Vinnan - 01.02.1997, Qupperneq 12
í kjölfar byltinganna í Austur-
Evrópu og hruns kommúnista-
stjórnanna hefur víða komið
mikið bakslag gegn kvenrétt-
indum og áherslan er lögð á að
konur eigi að fara aftur inn á
heimilin og sinna fjölskyldu og
barnauppeldi. Ein af skýringun-
um á þessu er sögð sú að allt
tal um kvenráttindi þyki minna
á áróður gömlu kommúnista-
flokkanna og því hafnað sem
hluta af þeirri arfleifð.
Undir stjóm kommúnista var lögð
mikil áhersla á jafnrétti í fram-
kvæmd og fólst það aðallega í jafnri
stöðu kvenna fyrir lögum, í menntun
og á vinnumarkaði. Lítil áhersla var
lögð á kvenfrelsi sem frelsi einstakl-
inganna enda var rekinn mikill áróð-
ur fyrir sósíalísku fyrirmyndarfjöl-
skyldunni þar sem konan bar ábyrgð
á umhyggju og umönnun samhliða
fullri ábyrgð í atvinnulífinu. Til að
auðvelda konum að sinna sínum
margvíslegu hlutverkum var komið
upp öflugu fæðingarorlofi, vöggu-
stofum og leikskólum. I Rússlandi og
víða í Austur-Evrópu er ímynd hinn-
ar sterku konu mjög rótgróin; það er
■ * iríl m 1
^ jyfeH
Kvenfrelsi í fvmim kommnnistaríkjnm
ímynd konunnar sem mætir erfiðum
aðstæðum, fómar sér og ber miklar
byrðar án þess að mögla. Kvenfrels-
ishugmyndirnar sem kommúnista-
stjómimar hömpuðu lögðu tvöfaldar
byrðar á konur; þær áttu að standa sig
jafnfætis körlum í atvinnulífinu en
bera alla ábyrgð á heimilinu og fjöl-
skyldunni að auki.
Frá 1989 hefur borið sífellt meira á
því að öllum hugmyndum um „kven-
frelsi“ sé hafnað sem arfleifð frá
kommúnistastjómunum. Hefðbundn-
ar hugmyndir um að staða konunnar
sé á heimilinu hafa öðlast mikinn byr,
bæði frá konum og körlum. Þetta
veldur ekki síður erfiðleikum fyrir
konur. Margar þeirra telja að konur
eigi að vera heima en þær verða engu
að síður að vinna úti, því ein fyrir-
vinna dugir ekki til. A sama tíma het-
ur kerfi ríldsrekinna leikskóla hrunið
og dagvistunarúrræði margfaldast í
verði auk þess sem staða kvenna á
nýjum einkavæddum vinnumarkaði
hefur versnað mjög. Þá heyrast raddir
sem kenna konum og atvinnuþátttöku
þeirra um þá samfélagslegu upplausn
sem víða ríkir.
I skoðanakönnun sem gerð var
árið 1991 í Slóvakíu kom fram að
aðeins 8% kvenna töldu að konur
ættu að vinna fulla vinnu og aðeins
12% kvenna á aldrinum 18 til 39 ára.
Þá hafa kannanir leitt í ljós að bæði
konur og karlar á öllum aldri virðast
sammála um að konan eigi að sinna
húsverkunum og heimilinu.
Verri staða á vinnumarkaði
Eftir breytingarnar í Austur-Evrópu
hefur atvinnuleysi kvenna vaxið mun
hraðar en karla ekki síst vegna þess
að þeir hlutar vinnumarkaðarins þar
sem staða þeirra var sterkust fyrir,
svo sem í léttum iðnaði og opinberri
þjónustu, hafa farið verst út úr breyt-
ingunum á efnahagskerfinu. Þau rétt-
indi sem konur áttu áður hjá ríkinu er
nú verið að flytja yfir á einkafyrirtæki
en því fylgir jafnframt að þau líta á
konur sem mjög dýrt vinnuafl.
Sama er að gerast í stjómmálum.
Nú eru ekki lengur ,,kvótar“ fyrir
konur í stjórnmálum og sem dæmi
um þróunina má nefna að í kosning-
um í Tékklandi 1990 minnkaði hlutur
kvenna á þingi úr tæplega 30% niður
í 6%. Konur virðast nú víða líta svo á
að stjórnmál séu subbuleg og best
geymd í höndum karla.
Skýringar?
Þessi viðbrögð má að hluta skýra
sem viðbrögð við þeirri útgáfu af
kvenfrelsi sem rekin var áróður fyrir
af kommúnistástjórnunum. Margar
konur litu á margfaldar kröfur til sín
sem kúgun og sáu heimilið sem
griðastað sinn eða jafnvel sem vett-
vang fyrir einskonar andspymu gegn
opinberri stefnu. Þegar konum
stendur svo til boða einhæf, erfið og
illa borguð vinna auk þess sem nær
ekkert stuðningskerfi er eftir til að
styðja þær til þátttöku á vinnumark-
aði getur sú staða vel komið upp að
það sé almennt meira aðlaðandi að
sinna einu hlutverk vel en reyna að
leysa mörg í einu. Imynd húsmæðra
er jákvæð og það starf er hátt metið.
Atvinnulaus kona getur því byggt
upp sjálfstraust og sjálfsmynd með
því að vera heimavinnandi húsmóðir,
sem er nokkuð sem atvinnulaus karl
getur ekki.
Byggt á grein e. Laurie Occhipinti
í Anthropology Today, 6/96.
1OLVUSALAN Suðurlandsbraut 20 Sími 55 33 700 • Fax 586 74 95
* Tölvukaplar
• lOnsiyrlSpjOIQ
• iNeiounaour
• EPROM-forritari
Höfðabrekkujökull
„Sem atvinnuljósmyndari þá vil ég
vera tiltcekur fyrir ný verkefni
hvenœr sem er og hvar sem er. Ég
Ijósmynda mikið í óbyggðum og því
fœri þetta tvennt tœþlega saman
nema með hjálp NMT farsímans.
Með NMT getur konan mín verið í
sambandi við mig og ekki síður
mínir viðskiptavinir. NMT síminn
er því ekki bara öryggistœki í
mínum augum heldur nauðsynlegt
atvinnutœki.“
RagnarTh. Sigurðsson, Ijósmyndari
„Ég nota NMT síma því hann
tryggir mér öryggi og atvinnu
NMT farsímarnir hafa fyrir löngu sannað notagildi sitt á íslandi. Dreifikerfið
fyrir NMT farsímana er víðtækt og símarnir eru langdrægir. Þessir kostir gera
NMT að ákjósanlegum valkosti fyrir þá sem eru á ferð um sveitir landsins, í
óbyggðum og ekki síður á hafi umhverfis landið. íslenska NMT síma má einnig
nota á Norðurlöndum.
NMT símar - þegar langdrægni og öryggi skipta máli.
POSTUR OG SIMI
12