Bæjarins besta - 18.07.2001, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2001 7
inni. En bestu dagana segir
hann hafa verið í Furufirði
þar sem hann var í sveit til tíu
ára aldurs. „Þangað fór ég á
vorin strax þegar skóla lauk
og kom aftur í október eða
nóvember á haustin.
Ég vildi helst ekkert fara úr
sveitinni. Þarna fékk ég að
kynnast búskaparháttum eins
og þeir voru áður. Það voru
engar vélar en aftur á móti
eintóm ævintýri fyrir litla
gutta eins og mig. Þetta var
stuttu eftir stríð og það mátti
alltaf eiga von á því að eitt-
hvað sem viðkom stríðinu
ræki á fjörur.“
Þar er friður og ró ...
Sveinn segir að þarna um
slóðir sé ótrúlega lítið af ferða-
mönnum. „Það mætti alveg
vera meira af þeim en það
þarf að búa til betri aðstöðu
handa þeim. Á Flæðareyri er
komin ágæt aðstaða og það
mætti alveg gera svipað á
Hesteyri og í Aðalvík, Fljóta-
vík og Hornvík og víðar þar
sem ferðamenn koma.
Hesteyri býður upp á þar sé
gert eitthvað fyrir ferðamenn.
Þar væri lítið mál að gera
bryggju. Það er ekkert sniðugt
að vera að fara þangað með
fólk, jafnvel roskið fólk, og
ferja það í land á litlum
gúmmíbát.“
„Ég nýt þess enn þann dag
í dag að fara norður á Strandir.
Þar er mitt friðland. Ég hef
farið víða um svæðið en ég
hef alltof sjaldan farið í Furu-
fjörðinn. Hann er auðvitað fal-
legastur af þessum fjörðum,
grösugur og víðáttumestur.
Þarna er enginn vélagnýr eða
neitt sem er að angra þig. Þar
er friður og ró.“
Björn Björnsson á Þórustöðum í Önundarfirði í BB-spjalli
Með mörg og ólík járn í eldinum
Björn Björnsson bóndi á
Þórustöðum í Önundarfirði
er fæddur árið 1964 fyrir
austan, nánar til tekið á
Seyðisfirði. Hann fluttist
vestur á firði þriggja ára að
aldri með móður sinni, Haf-
dísi Sigurðardóttur, og eldri
bróður sínum, Einari Erni,
þegar móðir hans giftist
bóndanum á Þórustöðum.
Björn er í sambúð með Jón-
ínu Eyju Þórðardóttur.
„Ég er fráskilinn eins og
margir menn á Íslandi og á
þrjú börn af fyrra hjóna-
bandi. Jónína Eyja á líka
þrjú börn af fyrra hjónabandi
og svo eignuðumst við sam-
an eina stelpu fyrir þremur
mánuðum. Við eigum sem
sagt sjö börn samtals þannig
að það verður oft mikið fjör
á heimilinu þegar allir eru
saman komnir.“
Börnin á heimilinu eru
Markús Þór Björnsson sem
er sautján ára, Sólrún Guð-
bjartsdóttir, fimmtán ára,
Magni Þór Björnsson, fjór-
tán ára, Birgitta Guðbjarts-
dóttir, þrettán ára, Þórdís
Björnsdóttir, átta ára, Díana
Ösp Guðbjartsdóttir, átta
ára, og Rakel María Björns-
dóttir, sem er þriggja mán-
aða.
„Sú yngsta, Rakel María,
er nýkomin heim frá Boston
úr hjartaskurðaðgerð. Að-
gerðin tókst alveg ótrúlega
vel og hún er ótrúlega hress.
Hún þarf að fara aftur út í
aðgerð í haust og svo aftur
þegar hún er tveggja til
þriggja ára gömul. Þá verður
búið að gera það sem hægt
er að gera en hún verður
alltaf með bara eitt neðra
hjartahólf ekki tvö eins og
við hin. En þótt hún geti
ekki stundað íþróttir, þá
verður einhver að vera í
tímatökunni. Þær sögðu
hjúkrunarkonurnar úti að
hún gæti átt rólegt og eðli-
legt líf. Þá var ég fljótur að
skjóta að hún gæti þá til
dæmis orðið hjúkrunarkona.
Þær vildu nú ekki sam-
þykkja að það væri rólegt
starf. En sem betur fer gekk
þetta allt saman vel og það
sem núna var gert var mjög
vel gert. Hún er með gervi-
æð núna og þegar hún hættir
að duga verður farið í næsta
áfanga.“
„Móðir mín býr enn í Ön-
undarfirðinum ásamt fóstur-
föður mínum, Jóni Friðgeiri
Jónssyni eða Jóni á Völlun-
um eins og hann er stundum
kallaður. Þau búa á Flateyri
núna en eru með sumarbú-
stað á jörðinni hjá okkur.
Þar eru þau meira og minna
allt sumarið. Ég er Austfirð-
ingur í báðar ættir og á engin
skyldmenni fyrir vestan utan
nánustu ættingja. Það næsta
sem ég komist því að eiga
skyldfólk hérna er að ég
komst einhvern veginn að
því að ég er Svefneyingur
einhvers staðar langt fram í
ættir. Það er kannski þess
vegna sem mér þykir svona
gott að sofa.
Á heimavist í
túnfætinu heima
Björn ólst upp í Önundar-
firði og hefur lítið yfirgefið
sveitina frá þeim tíma þegar
hann fluttist þangað með móð-
ur sinni nema þegar hann fór
á sjó og í búfræðinám á
Hvanneyri. Hann fór í Holts-
skóla og var sá tími góður.
„Grunnskólinn minn var
Holtsskóli og það var oft mjög
skemmtilegt að vera þar. Það
var svolítið merkilegt að fara
í skóla í Holti. Ég var í heima-
vist frá átta ára aldri þó að ég
væri ekki nema um einn kíló-
metra að heiman. Guðmundur
Ingi var þá kennari og Þura
konan hans var ráðskona. Þau
voru bara tvö með allan hóp-
inn og það var oft mikið fjör.
Það voru auðvitað engar tölv-
ur og annað slíkt eins og er í
dag. Við vorum alltaf úti að
leika okkur alla daga fram á
kvöld á skautum, skíðum og
öllu mögulegu.
Ég er búfræðingur frá
Hvanneyri og útskrifaðist það-
an 1983. Ég fór á sjó einn
vetur eftir grunnskóla en fór
síðan á Hvanneyri og þaðan
beint í búskap. Ég ætlaði nú
ekkert alltaf að verða bóndi,
þetta bara þróaðist einhvern
veginn svona. Ætli þetta hafi
ekki verið í manni. Ég hóf
búskapinn á loðdýrarækt
haustið 1984 og tók síðan við
búinu árið 1986 en hætti með
loðdýrin árið 1990.“
Vill ekki
kalla sig bónda
Þrátt fyrir að vera útskrifað-
ur búfræðingur vill Björn þó
ekki kalla sig bónda. „Ég hef
nú aldrei viljað kalla mig
bónda þótt ég kvelji nokkrar
rollur yfir vetrartímann en ég
á víst að heita það að vera
bóndi. Ég bý hér alla vega á
mjög góðri jörð. Ég er ekki
með mikinn búskap, tæplega
hundrað rollur og nokkra
hesta núna og auk smávegis
æðarvarps. Í haust keypti ég
trillu sem ég reyni að fara
reglulega út á. Ég átti trillu
fyrir um tíu árum en seldi hana
en sjórinn kallaði aftur. Þetta
er nú bara lítill og venjulegur
plastbátur og ég veiði með
handfærum á dagakerfi. Núna
er ég bara á sjó og með mold
en svo fer ég stundum að beita
á veturna og ýmislegt fleira.
Alltaf hefur verið gott að
vera með búskap í Önundar-
firði en þetta er auðvitað fall-
valt eins og margt annað. Jörð-
um hefur fækkað mikið síð-
ustu fimmtán árin og nú eru
menn unnvörpum að losa sig
við mjólkurkvóta á svæðinu.
Það er hugsanleg einhver
að sprikla og vera í alls-
konar sporti. Það hafa alltaf
verið stundaðar frjálsar
íþróttir í Önundarfirði á
sumrin og ég spriklaði með.
Það voru nú kannski aldrei
neinar stífar æfingar heldur
frekar leikur. Ég keppti
núna síðast að gamni mínu
á fyrsta héraðsmóti Héraðs-
sambands Vestfirðinga sem
haldið var á Þingeyri – ég
gat ekki sleppt því. Þar
keppti ég í kúlu, kringlu,
hástökki, þrístökki og
4x100 m hlaupi. Mig lang-
aði nú mikið til að fara á
Landsmót UMFÍ á Egils-
stöðum enda búa allir ætt-
ingjar mínir þar en ég ætla
að geyma það þangað til að
Landsmótið verður fyrir
vestan árið 2004. Þá kemur
maður inn af fullum krafti.
Ég að heita að vera for-
maður ungmennafélagsins
í Önundarfirði. Ég hef verið
að kúpla mig út úr þessu
stjórnandadæmi. Ég hef al-
drei verið neinn pappírskall,
skipulag og annað slíkt
hefur aldrei verið mín sterka
hlið. Eftir að skíðahluti
Ungmennafélagsins var
fluttur yfir í Skíðafélag Ís-
firðinga hefur ekki verið
heilsársstarf hjá okkur.
Ástæðan fyrir því að við
ákváðum að gera þetta var
ekki sú að við gætum ekki
haldið uppi skíðastarfinu
heldur fannst okkur vera
meiri framtíð í því fyrir okk-
ur og Skíðafélag Ísfirðinga
að þessir hópar kepptu,
æfðu og ynnu saman. Okk-
ur fannst vera meira vit í
því heldur en að við værum
að keppa um fjárveitingar
og krakka inn í félögin.“
Markús Þór stundar
skíðin af krafti
Þrátt fyrir að fara oft á
skíði í skóla og í leik æfði
ég aldrei skíði en elsti sonur
minn hefur hins vegar verið
á fullu á gönguskíðunum.
Hann vann Fossavatns-
gönguna óvænt í vetur og
persónulega finnst mér það
vera miklu meiri sigur en
Íslandsmeistaratitillinn.
Hann sat líka og horfði á
bikarinn þrjá daga á eftir.
Hann átti ekkert von á þessu
drengurinn, hann ætlaði
bara að fara og vera með
enda hafði hann aldrei
gengið þessa vegalengd áð-
ur.
Í vetur ætlar hann að fara
út til Noregs í skíðaskóla.
Þessi skóli er reyndar ekki
bara með skíði. Hann er
með ýmsar íþróttagreinar
en það komast bara fjórtán
krakkar í hverja grein á ári.
Það verður gaman hjá hon-
um að geta klárað þetta. Ég
er stoltur af honum eins og
hinum börnunum og styð
hann heils hugar“, sagði
Björn.
fjölgun á fé en kindum hefur
fækkað mikið hérna miðað
við hvernig þetta var. Það eru
ekki nema um þúsund kindur
á fóðrum í öllum Önundar-
firði. Menn eru líka farnir að
vinna meira með heldur en
var.
Það hafa ekki verið neinar
byltingar í hefðbundnum bú-
skap núna. Menn fóru eitthvað
út í loðdýrarækt á sínum tíma
þegar allir áttu að fara í loð-
dýrarækt en þetta datt síðan
niður og menn hættu á meðan
þeir gátu. Það eru nú sem betur
fer einhverjir sem starfa við
þetta ennþá þannig að kunn-
áttan hverfur ekki.
Þrátt fyrir allt hef ég nánast
aldrei unnið tímavinnu á æv-
inni. Það var farið í akkorð í
sláturhúsinu á haustin og svo
hef ég auðvitað verið á sjónum
en ekki í þessari dæmigerðu
tímavinnu.“
Ætlaði að verða
„moldríkur“
Björn hefur alltaf haft nóg
að gera um ævina og það nýj-
asta hjá honum núna er mold-
arsala. „Hugmyndin að mold-
inni er auðvitað sú að verða
moldríkur, þetta var nú bara
einhver hugdetta eins og oft
áður. Við ákváðum að prófa
þetta og byrjuðum á þessu.
Það átti aldrei að verða nein
fjárfesting en er orðið það
núna. Það er komin ágætis
hreyfing í þetta núna. Hún
mætti auðvitað vera meiri en
ég er nú enginn bísnissmaður
og kann ekki mikið inn á aug-
lýsingar og annað slíkt. Ég
hef verið að reyna að auglýsa
eitthvað í Svæðisútvarpinu.
Moldin virðist þó hafa auglýst
sig ágætlega sjálf á milli garða
þannig að það er alltaf eitthvað
að gera hjá okkur.
Þetta er mjög góð mold og
við erum búin að gera mikið
fyrir hana. Við blöndum hana
með skeljasandi og myljum
hana síðan niður. Ég fór út í
það að blanda hana með
skeljasandi vegna þess að
þessi mold sem við höfum
fyrir vestan er almennt of súr
sem gróðurmold. Skeljasand-
urinn er hins vegar 70-80 prós-
ent kalk og hann færir sýru-
stigið í æskilegt horf. Ég lét
efnagreina moldina og hún
kom ágætlega út.
Aðalvandamálið hefur ver-
ið að flytja moldina á milli
staða. Þess vegna byrjuðum
við að bjóða upp á að setja
hana í poka sem taka um einn
rúmmetra. Við erum líka kom-
in með umboðsmenn á þess-
um helstu stöðum í kring, sem
eru Jón Reynir á Þingeyri,
Hilmar í Súgandafirði, Einar
Halldórsson á Ísafirði og
Vélsmiðjan Mjölnir í Bolung-
arvík.
Verðið er misjafnt eftir því
hvort fólk sækir hana sjálft
eða til umboðsmanna. Ef fólk
kemur hingað og sækir mold-
ina er rúmmetrinn á 1500
krónur kominn á bíl og á 2500
krónur í pokanum. Ef fólk
kaupir hjá umboðsmanni á
einhverjum af hinum stöðun-
um, þá kemur flutningskostn-
aðurinn inn í verðið.
Í íþróttum til
að vera með
Björn er þekktur fyrir dugn-
að og þátttöku í íþróttum.
Hann gefur lítið þó út á það
og segist bara vera með fyrir
gamanið. „Ég hef nú aldrei
verið neinn afreksmaður í
frjálsíþróttum. Hjá mér snýst
þetta nú meira um að taka
þátt heldur en að vinna. Ég
hef óskaplega gaman að því
29.PM5 19.4.2017, 09:377