Gisp! - 01.12.1991, Blaðsíða 3

Gisp! - 01.12.1991, Blaðsíða 3
Jólagóði lesandi. Enn komum við siglandi í Gispl-bátnum beint í hátíðarhendur þínar og bjóðum þér að kíkja í pokann okkar. Frá sumarlokum hefur ritstjórnin stundað skipasmíðar með aðstoð rauðklædda gerviskeggjakallsins og hugsað sem svo að ekki veiti af jólastjörnuskini í svartnætti þjóðálsmissisins. Því flögra englar og framliðnir jólasveinar um í bland við dauða og djöful, allt samkvæmt gisplegri jólaglögg. Nýir höfundar gera vart við sig, eldri herða róðurinn og ritstjórn er sönn ánægja að taka með sem heiðursháseta kómikskallinn Erró frá París og hreyfimyndasmiðinn S0B frá Hafnarfirði. Úrslit í Mynda- sögukeppninni eru kynnt og Hetjuþjónustunni hleypt af stokkunum sem og Unglingasíðunni. Svo eru að koma áramót. Síðasti fjórðungur ársins og fjórða tölublaðið: ætti ritstjórnin að líta niður og kanna barnstærnar, athuga skóslitið? Er kannski komið að endurnýjun á skó- fatnaði? Fullorðinstær kalla á fullorðinsskó. Gisp! hefur víða komið við á liðnu ári. Höfundar blaðsins hafa lesið uppúr blaðinu á diskótekum og á torgum Reykjavíkur og staðið að þremur myndasagnasýningum. Hin fyrsta var í Djúpinu um síðastliðin áramót, önnur í Ásmundarsal í febrúar í boði Arkítektafélags íslands. Þar hélt Bjarni Hinriksson fyrirlestur um arkítektúr í myndasögum og var sá fyrirlestur fluttur í MHÍ. í júní og júlí héngu myndasögur á vegum Gisp! á göngum Menntamálaráðuneytisins í boði þess og er óhætt að segja að sú sýning hafi vakið viðbrögð hjá ráðamönnum þjóðarinnar. Það sér ekki fyrir endann á Gisp!-bylgjunni, því margt er á döfinni. Á nýju ári komum við sjaldnar út en talsvert stærri og örugglegra vandaðri. Til viðbótar við birtingu myndasagna er ætlunin að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið í tveimur síðustu blöðum; að birta greinar og fréttatengt efni, einnig um skyld málefni s.s. tölvugrafík og myndbönd, sem og að kynna teiknara með viðtali og birta þýddar sögur erlendra höfunda. Einnig viljum við hvetja lesendur til að senda okkur efni: myndasögur, lofrullur, níðbréf, o.s.frv. Flaggskipið er og verður Gisp! en sérhefti og bækur eru í undirbúningi. Auk þess er von til að verk fremstu höfunda Frakka (Moebius, Bilal...) komi hingað til sýningar í eitt af listhúsum borgarinnar og það fyrir tilstilli Gisp! Að lokum: Myndasögur fyrir fullorðna eiga sér ekki breiðan lesendahóp hérlendis, en ritnefnd Gisp! er þess fullviss að hópurinn sé stærri en sölutölur blaðsins gefa til kynna og að blaðið sé orðið rótgróið í hérlendri tímaritaflóru. Því óskum við hér með eftir liðsinni lesenda í áskrifendasöfnun. Áskriftar- beiðnir má senda til Gisp! á Laufásvegi 20 eða hringja í síma 25659 eða 623413. Gisp! lofar lesendum sínum geispalausum jólum. 2 MADE IN KOCHI • ERRÓ 4 JÓNASAGA • Ólafur J. Engilbertsson 9 HÁDEGI íHAFRADAL • Bjarni Hinriksson 18 DAUÐI OG DJÖFULL • Jóhann Torfason 22 GISP! FRÉTTIR 25 JÓLANÓTT • Þorri Hringsson 28 S0B í VIÐTALI 30 BÍSI OG KRIMMI • S0B 36 NANÓ Á ÍSLANDI • Laura Valentino 39 MADURINN SEM SEFUR EKKI • Halldór Baldursson 40 NÚMER 9 • Halldór Baldursson 47 JÓL íSKRIÐUHLÍÐ • Finnur Malmquist 52 VERÐLAUNASAGAN FRÍÐA FRÍÐA • Þórólfur Eyvindsson 54 KLIKK • Stígur Steinþórsson 63 UNGLINGASÍÐAN 64 STULLI íMINNISBÓK GUÐS • Gunnar Hjálmarsson 67 RÉTTARHOLTSSKÓLI ,69-,72 • Guðjón Ketilsson 68 IT TAKES ALL KINDS • S0B Utgefandi: GISP! útgáfufélag, Laufásvegi 20, 101 Reykjavík og Langagerði 21, 108 Reykjavik, sími 25659 og 681955. Ritnefnd: Þorri Hringsson, Ólafur J. Engilbertsson, Jóhann L. Torfason, Halldór Baldursson, Bjarni Hinriksson. Ábyrgðarmaður: Bjarni Hinriksson Útlitshönnun: Grafít Forsíðumynd: Bjarni Hinriksson. Litgreining: Heimir B. Janusson Filmugerð: Repró Prentun innsiðna: Prentsmiðjan Run Prentun kápu og jólakorta: Svansprent Sérstakar þakkir: Finnur og Hilmar ©oppíræt áskilið höfundum, en Ijósritun er heimil ef tilkynninga- skyldan er látin vita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Gisp!

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gisp!
https://timarit.is/publication/1525

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.