Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1909, Side 9

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1909, Side 9
7 I. Kikhósti. Hann barst til landsins á miðju sumri 1908, varð ekki stöðvaður, gekk yfir landið, var kominn í flest hjeruðin um árslok. Sóttin hjelst alt árið 1909 og sáu læknar á því ári samtals 1180 sjúklinga. Þegar i byrjun ársins 1910 tók sóttin að rjena og dó út í september; sáu læknar ekki nema 239 sjúklinga á því ári. Allir hjeraðslæknar láta þess getið, að kikhóstinn hafi yfirleitt verið vægur, en þó segja þeir flestir að nokkur börn hafi dáið. Mjög margir læknar geta þess, að kikhóstinn hafi ekki farið inn á hvert heimili, heldur hafi mörg heimili varið sig sóttinni, með því, að forðast samgöngur við sóttarheimilin. Af dánarskýrslum presta má sjá, að árið 1909 dóu 308 börn á aldrinum frá 2 mán. til fullra 5 ára, en árið 1910 dóu 230 börn á þessum aldri. Þessi meiri barnadauði árið 1909 stafar vafalaust aðallega af kikhóstanum. Af börnum á aldr- inum 5—15 ára dóu álíka mörg bæði árin, 70 árið 1909 og 71 árið 1910. 2. Skarlatssótt. Hún hefir lítið gert vart við sig. Árið 1909 varð hennár vart í 7 hjeruðum, og sáu læknar samtals 30 sjúklinga. Árið 1910 varð hennar vart í 6 hjeruðum, samtals 40 sjúklingar. Læknum ber saman um að hún hafi ávalt verið væg; alstaðar hefir verið beitt sóttvörnum, samgönguvarúð og sótthreinsunum og hefir á þann hátt tekist að halda sóttinni í skefjum. 3. Barnaveiki. Hún gerði vart við sig í 25 hjeruðum árið 1909 og 24 árið 1910. Ár.......... 1907 1908 1909 1910 Sjúklingar... 136 444 301 226 Á þessum tölum má sjá að barnaveikin er nú i rjenun. Hún hefir yfirleitt verið væg. í mörgum hjeruðum hefir hún ekki komið nema á eitt eða fáein h'eim- ili og verið stöðvuð með sóttkvíun og sótthreinsun. 4. Mislingar. Mislingar bárust til Mjóafjarðar 1909 frá Kaupmannahöfn; vissi læknir ekki um þá fyr en um seinan; komst veikin á 12 bæi og sýktust 27. Árið 1910 kom eitt skip með mislingasjúkling til Reykjavikur; var hann sóttkviaður og smittaði engan. — Til Vestmannaeyja kom og einn sjúklingur og fór á sömu leið. 5. Taugaveiki. Hún gerði vart við sig í 29 hjeruðum árið 1909, en i 25 hjeruðum 1910. Ár .......... 1907 1908 1909 1910 Sjúklingar... 241 334 256 238

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.