Vinnan


Vinnan - 01.02.1997, Side 13

Vinnan - 01.02.1997, Side 13
Kvennabanki í Zimbabwe ífyrrafengulOO konurí Zimbabwe lán til að koma á fót eigin atvinnustarf- semi frá kvennabanka sem er samstarfsverkefni norsku þróunarvinnusam- takanna Norsk Folkehjelp og Norska Landsbanken. Kvennabankinn í Zimbabwe er byggður upp á sama hátt og Grameen kvennabank- inn í Bangladesh. Landsbanken hefur áram saman styrkt Norsk Folkehjelp og fékk þá hug- mynd að stofna sérstakan sjóð til að fjármagna lán til kvenna. Utkoman varð Folkebanken í Zimbabwe. Landsbanken legg- ur fjármagn til hliðar og hvetur líka viðskiptavini sína til að styrkja framtakið. Viðskipta- vinimir fá svo upplýsingar um framgang einstakra verkefna sem verða til vegna lána frá Folkebanken. Vinahópar Starf Folkebanken í Zimbabwe byggir á svokölluðum ,vina- hópum“ eða samtökum kvenna á staðnum. Konur slá sér sam- an fimm til sex í hóp sem gengur sameiginlega í ábyrgð fyrir lán til einnar af konunum í hópnum. Á síðasta ári fengu 100 konur lán frá Folkebanken og árangurinn hefur verið mjög góður. Pær segja lánin hafa hjálpað sér við að styrkja stöðu sína og hafa auknar tekjur m.a. verið notaðar til að fjármagna skólagöngu barna, til heilsu- gæslu og ekki síst aukinnar framleiðslu matvæla til eigin neyslu. Lærdómurinn sem draga má af svona starfi er ekki síst sá að tiltölulega litlar upphæðir geta breytt mjög miklu séu þær not- aðar á réttan hátt og af því fólki sem best þekkir til á hverjum stað. Fyrir utan þýðinguna sem þetta hefur fyrir lántakenduma sjálfa eru margfeldisáhrifin í öllu samfélaginu mjög jákvæð. Frá sjónarhóli bankanna eru kvennabankamir einnig góður kostur því 98% af öllum lánum kvennabanka í heiminum eru endurgreidd með vöxtum. Nokkrir lántakendur kvenna- bankans í Zimbabwe fyrir utan útibúið sitt. Be h- itt > j £ F7 V * i fjj ,Æ gj|j f M '1 | J ■ X ' 8 ) JB / I ,J Mr Bfefj r M l jjfl 1 M % I M M I I 1 í lr * I f 1/ f kr 'I i j \ fj m w* .* ■ 1 j f ‘ Ar 1 I tij. M Mfr i ,\ /1 Ki M » \ Vaxandi fátækt og atvinnuleysi Ný skýrsla Alþjóða vinnumála- stofnunarinnar (ILO) um atvinnu- ástand í heiminum, hefur vakið mikla athygli enda leiðir hún í Ijós að atvinnu- leysi og fátækt fer vaxandi um leið og misskipting auðs eykst. Tæpur þriðj- ungur vinnuafls í heiminum er annað hvort án atvinnu eða hefur ekki næga vinnu. Þróunin á vinnumarkaði í heiminum er dökk samkvæmt skýrslu ILO. Næstum 35 milljónir manna eru án at- vinnu í ríkjum OECD og milljónir ann- arra rétt hafa í sig og á með atvinnu sem þeir geta misst þá og þegar. Fjöldi þeirra sem er undir fátæktarmörkum fer vaxandi á meðan tekjur hinna hæst- launuðu hækka. Þeir sem eru atvinnu- lausir í lengri tíma eiga á hættu að verða útilokaðir frá þátttöku á vinnu- markaði um aldur og ævi. í þróunar- löndunum verða milljónir manna að sinna einhæfum og heilsuspillandi störf- um þar sem framleiðni er hverfandi og líkur á bata því mjög litlar. Þessi þróun er svo áberandi að ýmsir fræðimenn eru farnir að smíða tískukenningar um „efnahagslegan vöxt án atvinnu“, þ.e. efnahagslegar framfarir sem grundvallast á tæknifram- förum og munu því ekki skila fleiri störf- um. Þeir sem lengst ganga tala í spá- mannastíl um „endalok vinnunnar" í nýju efnahagskerfi heimsins. Höfundar ILO skýrslunnar andmæla slíkum kenn- ingum því með þeim sé verið að horfa fram hjá þeim gífurlega vanda sem blasir við milljónum manna um heim allan og í reynd að yfirgefa það mikil- væga markmið að tryggja fólki vinnu og mannsæmandi lífskjör. Því er einnig hafnað að afnám allra reglna og rétt- inda á vinnumarkaði sé einhver lausn f þessu efni. LÍFEYRISSJÓÐURINN LÍFIÐN Frá og með síðustu áramótum sameinuðust Lífeyrissjóður framreiðslumanna, Lífeyrissjóður matreiðslumanna og Lífeyrissjóður rafiðnaðarmanna í nýjum lífeyrissjóði, Lífeyrissjóðnum Lífiðn. Hinn nýi lífeyrissjóður tók yfir ábyrgð á öllum eignum og skuldbindingum eldri sjóða. Starfsmenn Lífeyrissjóðsins Lífiðnar: Þorsteinn Húnbogason Einar Guttormsson Bjarni Sigfússon Unnur Magnúsdóttir framkvæmdastjóri aðalbókari gjaldkeri fulltrúi Innheimta iðgjalda af félagsmönnum í Matvís hefur verið falin Innheimtustofu Matvíss, Þarabakka 3 og henni veitir forstöðu Ásta Kristjónsdóttir, sími: 587 2355, fax: 587 2125. Launagreiðendur eru hér með beðnir um að taka tillit til þessarar sameiningar og greiða öll iðgjöld eftir 1. janúar 1997 sem áður tilheyrðu Lífeyrissjóði matreiðslumanna, Lífeyrissjóði framreiðslumanna og aðildarfélögum Matvíss ásamt eftirmenntunargjaldi til Innheimtustofu Matvíss, kt: 581296-2159 á bankareikning í íslandsbanka, Þarabakka 3, Reykjavík, bankanúnter 537, höfuðbók 15 og reikningsnúmer 400180. Innheimta iðgjalda af rafiðnaðarmönnum hefur verið falin Innheimtustofu rafiðnaðarmanna og henni veitir forstöðu Elín Fríða Sigurðardóttir, sími: 568 1433, fax: 553 9097. Launagreiðendur eru hér með beðnir um að taka tillit til þessarar sameiningar og greiða öll iðgjöld eftir 1. janúar 1997 sem áður tilheyrðuUífeyrissjóði rafiðnaðarmanna og aðildarfélögum RSÍ ásamt eftirmenntunargjaldi til Innheimtustofu rafiðnaðarmanna, kt: 581296-2079, á bankareikning í íslandsbanka, Suðurlandsbraut 30, Reykjavík, bankanúmer 526, höfuðbók 15 og reikningsnúnter 324601. eða Landsbanka, Háaleitisbraut 68, Reykjavík, bankanúmer 120, höfuðbók 26 og reikningsnúmer 4400. Sjóðfélögum er bent á að afgreiðsla sjóðsins er að Háaleitisbraut 68. LIFEYRISSJOÐURINN LIFIÐN ■ HAALEITISBRAUT 68 ■ 103 REYKJAVIK SÍMI: 568 1438 ■ FAX: 568 1413 ■ KT: 581096-2759 ■ E-MAIL: lifidn@lifidn.rl.is Vinnan 13

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.