Stefnir - 01.02.1970, Blaðsíða 10

Stefnir - 01.02.1970, Blaðsíða 10
ÆSKULÝÐSMÁL HEIMÞING ESkl W.llt (Woa ld a§§embly of youtli) EFTIR SKÚLA MÖLLER, KENNARA Æskulýðssaraband Islands samþykkti á aukaþingi sínu laugardaginn 28. febr. sl. að segja sambandið úr World Ass- embly of Youth. Vegna þessarar sam- þykktar kom ritstjóri Stefnis að máli við greinaiböfund og bað hann, þar sem hann sat þingið sem fulltrúi SUS, að segja lesendum blaðsins frá samtök- um þessum, sem meirihluti íslenzkra æskulýðssamtaka telur sig ekki geta átt samleið með. Stofnun WAY. Á síðastliðnu sumri var 7. þing WAY haldið í Belgíu og var þess þá um leið minnst að 20 ár eru liðin frá stofnun samtakanna. Tildrög að stofnun WAY má segja að hafi verið þau, að fljótlega eftir stofnun Alþjóðasambands lýðræðissinn- aðrar æsku (WEDY), sem stofnað var seint á árinu 1942, kom í ljós, að þessi samtök voru orðin handbendi komm- únistaríkjanna og var því engan vegin mögulegt fyrir þau æskulýðssamtök, sem ekki vildu starfa í anda þeirrar einræðisstjórnar, að standa að þessum samtökum. Því var það á árinu 1948 að fulltrúar 29 landa komu saman til fundar í Englandi og ákváðu að kanna möguleikann á stofnun samtaka, sem starfað gætu í þágu æskunnar í hin- um frjálsa heimi. Þessi samtök kornu aftur saman til fundar í Ashridge í Englandi 1949 og var formlega gengið frá stofnun World Assembly of Youth. Samtökin settu sér strax í upphafi að starfa í anda Mannréttindasáttmála S.Þ. og að því að útrýma styrjöldum og hungri, nýlendustefnu, sundurgreiningu og einræði. Þrátt fyrir þennan ásetning, sem hefur verið haldinn að mati flestra aðildarlanda, þá hafa samtökin verið sökuð um að styðja stjórnmálastefnu Vesturlanda. Þessi ásökun hefur eink- um komið frá löndum, sem hafa að- hyllzt einhverja þá stefnu, sem sam- tökin hafa sett sér að berjast gegn, því með iþví gætu þau bezt unnið í þágu ungs fólks. Uppbygging WAY. Strax við stofnunina var það sett í lög samtakanna, að þau skyldu vera samtök landssambanda æskunnar og viðurkenna aðeins eitt samband í hverju landi. Var þetta sett í lög til þess að tryggja að öll landssambönd, sem sæktu um aðild að WAY væru í raun fulltrúar allrar æskunnar í aðild- arlöndunum. Stjórnun WAY er þannig háttað, að þing samtakanna, sem er æðsta vald í málefnum þeirra, kemur saman þriðja •hvert ár. Á þingum er rædd og sam- þykkt starfsáætlun WAY fyrir næsta starfstímabil. Á milli þinga fer stjórn WAY með stjórnina. Stjórninni til stuðnings við stjórnunina er fulltrúa- ráð, sem skipað er fulltrúum 10 Ianda, en á milli stjómar- og fulltrúaráðs, funda sér skrifstofa samtakanna, sem staðsett er í Brussel um að halda starf- seminni gangandi. Forstöðumaður henn- ar er aðalritari og hefur hann sér til aðstoðar einn til þrjá aðstoðaraðalrit- ara, auk þess annars starfsliðs, sem þörf er talin vera á. Á 7. þingi WAY, sem haldið var í Belgíu s.I. sumar voru fullgildir með- limir 54 æskulýðssambönd, auk ann- arra sem ýmist eru aukaaðilar eða áheyrnarfulltrúar, en samtals munu vera rúmlega 70 lönd tengd WAY á einn eða annan veg. Það er því mikið starf, sem hvílir á starfsliði samtak- anna, ef starfsemin á að vera nægjan- lega góð. Starfsemi WAY. WAY hefur Iengs'um starfað sem upplýsingaskrifstofa fyrir aðildarlönd- in og alþjóðastofnanir er vinna að æskulýðsmálum. Ennfremur hefur mikl- um tíma verið varið til að halda æsku- lýðsleiðtoganámskeið á fjölþjóðagrund- velli. Töluverð breyfing hefur orðið á á starfsemi samtakanna nú hin síðustu ár, því árið 1963 var s*ofnað til Evrópu- ráðs æskunnar (CENYC), en Æsku- lýðssamband íslands var eitt af stofn- aðilum. Þessi samtök hafa frá upphafi starfað sem svæðasamband fyrir WAY í Evrópu, þó ekki séu öll lönd í CENYC í WAY. Þetta hafði það í för með sér, að samtökin efldu til muna allt starf er snerdr þróunarlöndin og starfa nú að mestu í þeim hluta heims. Nú síarfa samtökin mest að því, að starfrækja verkefni ýmis konar í þró- unarlöndunum og má nefna sem dæmi, kennslu um fjölskylduáætlanir í Ind- landi og Mauritius, alhliða þróunará- ætlun á Ceylon, en nú er ákveðið að stofna einnig til slíks verkefnis í fleiri löndum, t. d. Ghana. Töluverðum starfstíma WAY er varið til stuðnings frelsisbaráttu ríkja í ánauð og er meðal annars rekin um- fangsmikil útgáfustarfsemi í því sam- bandi. Samskipti við önnur fjölþjóðasamtök eru nokkur og fara stöðugt vaxandi. Samskiptin við Alþjóðasamband lýð- ræðissinnaðrar æsku hafa lengstum verið stirð, en hafa farið batnandi hin síðari ár og er það ekki sízt að þakka CENYC, en öll starfsemi þeirra sam- samtaka eru með fullu samþykki WAY. Gagnrýni á WAY. Það fer ekki hjá því að gagnrýni hefur verið höfð í frammi á starfsemi samtaka sem WAY. Hefur sú gagn- rýni í mörgu átt rétt á sér, en einnig hefur hún verið af stjórnmálalegum toga sprottin. Helztu gagnrýnispunktar, og um leið þeir alvarlegustu, eru vegna fjármögnunar á starfseminni. Starfsemi WAY er að mestu rekin fyrir fé, sem fæst hjá ýmsum alþjóða- stofnunum og samtökum, einnig sjóð- um einstakra þjóða. I byrjun árs 1967 upplýstist að einn af sjóðum þeim, sem styrkt höfðu starfsemi WAY, Foundadon for Youth and Student Affairs í Bandaríkjunum, var sakaður um að hafa fengið fé sitt beint frá CIA, bandarísku leyniþjón- ustunni. Þess var krafist að athugun færi fram á því, hvort þetta væri rétt, en nefndin sem skipuð var komst ekki 10

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.