Bæjarins besta - 18.07.2001, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2001 5
smáar
Til sölu er bifhjól, Yamaha
Dragstar XVS 650A árg. 98.
Mjög fallegt hjól sem lítur
út sem nýtt. Keyrt aðeins 8
þús. km. Uppl. í síma 456
3481 milli kl. 19-20.
Fjölmenningarsetrið á
Vestfjörðum óskar eftir
ódýrri tölvu til þess að geta
boðið fólki aðgang að inter-
netinu og ritvinnslu. Uppl.
í síma 456 3090.
Óskum eftir notaðri þvotta-
vél, sjónvarpi og hjóna-
rúmi, helst ódýrt eða gefins.
Upplýsingar í síma 894
8630 eða 865 4399 (-á
ensku eða pólsku).
Til sölu er stórt bil í veiðar-
færaskemmu að Sindra-
götu 9 á Ísafirði. WC, heitt
vatn og harðsteypa í gólfi.
Uppl. í síma 456 3678.
Óska eftir boxdýnu, helst
90 cm á breidd, ódýrt eða
gefins. Upplýsingar í síma
867 5161.
Óska eftir góðum bíl til
kaups á 100-300 þús. kr.
Uppl. í síma 848 5746.
Til sölu er flottir og kræsi-
legir laxaormar á kr. 30
pr.stk. Uppl. í síma 866
9546 (Bjarki) og 866 9839
(Arnar).
Mótorsportáhugamenn.
Stofnaður verður mótor-
sportklúbbur á Ísafirði
fimmtudaginn 19. júlí n.k.
á Eyrinni kl. 20.00. Allir
velkomnir.
Til sölu er hjónarúm úr
beyki. Stærð 150x200.
Selst á góðu verði. Uppl. í
síma 456 3884.
Til sölu 2ja herb. íbúð með
sérinngangi að Urðarvegi
78. Laus 1. ágúst. Uppl. í
síma 456 3928 og 456
4323.
Til sölu eða leigu er góð 90
fm íbúð að Hrannargötu 8.
Laus strax. Uppl. gefur
Guffý í síma 868 8464.
Til sölu ný 13" sumardekk
á felgum. Verð ca. 17 þús.
Upplýsingar í síma 869
6731 eða 456 7669.
Sá sem tók stigann að
Hjallavegi 7 á Flateyri,
vinsamlegast skili honum
aftur.
Til sölu Palomino Colt
fellihýsi með fortjaldi.
Uppl. í síma 696 7316.
Óska eftir ungri kanínu.
Uppl. gefur Unnur í síma
456 6110.
Óska eftir leiguhúsnæði í
Bolungarvík í eitt ár. Uppl.
í síma 861 5997.
Til sölu Subaru station árg.
'87. Þarfnast lagfæringa,
selst fyrir lítið. Uppl. í síma
456 4247 eða 848 6037.
Gömul myndavél í brúnu
hörðu hulstri tapaðist í
síðustu viku. Finnandi
vinsamlegast hringi í síma
456 4370 eða 847 1971.
Til sölu Dallas hústjald.
Selst á hálfvirði eða hugsan-
leg skipti á fólksbílakerru.
Uppl. í síma 892 1688.
Sturla.
Til sölu er Palomino Colt
fellihýsi, skráð í ágúst '99.
Uppl. í síma 456 5054 og
897 5052.
Til sölu er barnakerra með
skermi og svuntu. Uppl. í
síma 456 3014.
Til sölu Nissan Terrano II
árg. '97. Ekinn 60 þús. Sk.
á ód. bíl koma til greina.
Uppl. í síma 456 4174.
Til sölu er Mitsubishi Gal-
ant árg. '89, ekinn 220 þús.
Verð 200 þús. Uppl. í síma
891 9423
Stúdíóíbúð í Rvk, heima-
gisting. Leigist minnst tvær
nætur í senn, allt að 4
persónur. Bókanir í síma
582 3034. Eftir kl. 18, 557
1456 eða 862 9443.
Ævar Valgeirsson, 17 ára
piltur frá Ísafirði, sem fluttist
suður í Kópavog ásamt fjöl-
skyldu sinni fyrir tveimur ár-
um, var skorinn upp á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Ísafirði í
síðustu viku. Ástæðan fyrir
því að hann var skorinn upp
hér vestra var sú, að hann hefði
þurft að bíða óvinnufær fram
á haust eftir því að komast í
aðgerð syðra.
Óneitanlega stingur það í
stúf við það sem almennt er
talið, að læknisþjónusta skuli
vera skjótari og betri úti á
landi en á Reykjavíkursvæð-
inu. Í dægurmálaútvarpi Rásar
2 í síðustu viku var einmitt
fjallað um skort á læknum og
læknisþjónustu og þá bið sem
er eftir því að fá svo mikið
sem samtal við heimilislækni
syðra, hvað þá frekari þjón-
ustu.
Ævar hlaut fyrir skömmu
slæmt kviðslit og þegar hann
komst til læknis var honum
sagt, að hann gæti komist í
aðgerð með haustinu. Ljóst
var að hann yrði óvinnufær
meðan á biðinni stæði. Móðir
Ævars átti símtal við dr. Þor-
stein Jóhannesson, yfirlækni
og nefndi þetta ófremdar-
ástand. Þorsteinn er í sumarfríi
en sagði henni að senda piltinn
vestur með fyrstu ferð.
Aðgerðin gekk fljótt og vel.
Myndin af Ævari á spítalanum
var tekin síðdegis þegar hann
var að vakna af svæfingunni.
Hann hélt síðan suður aftur
með áætlunarflugi morguninn
eftir.
Ævar Valgeirsson að vakna eftir aðgerðina á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ísafirði.
Skjót læknisþjónusta á Fjórðungssjúkrahúsinu
– hefði þurft að bíða óvinnufær fram á haust syðra
Brottfluttur Ísfirðing-
ur kom vestur í aðgerð
Framkvæmdir bæjarins hefjast um leið
og menn eru tilbúnir til að byrja að byggja
Eins og hér kom fram í síð-
ustu viku hefur Hermann Þor-
steinsson múrari f.h. Múr-
krafts ehf. í Ísafjarðarbæ sótt
um átta byggingarlóðir fyrir
einbýlishús á hinu nýja bygg-
ingasvæði á Tunguskeiði inn-
an við verslunarmiðstöðina
Ljónið á Ísafirði. Skorið var
úr því í fyrra að leyfilegt væri
að byggja á svæðinu. Að sögn
Halldórs Halldórssonar bæj-
arstjóra þykja lóðaumsóknir
Hermanns vera hið besta mál.
„Þessar umsóknir þýða, ef allt
gengur eftir, að bærinn fer í
framkvæmdir um leið og
menn eru tilbúnir til að byrja
að byggja.“, segir bæjarstjóri.
„Það verður byrjað á að gera
svokallaða Safnbraut, sem
reyndar er ekki endanlegt
nafn. Einnig verða gerðar
lagnir við götuna sem húsin
koma til með að standa við og
gengið verður frá henni. Það
verður síðan lagt í aðrar götur
jafnóðum og lóðir vantar. Það
fer fljótlega að vanta húsnæði
á Ísafirði og að sjálfsögðu
mun fólk byggja hérna. Ísa-
fjarðarbær er einn af helstu
stöðum landsins, það er ekki
spurning. Ísafjarðarbær er
stærsti byggðakjarni utan
Akureyrar þegar talað er um
landsbyggðina utan höfuð-
borgarsvæðis. Hér er gott að
búa“, sagði Halldór.
Fyrirhugað íbúðarhverfi á Tunguskeiði á Ísafirði
Byggðastofnun
Níu styrkir
til verkefna á
Vestfjörðum
Níu aðilar á Vestfjörðum
fengu á síðasta ári styrki frá
Byggðastofnun, samkvæmt
ársskýrslu stofnunarinnar
sem er nýkomin út. Þessir
aðilar og upphæð styrkja
eru sem hér segir:
Magnús Ólafs Hansson,
Bolungarvík, vegna mál-
þings um sérkenni Vest-
firðinga, kr. 600.000.
Vilmundur Reimarsson,
Bolungarvík, vegna gisti-
skála á Hornströndum, kr.
300.000.
Óskar Friðbjarnarson,
Hnífsdal, vegna vöruþróun-
ar í hákarlsvinnslu, kr.
300.000.
Vélsmiðja GJS, Þingeyri,
vegna varðveislu á elstu
vélsmiðju landsins, kr.
500.000.
Önfirðingafélagið í
Reykjavík, vegna á Sól-
bakka í Önundarfirði, kr.
2.000.000.
Einar V. Skarphéðinsson,
Patreksfirði, vegna hand-
verks, kr. 500.000.
Minjasafn Egils Ólafs-
sonar, Hnjóti í Örlygshöfn,
vegna minjasafns, kr.
500.000.
Strandagaldur, Hólma-
vík, vegna Galdrasýningar
á Ströndum, kr. 1.000.000.
Samstarfshópur um end-
urbyggingu Riis-húss,
Hólmavík, vegna endur-
byggingar Riis-húss á Borð-
eyri, kr. 300.000.
Heilsubæjarverkefnið í Bolungarvík hefur verið í gangi í hálft annað ár
Gallup kannar árangurinn
og viðhorf bæjarbúa
félagsins í heild. Það er
nauðsynlegt að vita þetta, svo
að við getum í framtíðinni gert
betur og náð þá ennþá meiri
árangri.
Við þurfum líka að vita
hvaða áhrif fólk vill að heilsu-
bæjarverkefnið hafi og hvort
það vill yfirleitt að þessi stefna
verði áfram hjá bæjarfélaginu.
Við erum ekki með neina
forsjárhyggju og ætlum ekki
að segja fólki hvað það á að
gera. Við viljum finna leiðir í
samvinnu við fólkið en það
verður sjálft að segja til um
hvað það vill. Fólk í dag er
vel upplýst og hefur alla
Gallup á Íslandi ætlar að
gera könnun meðal Bolvík-
inga um viðhorf þeirra til
heilsubæjarverkefnisins sem
þar hefur staðið síðastliðið eitt
og hálft ár. „Við settum okkur
ákveðið markmið í byrjun og
til þess að við vitum hvort
þau hafi verið raunhæf og
hvort verkefnið hafi skilað
einhverju til bæjarbúa og
skilað árangri í heild sinni, þá
verðum við auðvitað að mæla
árangurinn“, segir Sigrún
Gerða Gísladóttir, hjúkrunar-
forstjóri í Bolungarvík. „Við
buðum þessa könnun út og
það voru bæði Gallup og fleiri
aðilar sem höfðu áhuga á
þessu.“
Könnun Gallup verður gerð
meðal Bolvíkinga á aldrinum
18-80 ára. „Við vonumst til
að þátttaka verði góð og
hvetjum alla til þess að bregð-
ast vel við. Því fleiri sem taka
þátt í könnuninni, þeim mun
marktækari verður hún og
sýnir okkur meira“, segir
Sigrún Gerða. „Könnunin á
að leiða í ljós hvort þróunar-
verkefni sem þetta eigi rétt á
sér og hverju það hafi skilað
til einstaklinganna og bæjar-
Starfsmaður óskast
Vífilfell á Ísafirði óskar eftir starfsmanni í
áfyllingar um helgar.
Upplýsingar veittar á staðnum.
Vífilfell, Vestrahúsinu við Suðurgötu
möguleika á því að breyta því
sem það vill.“
Sigrún Gerða segir að
heilsuverndarráðstefna verði
haldin í Reykjavík í haust og
þar verði verkefnið og jafn-
framt niðurstöður Gallup-
könnunarinnar kynntar. Sig-
rún vill einnig vekja sérstaka
athygli á ratleik sem heilsu-
bæjarverkefnið stendur fyrir.
„Megináhersla leiksins er að
fjölskyldan geti verið saman
og átt ánægjulega útiveru.
Gönguleiðirnar hafa verið
miserfiðar en það er gaman
að reyna á sig og hver og einn
getur valið þá leið sem hann
telur henta sér. Ástæðan fyrir
því að ég minni á þessar
gönguleiðir er sú, að það er
útiveran og samveran sem við
viljum hvetja fólk til að njóta.“
Sigrún vil hvetja Bolvík-
inga og gestir þeirra til að
skella sér í gönguferð og
endilega að hafa samband við
forsvarsmenn heilsubæjar-
verkefnisins ef eitthvað kemur
upp á.
29.PM5 19.4.2017, 09:375