Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2021, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2021, Blaðsíða 20
H vernig er kynlífið í sambandinu þínu? Þetta er mögulega ekki spurning sem þú berð upp reglulega í vinahóp þín- um. Ástæðan er sú að kynlíf para hefur löngum verið talið þeirra einkamál og ókunn- ugum óviðkomandi. Mörg pör veigra sér jafnvel við að ræða kynlíf sitt sín á milli. Það er bara eins og það er, annað hvort gott eða slæmt og lítið við því að gera. Engin ástæða til að hefja mögulega, vandræðalegar samræður um þetta sögulega feimnismál. En það þarf ekki að vera svo. Sigríður Dögg Arnar- dóttir kynfræðingur, sem er betur þekkt sem Sigga Dögg, segir mikilvægt að hugsa um kynlíf sem samtal milli para því orð séu til alls best. Hún ræddi við blaðamann um kyn- hvöt, samræður um kynlíf og mikilvægi þess að setja og virða mörk. Kynlöngun frekar en kynhvöt „Ég er ekki hrifin af því að tala um kynhvöt, ég tala frekar um kynlöngun, því hvöt gefur til kynna að þetta sé eitthvað sem við þurfum og lifum ekki af án þess að hafa. Kynlíf er alltaf val svo þetta er ekki hvöt sem við þurfum að bregðast við, þó við höfum vissulega missterka og mis- mikla löngun í kynlíf.“ Sigga Dögg segir það eðli- legt að kynlöngum manna sveiflist. Stundum sé hún meiri, en stundum minni. Ef fólk langar að auka löngun í sambandi þá standi klassísku ráðin enn fyrir sínu. „Það sem fræðin segja okkur er að þessi klassísku ráð sem fólk heyrir alltaf um að halda neistanum lifandi eru alltaf góð og gild. Það er til dæmis að upplifa eitthvað nýtt saman, koma sér í nýjar aðstæður og að halda þessum leik á lofti.“ Svefnherbergið á, að mati Siggu Daggar, að vera griða- staður para. „Ég skil að fólk tali um að fara aldrei ósátt að sofa en ég myndi vilja taka þetta einum lengra og segja að fólk ætti aldrei að taka ósætti með inn í svefnherbergið. Ég myndi vilja að svefnherbergið fengi að vera griðastaður fyrir leik, einlægni, frið og gleði. Pör ættu að gera samkomu- lag um að ræða ekki erfið mál uppi í rúmi, að þetta sé griða- staður fyrir ákveðna nánd, koddahjal, jafnvel rómantík og erótískan leik. Pólitíkin og umræður á borð við „ég er ósátt við að þú þrífir ekki kló- settið“ eiga ekki heima uppi í rúmi. Lesið saman Til að tendra neistann þurfi ekki alltaf að fara í flóknar að- gerðir, eins og ferðalög, kaup á kynlífstækjum eða því um líkt. Sigga Dögg átti samtal við blaðamann um samtöl um kynlíf. MYND/VALLI til hliðar og pör ættu að leyfa sér að vera í gleðinni, flissa, roðna og njóta. Nakin saman „Ég myndi líka hvetja fólk til að vera nakið saman. Sofa nakin saman. Það er svo mikil nánd í húð við húð, og það eru rannsóknir um hvaða áhrif það hefur á okkur lífeðlislega að vera húð við húð. Þegar við komum í heiminn þá er það fyrsta sem við viljum húð við húð og þetta er líka dýrmætt fyrir fullorðið fólk. Þetta er svo mikil nánd og þarf ekki að vera kynferðislegt.“ Margt getur orðið til þess að kynlöngun minnki. Oft eru það ytri aðstæður en stundum getur það einnig verið líf- fræðin. „Það geta alls konar þættir spilað inn í, bæði streita, makaleysi, makadýnamík. Það er ótrúlega margt sem spilar inn í kynlöngunina okkar, svona ytri þættir. En hún þarf ekkert að dvína með aldrinum. Erla Dóra Magnúsdóttir erladora@dv.is KYNLÍF ER SAMTAL Mörgum þykir kynlíf feimnismál, jafnvel finnst okkur óþægilegt að ræða það við maka okkar þegar báðir aðilar eru fullklæddir. Þessum hugsanagangi þarf að breyta því kynlíf er form af samskiptum og við þurfum að tala um það. „Ég held að ef COVID hefur kennt okkur eitthvað þá er það að kunna að skemmta okkur heima. Ein hugmynd væri að lesa saman uppi í rúmi og þar má sko vel taka einhverjar vel kryddaðar og skemmtilegar bókmenntir. Það þjálfar ykkur líka í að tala um kynlíf. Þarna eruð þið ekki að tala um ykkar kynlíf heldur kynlíf annarra en þið eruð samt að tala um kynlíf og eruð þá farin að lýsa einhverju sem má búa til fantasíur úr, máta það og meta hvað ykkur finnst um þessar lýsingar. Finnst ykkur þær æsandi eða ekki? Það ætti að leyfa þessum eina stað í húsinu, svefnher- berginu, að vera svolítið helg- aður þessu tali.“ Sigga Dögg segir samtal um kynlíf vefjast fyrir mörgum. „Fólk veit ekki alveg hvað það á að segja, hvernig á að byrja, hvernig orð það á að nota og svo eru margir sem hafa ekki alveg formað fantasíur sínar og hafa ekki pælt mikið í því hvað þá langar til að prófa.“ Í svefnherberginu ætti al- varan og ábyrgðin að vera lögð 20 FÓKUS 12. FEBRÚAR 2021 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.