Stefnir - 01.02.1970, Blaðsíða 8

Stefnir - 01.02.1970, Blaðsíða 8
HUGMYNDAFRÆÐI 6ILDI í þessum þáttum þirtast kaflar úr nýmynd- un konservativrar hugmyndafræði eins og hún er sett fram af ungum mönnum í hópi danskra íhaldsmanna. Þetta er fyrsta tilraun um árahil til að leiða hingað pólitíska hug- myndafræði hægri manna í öðrum löndum með ritgerðum. Eins og lesendur munu fljótlega komast að raun um eru á ferðinni hugmyndir, sem menn verða tæpast einhuga um. En þær vekja til umhugsunar um þýðingarmikinn þátt í stjórnmálum og vonandi verða þær til að sefa þorsta margra í umræður um hug- myndafræðileg efni, einkum hugmyndafræði hægri roanna. Margt af því sem hér er sagt hefur raunhæft gildi við íslenzkar að- stæður. □ □ □ Það er orðin tízka hjá stjórnmálaflokkum að auglýsa sig sem óháða hugmyndafræði og ætíð af sömu ánægju og skriffinnar lýsa yfir dauða Guðs, lýsa flokkarnir yfir gjald- þroti hugmyndakerfanna, ellegar andláti þeirra. Hans Jörgen Lembourn segir berum orðum í „Een-Mange“ að liberal-konservat- isminn sé „einasta stjórnmálastefnan án hugmyndakerfis". Þetta fær ekki staðist. Nú eru orð talvert hættuleg og orðið hugmynda- kerfi hefur misrounandi þýðingu eftir blæ- inun, sem er á því eftir notkun þess. Þegar talað er um hugmyndakerfi sem slík er oftast átt við hin klassisku hugmyndakerfi, liber- alisma, Marxisma o. fl. Það er æsingarlaust hægt að lýsa yfir dauða þeirra á Vestur- löndum, en hafa má í huga að marxisminn hefur talsvert gildi fyrir íbúa hinna van- þróuðu landa. Sá sem segist vera algjörlega óháður hugmyndakerfi er annað hvort, yfir- borðslegur heimspekingur eða hann á við gömlu hugmyndakerfin. I þeirra stað hefur hann sett önnur hugmyndakerfi. Sérhver stjórnmálaflokkur á sitt hugmyndakerfi ef hann byggir á skynseminni en ekki tízku- stefnum eingöngu. Vel má vera að allir kon- servativir flokkar, sem álíta sig óháða hug- myndakerfi, geri sér ekki grein fyrir kerf- inu, en hvenær hefur meðvitundarleysi verið talið pólitísk dyggð Það er svo annað mál að hugmyndafræði konservativra byggir á reynslunni en önnur hugmyndakerfi á því óreynda. Hugmyndafræði er summa skoðana, hugmynda og athugana í pólitísku skoðana- félagi. Það er æskilegt að í stjórnmálaflokki sé samhengi milli skoðana hans á einu sviði og öðru og sé það raunin, hefur hann hug- myndakerfi sem er misjafnlega sveigjan- legt, eftir atvikum. Þingmenn stjórnmála- flokka verða að vera sjálfum sér samkvæmir, muna hvað þeir hafa áður gert í skyldum vandamálum og hafa það í huga þegar þeir komast að niðurstöðu um sambærileg vanda- mál ellegar þeir endurskoða afstöðu sína í heild og breyta í einstökum tilvikum í sam- ræmi við hinar nýju niðurstöður. Þetta hef- ur í för með sér að menn verða að ná tök- um á hugmyndafræði konservatismans á þann hátt að rannsaka ákvarðanir flokksins og þátttöku hans á þingi um nægilega langt timabil. Menn verða að rannsaka hvaða af- stöðu Det konsert'ative Folkeparti hefur haft til hinna ýmsu stétta og hvaða stefna hefur verið mörkuð í afstöðunni til ríkis og ein- staklinga. Menn verða að huga að því hvaða atriðum í fjárlögum flokkurinn hefur verið samþykkur og hverju hann hefur verið and- vígur, athuga t .d. hvort hann leggur höfuð- áherzlu á uppfræðslu eða herstyrk, dreif- ingu eða samþjöppun ríkisvalds. Það er sjálfsblekking konservativra, þegar þeir segj- ast vera án hugmyndakerfis, en um það fyrirbæri hefur Pólverjinn Kolowski sagt: „...algjör frelsun úr viðjum hugmyndakerfa er barnaleg ímyndun o gþeir sem ímynda sér að þeir hafi verið svo heppnir að frels- ast, eru fórnarlömb blekkingar, sem er í sjálfu sér hugmyndafræðilegs eðlis.“ En þar sem konservatisminn má ekki fara úr tengslum við hið daglega líf er hann hug- myndafræði, sem tekur breytingum eins og umhverfið og lífskjörin. Ég skil konsen'atismann ekki ú sama hátt og margir eldri félagar Det konservative Folkeparti. Eg ætla að vera nægilega stjórn- leysiskenndur í gildismati til að viðurkenna að minn konservatismi er hvorki betri né verri en eldri gerðir hans, aðeins annars konar. Það er brýn spurning hvort það leyfist áfra.m að meðhöndla hugmyndafræðina af léttúð. Hin miklu viðfangsefni, sem við stÖndum frammi fyrir eru þess eðlis að við verðum að taka grundvallarafstöðu til þeirra. Annars getum við í bezta falli aðeins af- greitt dagleg vandamál eftir beztu getu, en án þess að byggja nokkuð upp. Poul Meyer lýsir í „Politisk videnskab“ stjórnmál- um, „sem viðleitni til að koma tilteknum kerfum, háðum tilteknum reglum, úr jafn- vægi eða koma jafnvægi á kerfi sem er komið úr jafnvægi. Stjórnmálastarfið er fólgið í athöfnum, sem hafa þann tilgang að afla nýjum þjóðfélagsreglum viðurkenn- ingar ellegar í aðgerðum til að hindra breyt- ingar ú þeim reglum, sem fylgt er.“ Þarna er einfaldlega átt við hugmyndafræði- lega baráttu. Ifugmyndafræðin lýsir viðhorf- um til einstaklingsins, ríkisins, siðgæðisins, lífsins og á grundvelli þeirra viðhorfa eru stjórnmálalegar ákvarðanir teknar. Það hef- ur lengi verið viðurkennt m. a. af jafn- aðarmönnum, að Julius Bomholt dreymdi um að skapa nýja persónufyrirmynd, hin sósíaliska mann, sem hefði nýjar lífshug- sjónir og gæfi jafnaðarmönnum atkvæði sitt á kjördegi. K. B. Andersen hefur látið i Ijós skyld sjónarmið, og demokratisminn er, þegar hann er meðvitaður, lýsing á hug- myndakerfi eins og Sören Krarup hefur sýnt fram á með skarplegum hætti i bók- inni „Demokratisme“. Þetta segir okkur að konservatisminn verður að sjá fótum sínum forráð meðal þessarra úthugsuðu afla. Ætlar hann sjálfur að verða úthugsaður eða á hann að berjast á móti tilhneigingum til slíks? Og vilji hann ekki stilla upp manneskjunni úthugsaðri, hvað vill hann í staðinn? Eiga konservativir ekki sínar þjóðfélagshugmynd- ir? Vita þeir ekki að hvaða marki þeir stefna, eða hylla þeir laissez-faire-pólitikina? Konservatisininn verður að hafa samfélags- hugsjón, til þess að eiga tilverurétt, og hana eignast hann ekki með því að vera gasmælir hjá hinum flokkunum. Hans Jörgen Lem- bourn vísar utopium í stjórnmálum á bug. En án þeirra komumst við ekkert áfram, án trúarinnar ú þúsunda ára ríkið — hversu utopiskt sem það virðist vera — komumst við ekki lengra i framþróun mannlegra lífs- skilyrða. Ef fyrirfram er litið á drauminn um hið fullkomna þjóðfélag sem kjánalegan draum, hreyfumst við ekki úr sporunum. Það hefur verið styrkur mannkynsins að hafa þráð að skapa fullkomið samfélag, því að í krafti þess vilja hefur það skapað betra samfélag. Á okkar öld hafa verið mótaðar tvær utopiur, með áhrifum, sem eiga rætur í kyn- þáttastefnu, draumur Hitlers unt hreinan arískan heim, og draum Martin Luthers King um heim án kynþáttafordóma eða heim þar sem kynþættirnir renna saman. Við kær- um okkur ekki um draum nazismans, en þegar við viljum ekki gera - utopiu að raun- veruleika berjumst við gegn henni af- öll- um okkar mætti og reynum að fá samfélagið til að aðhyllast okkar utopiu. Við viljum gjarnan sjá fyrirmyndarríki Kings verða að raunveruleika svo að við fellum mynd þess inn í myndina af okkar fyrirmyndarríki. Án 8

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.