Stefnir - 01.02.1970, Side 6

Stefnir - 01.02.1970, Side 6
Pólitískt óvirkir bókmenntaagnrýnendur eru að þeirra áliti álíka lítils virði og pólitískt óvirkir höfundar: „Listin sjálfrar sín vegna er að sjálfsögöu hundgamalt hugtak og hefur löngum venð óskadraumur íhaldssamrar hugmyndafrœði.u Ólafur Jónsson hefur haldið fram skoðunum þeirra féiaga á þann háit að teija einstökum verkum það til ágalla, sem er alis ekki að finna þar og er ekki meðal þess sem höfundur hefur í huga, sem sé þjóðfélagsgagnrýnina. Þetta lá lengi vel ekki í augum uppi, en er nú orðið ljóst þeim, sem á annað borð fylgjast með skrifum um bókmenntir. Leikdómur Ólafs Jónssonar um „Fjaðrafok“, leikrit Matthíasar Johannessen, og ýmsar athugasemdir hans síðan, hafa dregið skýrt fram þjóðfélags- leg viðhorf hans og áhrif þeirra á starf hans. Afstaða vinstri sinnaðra bókmenntagagnrýnenda er fasisk í eðli sínu. Grundvöll- urinn á að vera einn, viðhorfið eitt og einn skoíspónn. Þó hefur Sveinn Skorri sagt: „Sem betur fer láta skáld ekki segja sér fyrir verkum...“ Þetta segir hann í sömu mund og hann leggur þeim lífsreglurnar. Aðferðin er alkunn. Það er að vísu tímabært að horgaralegt þjóðfélag sé tekið til endurmats í bók- menntum og listum á íslandi, vegna þess að slíkt endurmat skortir frá flestum hlið- um séð fremur hér en í mörgum öðrum löndum Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku. Frá listrænu sjónarmiði séð má einu gilda, hverjir taka þetta að sér og hvernig það er gert, svo fremi sem verkin standist listrænar kröfur, sem gera verður til þeirra. En þetta er ekki sjónarmið gagnrýnendanna. Með pólitísk og persónuleg markmið í huga leitast þeir við að setja höfundum markmið. Nái höfundarnir ekki þessum inarkmiðum er auðvelt að dæma þá úr leik, því að þessi vinnubrögð losa gagn- rýnendur undan þeirri höfuðskyldu sinni að dæma verkin á grundvelli verkanna sjálfra. Borgaralega sinnaðir rithöfundar geta engu að síður en andborgarlegir höfundar verið „vakandi samvizka og gagnrýnið auga“ samfélagsins. Það er svo annað mál, að andúð og reiði hafa gjarnan reynzt höfundum aflgjafi sem samúðarfullir höf- undar hafa ekki til að hera. En gagnrýnendur, sem taka einhliða afstöðu geta ekki hafnað borgaralega sinnuðum höfundum á þeim grundvelli, að þeir séu „einhvers konar auglýsingastjórar eða sölumenn kerfisins“, ekki færir um að fjalla um þjóð- félagsins fyrirbæri — án þess að dæma sjálfa sig um leið. Þess vegna er ekkert heiðarlegt við afstöðu manna eins og Sveins Skorra Höskulds- sonar eða Ólafs Jónssonar. Raunar sýnir þessi tvískinnungur sig aftur og aftur í blaðadómum Ólafs Jónssonar. Svo mikið er víst, að hann uppfyllir ekki þær kröfur, sem gerðar eru til launaðra ibókmenntagagnrýnenda dagblaða í nýlegri forystu- grein í Vísi. Þar er m. a. komist svo að orði um ritdóma dagblaðanna: „Þessir dóm- ar hinna sérfróðu gagnrýnenda eru að sjálfsögðu miklu strangari og heiðarlegri en dómar þeirra, er kunningjar leggja hver á annan í vináttuskyni.“ Við skulum því næst athuga hvernig Ólafur Jónsson fjallar um svipað leyti um ljóðaþýðingar kunninga síns, Einar Braga, bókina „Hrafnar í skýjum“. Ólaf skortir þekkingu á viðfangsefnum Einars Braga, en hann vill með einhverju móti geðjast honttm-: „Þýðingar hans virðast af þeim litla samanburði, sem ég hef getað gert mjög svo nákvæmlega unnar, og þær eru jafnaðarlega mjög svo haganlega orðaðar á íslenzku.“ „Ifrafnar í skýjum“, Ijóðaþýðingar Einars Braga, virðist mér hafa mörg einkenni og niarga beztu kosti þeirra þýðingariðju, sem nú var talað um almennum orðum.“ „Án alls samjafnaðar við frumkvæðin virðast þær sem hann kveður bezt vera blæfagur og smekklegur kveðskapur á íslenzku.“ „En þýðingar Einars Braga kunna að vera til vitnis um undirrót og andrúm formbyltingarinnar til þessa... .“ „Sem ijóðrænn texti á íslenzku virðist mér fyrsti og þriðji þessara þriggja efnis- þátta bezt af hendi leystir. .. .“ „Svo er og um pólsku og tékknesku ljóðin í þýðingarsafni Einars Braga, að þau virðast í heild sinni. ..." „En þýðingar Einars Braga á fjórum Ijóðum Edibhar Södergran eru glæsilega orðaðar á íslenzku, auk þess sem þær virðast mjög svo nákvæmlega þýddar. ...“ Þetta er meirihluti ritdómsins og aðaleinkenni hans. Hver þarf að fara á flótta undan svo vinnubrögðum? Annað dæmi um vinnubrögð Ólafs Jónssonar er meðferð hans á bókum sagn- fræðilegs eðlis. I ritdómi sínum um síðustu bók Þorsteins Thorarensen týnii Ólafur til ýmsa hnökra á efnismeðferð Þorsteins og finnur eitt og annað að bók- inni og ber hana saman við fyrri bækur að nokkru leyti. En þegar hann fjallar um llripað ■ va^abók Magnús Kjartansson margspyr í ÞjóSviljanum, hvemig d því standi að menn geti veriS aS hafa á móti kaupkröfum verkamanna á sama tíma og ýmsar stéttir fái verulegar kauphœkkanir og augljóst sé að opinberir starfsmenn muni fá mikl- ar launahœkkanir á þessu ári. Enginn hefur hingaS til mótmœlt því í fullri alvöru aS verkamenn fái kauphœkanir á þessu ári, enda flest, sem bendir til þess aS verkamenn muni fá þœr. Hins vegar deila menn um þaS, hversu miklar slíkar kauphœkkanir eigi aS vera. ÞaS er augljóst, aS láglaunafólk hefur hing- að til ekki þurft að þola þá skerð- ingu kaupmáttarins, sem menn meS hœrri laun hafa mátt bera. Auk þess hefur veriS reynt að láta verka- menn hafa eins mik’a vinnu eins og möguiegt hefur verið. Þess vegna eru meSahaun verkamanna á mán- uSi nú milii 19—21 þúsund krónur, en ekki þau sultarlaun, sem Þjóð- vi’jinn telur gjaman fram handa þeim. Þetta er að vísu svona mikið vegna yfirvinnu, en þaS breytir því ekki aS afkoma verkamanna i fullri atvinnu er yfirleitt nokkuð góð. Meðaltímakaup í dagv., eftirv., og nœsturv. árið 1968 var 61.71. Síðan hefur kaupið hœkkað um 24% i 76,53. MeSalárstekjur verkamanna samkv. skattframta’i 1968 voru kr. 215.744.00 eða um 17.978,00 á mán- uði. ★ Annars megum við minnast þeirra tíma þegar sósíalistar og kommún- istar héldu þvi fram að verkamenn vœru „afl þeirra hluta sem gera skal." Nú dettur engum í hug að halda þessu fram, nema kommún- istum. Flestum er að verða fullljóst að framfarir okkar velta á þvi, hvemig þekking og fjármagn lands- manna verður hagnýtt. Ein höfuð- forsenda þess að launakerfið verld hvetjandi er aS launamismunurinn aukist. A sama hátt er augljóst að atvinnurekendur verða í senn að þurfa að hafa fyrir hlutunum og gera sér Ijóst aS til miki's er að vinna. Haftakeríið er ekki hvetjandi og hinn litli launamismunur er ekki 6

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.