
reykir.
Gamla apótekið er samt
mjög gott innlegg í kaffimenn-
inguna í bænum. Ég kem
reglulega þangað og kaupi
kaffi sem ekki fæst annars
staðar. Ég tolli hins vegar
sjaldan lengi, einmitt út af
reykbanninu.“
Ætlaði að opna
eigið kaffihús
Hefur Pál aldrei dreymt um
að stofna sitt eigið kaffihús?
„Það var einmitt hugmyndin
að gera slíkt í vor. Ég og vinur
minn, Sigurður Páll Ólafsson,
ætluðum að opna kaffihús í
Hafnarstræti á Ísafirði. Undir-
búningur var langt kominn,
við vorum búnir að verða okk-
ur úti um kaffivélar og kæli
og komnir í reikning hjá stær-
sta víninnflytjendanum á Ís-
landi.
Áætlanir okkar hrundu svo
þegar kom í ljós að við mynd-
um ekki fá það húsnæði sem
við vildum. Ég er þeirrar skoð-
unar að til að kaffihús geti
þrifist á Ísafirði, þá verði það
að vera alveg í miðbænum.
Annars gengur það ekki.
Það getur þó vel verið að
einhvern tímann í framtíðinni
eigi ég eftir að koma á fót
kaffihúsi á Ísafirði, það er al-
drei að vita.“
un og leyfa mér að halda partí
fyrir vini mína á staðnum. Þeir
voru að vonum mjög ánægðir
með árangurinn og notuðu úr-
slitin grimmt til að kynna stað-
inn.“
„Umsjónarmaður
sjávarfangs“
Páll vann þó ekki lengi á
Ozio eftir keppnina. „Ég hætti
tveimur dögum seinna svo að
launahækkunin kom ekki að
miklum notum. Ég hafði
ákveðið að fara til Noregs og
prófa að vinna þar. Ég entist
ekki nema í þrjá vikur ytra og
leiddist alveg óskaplega mik-
ið. Ég komst nefnilega að því
að Norðmenn eru leiðinleg-
asta fólk í heimi. Og þar að
auki laga þeir afskaplega vont
kaffi.
Seinni hlutann af þriggja
vikna dvöl minni vann ég sem
kokkur á pramma sem sigldi
yfir Oslóarfjörðinn. Eiginlega
var ég þó ekki kokkur. Ég var
titlaður sem „umsjónarmaður
sjávarfangs“, og hafði tvo
menn undir mér. Starfið fólst
í því að fylgjast með því þegar
undirmenn mínir hrærðu í
potti og settu rækjur og sellerí
á diska. Ég held að það sé
óhætt að segja að þetta sé
mesta letingjavinna sem ég
hef nokkurn tímann komist
í.“
Reifst við nýja
framkvæmdastjórann
Eftir þriggja vikna dvöl í
Noregi var Páll orðinn leiður
og langaði aftur heim til Ís-
lands. „Ég hafði samband við
eiganda Café Ozio og hann
féllst á að ráða mig aftur í
vinnu og borgaði meira að
segja farið fyrir mig til Íslands.
Ég vann á staðnum í smátíma
en lenti svo í rifrildi við ný-
ráðinn framkvæmdastjóra og
var rekinn.
Það var svo sem ágætt að
vera rekinn, ég var orðinn leið-
ur á kaffihúsum í Reykjavík.
Klíkustarfsemin í kaffihúsa-
bransanum er mjög mikil,
ótrúlegt en satt.
Ég kom því aftur vestur og
fékk fljótlega vinnu sem
flokkstjóri hjá Garðyrkjustöð
Ásthildar. Mér líkar sú vinna
prýðisvel, þó misvel að sjálf-
sögðu, það fer allt eftir veðri
og hversu duglegir krakkarnir
eru.“
Vanabindandi
fíkniefni
Páll kynntist kaffinu þegar
hann var í fyrsta bekk í Fram-
haldsskóla Vestfjarða, sem nú
heitir Menntaskólinn á Ísa-
firði. „Forsvarsmenn nem-
endafélagsins höfðu komið á
TRYGGVI GUÐMUNDSSON HDL
Hafnarstræti 1 – Ísafirði
Símar: 456 3940 & 456 3244
Fax: 456 4547 – Netfang: tryggvi@snerpa.is
Fasteignaviðskipti
í :
: : i .i
Einbýlishús / raðhús
Hef kaupanda að einb. í Holta-
hverfi á verðbilinu 9-10,5 m.kr.
Fasteignir í
þessari
auglýsingu eru
aðeins
sýnishorn af
söluskránni.
Allar frekari
upplýsingar
eru veittar á
skrifstofunni að
Hafnarstræti 1
Bakkavegur 39: 201 m² ein-
býlishús á tveimur hæðum ásamt
innbyggðum bílskúr. Áhv. ca. 3,8
m.kr. Verð 12,2 m.kr.
Hlíðarvegur 14: 170,8 m² ein-
býlishús á tveimur hæðum ásamt
risi. Húsið er mikið endurnýjað
ekkert áhv. Verð 10,5 m.kr.
Hlíðarvegur 26: 259 m² ein-
b.hús á tveimur hæðum, á neðri
hæð er 70 m² íbúð sem hægt er
að leigja út. Verð 12,5 m.kr.
Hlíðarvegur 46: 186 m² enda-
raðhús á þremur hæðum. Fallegt
útsýni. Séríbúð á neðstu hæð.
Skipti á minni eign möguleg
Verð 8,9 m.kr.
Hnífsdalsvegur 10: 120,9 m²
einbýlishús á tveimur hæðum
ásamt grónum garði og eignarlóð
Tilboð óskast
Hrannargata 8a: 78,1 m² ein-
býlishús á tveimur hæðum ásamt
eignarlóð. Húsið er uppgert að
hluta. Verð 4,6 m.kr.
Lyngholt 10: 151,3 m² einbýlis-
hús á einni hæð ásamt 55,2 m²
bílskúr Verð 12,9 m.kr.
Mánagata 9: 191,7 m² einbýlis-
hús á tveimur hæðum ásamt
bílskúr, kjallara og garði.
Húsið er allt að mestu endur-
nýjað. Tilboð óskast
Seljalandsvegur 72: 112 m²
einbýlishús á tveimur hæðum,
góður sólpallur. Verð 8,2 m.kr.
Seljalandsvegur 85 - (Litla-býli):
118,5 m² einbýlishús á einni hæð
ásamt kjallara og tilheyrandi
lóðarleiguréttindum. Húsið er
mikið uppgert Verð 6,7 m.kr.
Skipagata 11: 93 m² einbýlishús
á tveimur hæðum (efri hæð er
undir súð), allt uppgert. Húsið er
í hjarta bæjarins. Ræktuð eignar-
lóð. Verð 6,7 m.kr.
Smiðjugata 11a: 150 m² einbýl-
ishús á tveimur hæðum ásamt
kjallara, risi og bílgeymslu.
Skoðum öll tilb. Verð 6,1 m.kr.
Stakkanes 4: 144 m² raðhús á
tveimur hæðum ásamt bílskúr.
Skipti möguleg á íbúð á Eyrinni.
Áhv. ca. 3,5 m.kr. Verð 9,5 m.kr.
Sunnuholt 2: 311 m² glæsilegt
einbýlishús á tveimur hæðum
ásamt innbyggðum tvöföldum
bílskúr. Einstaklingsíbúð á neðri
hæð. Stór og vel gróinn garður.
Verð 17 m.kr.
Sunnuholt 6: 231 m² glæsilegt
einbýlishús á tveimur hæðum
ásamt bílskúr. Hægt að hafa 80
m² séríbúð á neðri hæð. Skipti á
minni eign á Eyrinni koma til
greina Verð 15,5 m.kr.
Urðarvegur 27: 190,5 m² ein-
býlishús á 2 hæðum ásamt bíl-
skúr, góðum garði, svölum og
sólpalli. Skipti á minni eign
mögul. Verð 13,5 m.kr.
Aðalstræti 15: 122 m² 4ra
herbergja íbúð á tveimur hæðum
ásamt eignarlóð Verð 5 m.kr.
Aðalstræti 20:136,5 m² 4ra herb.
rúmgóð íbúð á 2. hæð í fjölb.húsi
ásamt tilheyrandi sér geymslu.
Svalir í suður. Verð 8,5 m.kr.
Engjavegur 25: 86,1 m² 3-4ra
herbergja íbúð á neðri hæð í
tvíbýlishúsi. Verð 6 m.kr.
Hjallavegur 8: 128,5 m² 4ra
herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýlis-
húsi. Laus fljótlega. Áhv. hagst.
lán ca. 2.8 m.kr. Verð 6,9 m.kr.
Sundstræti 30: 131,9 m² 5 herb.
íbúð á miðhæð í þríbýlishúsi
ásamt bílskúr. Tilboð óskast
4-6 herb. íbúðir
3ja herb. íbúðir
Pólgata 6: 55 m² risibúð á 3ju
hæð í fjölb.húsi.Verð 3,9 m.kr.
Silfurgata 11: 56,2 m² (75m²
gólfflötur, mikið rými í risi) Björt
og glæsileg íbúð með frábæru
útsýni. Ótrúlega hagstæð í rekstri.
Áhv. ca. 3,4 m.kr. Verð 5,8 m.kr.
Sólgata 8: 80 m² íbúð á neðri
hæð í þríbýlishúsi í góðu standi.
Íbúðin er öll nýmáluð Áhv. ca. 3
m.kr. Verð 4,9 m.kr.
Stórholt 9: 80,9 m² góð íbúð á 1.
hæð í fjölbýlishúsi ásamt sér
geymslu og sameign. Áhv. ca.
2,4 m.kr. Verð 5,3 m.kr.
Urðarvegur 49: 102,5 m² kjall-
araíbúð á neðri hæð í tvíbýlis-
húsi. Tilboð óskast
2ja herb. íbúðir
Aðalstræti 24: 74,6 m² íbúð 2.
hæð. Íbúðin er öll ný og vel
einangruð. Tilboð óskast
Aðalstræti 24: 62 m² íbúð á 2.
hæð. Íbúðin er öll ný og vel
einangruð. Tilboð óskast
Brunngata 12a: 57,4 m² íbúð í
mjög góðu standi á n.h. í tvíbýlis-
húsi ásamt sér geymslu og þvotta-
húsi í kjallara og eignarlóð.
Tilboð óskast
Hlíðarvegur 27: 49,9 m² íbúð á
neðri hæð í tvíbýlishúsi. Áhv. ca.
555 þús.kr. Tilboð óskast
Hlíf II, Torfnesi: 50,4 m² íbúð á
3. hæð í Dvalarhreimili aldraðra.
Áhv. .ca. 3,7 m.kr. Laus strax
Verð 6,3 m.kr.
Seljalandsvegur 58: 52,1 m²
íbúð á n.h. í tvíbýlishúsi ásamt
helmingi tvöfalds bílskúrs. Áhv.
ca. 600 þ.kr. Tilboð óskast
Sundstræti 24: 69 m² skemmti-
leg og rúmgóð íbúð á jarðhæð í
fjórbýlishúsi. Verð 4,5 m.kr.
Túngata 3: 80,7 m² íbúð á 2.
hæð ásamt rislofti.
Verð 4,5 m.kr.
Urðarvegur 78: 73 m² íbúð á
3ju hæð f.m. í fjölbýlishúsi ásamt
sér geymslu. Áhv. ca. 2,7 m.kr.
Verð 5 m.kr.
29.PM5 19.4.2017, 09:374