Vinnan


Vinnan - 01.03.1948, Blaðsíða 8

Vinnan - 01.03.1948, Blaðsíða 8
t hinna óbreyttu íélagsmanna á þessu húsbónda- hlutverki sínu er undirstöðuatriði og lífsskilyrði heilbrigðra verkalýðssamtaka. Það skal játað, að í ýmsum málum getur í svipinn orðið torvelt fyrir félagsmenn að úr skurða í deilumáli milli forustumanna, en með vakandi eftirtekt og aukinni reynslu félagsmanna fer ekki hjá því, þegar til lengdar lætur, að hinn rangi málstaður verði veginn og léttvægur fund- inn, en sá, er betur reynist, hljóti sí.na viðurkénn- ingu. Af orðunum einum verður ekki ætíð greint milli hins rétta og ranga, þótt oft megi af máli þekkja manninn hver helzt hann er, — því fagurt er oft mælt á báðar síður, — og sjaldan hefur hinn verri máistað skort formælendur, þegar út á op- inn vettvang er komið sakir hins mikla blaða- kosts auðstéttarinnar og annarra áróðurstækja, sem verkalýðurinn hefur ekki til jafns við and- stæðingana. Til þess að afla sér þeirrar þekkingar á foringja sínum, sem ekki fæst af orðum hans, er verka- mönnuni sú eina leið örugg að kynna sér verk hans og bera þau saman við orð hans og eiðstafi. Látum hans eigin verk svara spurningum eins og t.d. þessum: 1. Hlítir þú svo sem lög bjóða samþykktum stétta- samtaka þinna; einnig þeim, sem þú greiddir atkvæði gegn í minni hluta? 2. Ertu þegar á reynir hagsmunum verkalýðsins trúr? Innan íslenzkra verkalýðssamtaka hafa svo sem alþjóð veit staðið yfir árum saman harðar deilur milli sameiningarmanna, sem eru í meirihluta innan heildarsamtakanna annars vegar og hægri nranna Alþýðuflokksins hins vegar. í árásum sínum á stjórn Alþýðusambands ís- lands hafa þeir Alþýðublaðsnrenn borið mjög í munni orðin lýðræði og „lýðræðissinnuð verka- lýðshreyfing“, sem þeir hafa auðvitað tileinkað sér, í mótsetningu við oftnefnda „kommúnista" í sambandsstjórn. Það er og alkunna, að hið núverandi Alþýðu- sanrband íslands er lögum sínum samkvæmt starf- andi á lýðræðisgrundvelli, að starf þess og stjórn mótast hverju sinni af lýðræðislegum meirihluta á sambandsþingi. Lög þessi eru nreira að segja sanrin og sam- þykkt nreð þátttöku Stefáns Jóhanns, Sigurjóns Ólafssonar o. fl. hægri foringja í Alþýðuflokkn- um. En sjá: Á 17. þingi Alþýðusambandsins 1942 lenda hinir „lýðræðissinnuðu" hægri foringjar í fyrsta sinni í minnlrluta. Byrjuðu þeir þá stíax að hafa í hótunum við meirihlutamr, ef hann vildi ekki hlýðnast minnihlutanum. Ræða Finns Jónssonar er sérstaklega minnisstæð í sambandi við kosningu sambandsstjórnar þá. A 18. þinginu neituðu hægriforingjarnir bæði samkomulagi við meirihlutann um sambands- stjórn og neituðu jafnframt að taka við kosningu, hvað senr þingið kynni að samþykkja í því efni; þeir lröfðti í lrótunum unr klofning sambandsins og gerðu tilraun til að hleypa upp þinginu og skipuleggja brottgöngu minnihlutans, þegar í Ijós kom, að meirihlutinn þ. e. lýðræðið á þingi verkalýðsins hlýddi ekki fyrirskipunum minni- hlutans. Á 19. þinginu endurtóku þeir hótun sína unr klofning sambandsins, ef hinn hverfandi minni- hluti þeirra fengi ekki að kúga nreirihlutann. Á 17. þinginu var m. a. samþykkt einróma, að unnið skyldi að nryndun bandalags vinnandi stétta gegn afturhaldinu í landinu og fyrir upp- byggingu atvinnuveganna. Lýðræðispostular minnihlutans gerðu barátt- una gegn þessari samþykkt að höfuðáhugamáli sínu r Alþýðublaðinu og áróðri sínum í verkalýðs- samtökunum. 18. þitrgið samþykkti m. a. stuðning við ríkis- stjórn nýsköpunarinnar, senr þá var nýsetzt á valdastól að vissu leyti að tilhlutan verkalýðssam- takanna og í samræmi við hugmyndina um banda- lag vinnandi stétta. Lýðræðispredikarar minnihlutans hófu „heil- agt“ stríð gegn nýsköpunarstjórninni og viðreisn- arstefnu hennar. Sjálfir voru þeir þó aðiljar að þessari ríkisstjórn. Flest eða öll sambandsþing verkalýðsins í seinni tíð hafa gert ákveðnar samþykktir í sjálfstæðis- máli þjóðarinnar og hin síðustu ár hafa verkalýðs- samtökin staðið eins og vera ber fremst allra sam- taka í sjálfstæðisbaráttunni. „Þjónar" verkalýðssamtakanna í Alþýðublað- inu gengu fremstir hinna 32, er sviku land sitt með hinum endemisfræga flugvallarsamningi. 19. þingið samþykkti m. a. að barizt skyldi fyrir: áframhaldi nýsköpunarinnar, leiðréttingu á dýrtíðarvísitölunni og að ekki skyldi skertur hlutur launþeganna frekar en orð- ið var í sambandi við útreikning hennar, unnið skyldi að kjarabótum almennt fyrir verkalýðinn, hækkaðri kauptryggingu sjómanna og síldveiðisamningum sagt upp með kjarabætur fyrir augum. 36 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.