Stefnir - 01.02.1970, Qupperneq 12
FÉLAGSMÁL
Ekkert
lnxuslíf
Þegar framfærslumál höfuðborgar-
innar ber á góma láta margir í ljós
þá sannfæringu sína, að fjöldi manns
lifi kóngalífi á útsvörum borgaranna.
Þess er getið að meðan Jón Jónsson
striti í sveita síns andlits við að sjá
fjölskyldu sinni farborða, lifi fjöl-
skylda Sigurðar Sigurðssonar áhvggju-
laust á framlögum frá borginni, hús-
næði, matarpeningum og fatnaði. Og
það sem verra er, að Sigurður Sigurðs-
son reyni ekki að fá vinnu á meðan
hann hefur það svona gott.
Það er ekki ósjaldan sem menn þvkj-
ast bafa orðið varir við, að Sigurður
Sigurðsson rússi um fullur í leigubíl
og láti skrifa hann hjá borginni. Að
kona Sigurðar kaupi á sig föt í dýrustu
verzlunum bæjarins, að vísu ekki nokkr-
um tilteknum tízkuverzlunum — og þó.
Og svo heyrist gjarnan að þessir sveita-
ómagar bregði sér út fyrir landstein-
ana í sól og sumar á fjölsóttum bað-
ströndum.
Ekkert af þessu er nærri veruleikan-
um. Meðalupphæð beinna framfærslu-
styrkja er um 20 þúsund krónur á
mann árlega. Langstærsti hluti þessar-
ar upphæðar er húsaleiga, sem borgin
greiðir og afhendir ekki styrkþegum.
■Nokkur hluti er skrifleg heimild til
fatakaupa, sem miðast við meðalverð
á fatnaði á hverjum tíma. Fjölskylda
Sigurðar Sigurðssonar fær að vísu
matarpeninga í beinhörðu, en því að-
eins að hún sé fær um að meðhöndla
þá peninga. Ofdrykkjumenn, sem ekki
þola að fá peninga í hendurnar sjá
aldrei grænan eyri af því fé, sem
Reykjavíkurborg Ieggur þeim til fram-
færslu.
Höfuðviðfangsefni framfærslunnar
eru einstæðar mæður með börn, lang-
flestar með 1—4 börn og yfir helming-
ur þeirra með 2—3 börn, barnmörg
hjón, sem geta ekki framfleytt sér og
sínum vegna örorku eða veikinda og
aldrað fólk, sem getur ekki lengur
unnið.
Af 437 fjölskyldum, sem nutu fram-
færslustyrkja hjá Reykjavíkurborg ár-
ið 1968 (nýrri tölur eru ekki tilbúnar)
voru 239 einstæðar mæður með sam-
tals 602 börn og 197 hjón með 646
börn og einn karlmaður með börn. —
Það leikur yfirleitt enginn vafi á því,
að þessar fjölskyldur voru aðstoðar-
þurfi, þegar þær leituðu á náðir borg-
arinnar. Hins vegar má vera að ástæð-
ur einhverra 'batni, án þess að starfs-
menn framfærslunnar verði varir við
það undir eins. Enda er eftirlitið ekki
jafnmikið og þeir vildu hafa bað. En
svo mikið er eftirlitið þó, að aldrei geta
liðið nema tveir, þrír mánuðir þar til
framfærslan kemst að hinu sanna. Og
Sigurður Sigurðsson gerir ekki mikið
fyrir peninga framfærslunnar á meðan.
Alls notaði Reykjavíkurborg um 30
milljónir króna til beinnar framfærslu
árið 1968, sem voru 2.8% af heildar-
útgjöldum 'hennar 'það árið. Styrk-
þegum hafði fjölgað nokkuð frá árun-
um á undan vegna atvinnu'leysisins. En
meðan vinna var næg hafði fólki á fram-
færslu fækkað hlutfallslega um skeið.
Sennilega mætti fækka fólki á fram-
færslu ef nauðsynleg atvinna væri fyrir
'hendi og að hinu leytinu að til væri
þjálfað starfsfólk, sem gæti hiálpað
þeim sem hafa orðið undir í lífsbar-
áttunni til að rétta sig við. En á meðan
þessu er ekki til að dreifa, hlýtur fram-
færslan að halda uppteknum hætti, —
ekki fyrst og fremst vegna fólksins
sem fer halloka heldur veena barnanna,
sem geta annars litla eða enga björg
fengið.
Dagsverkið
A3 segja þaS lygi eda sannleika í dag,
er sagl var í gœr þvert á móli,
þaS verSur aS endingu vanajag
í veraldar baráttu og róti.
1 . ■ l
En dýrSlegt er ekki dagsverk mitt
til drauma, er ég loka hvarmi.
Ó, lof sé þér Stalin, en steinbarniS þitt
— á stundum er þungt undir barmi.
KVEUJUIt
Útvegum allar fáanlegar erlendar
bækur og tímarit.
BÓKAVERZLUN
SNÆBJARNAR JÓNSSONAR & CO.
Hafnarstrœti 4 - Sími 11936
Hafnarstrœti 9 - Sími 13133
L U K T I N H F.
Snorrabraut 44 - Sími 16242
KaupiS TRABANT!
Ingvar Helgason heildverzlun
Vonarlandi, Sogamýri 6
Símar: 84510 - 84511.
STEINDÓRSPRENT H F.
er flutt í Ármúla 5 - Sími 11174.
Stœrsta bókband landsins!
FÉLAGSBÓKBANDIÐ H F.
SíSumúla 10 - Reykjavík - Sími 30300.
DÓSAGERÐIN H F.
Borgartúni 1 - Símar: 12085 - 14828.
BJÖRGVIN SCHRAM
UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN
Hafnarhvoli, Tryggvagötu - Sírni 24340.
STURLAUGUR JÓNSSON & CO.
Vesturgötu 16 - Sími 14680.
Falur til allra ferSa!
BIFREIÐALEIGAN FALUR HF.
RauSarárstíg 31 - Sími 22022.
FISH & CHIPS
Fish & chips, djúpsteiktir kjúklingar,
síldarréttir.
Kaffi, kakó, smurt brauð, yfir 15 teg.
HeimabakaSar kökur.
Höfum fast fœSi.
Sendum. — PantiS í síma 34780.
SMÁRAKAFFI - Laugaveg 178.
ALMENNAR TRYGGINGAR HF.
Pósthússtræti 9 - Sími 17700.
12