Gisp! - 01.12.1991, Síða 29

Gisp! - 01.12.1991, Síða 29
haustið 1983, undir yfirskriftinni „It takes all kinds", mér fannst ekki hægt að þýða þá yfirskrift yfir á íslensku."Ég spyr þig þá eins og popparana. Átti kannski að meika það í útlöndum? „Nei, alls ekki!" Hafa þessar myndir birst einhvers staðar? „Auglýs- ingastofa Kristínar keypti útgáfuréttinn til sex ára en ekkert varð úr útgáfu. En ég hef sýnt þær víða erlendis, m.a. í Finnlandi." Blaðamanni GISP! hlýnar um hjartaræturnar þegar hann heyrir minnst á Finnland. Finnlandsævintýri GlSPara ættu að vera hörð- ustu GISP lesendum kunn og verða ekki tíunduð hér. En af hverju að sýna það sem flestir myndu kalla skrípómyndir í listagaller- íi? „Ég er ekki á því að skipta listinni í hálist og láglist. Ég sé engan mun. Menn fá hugmynd sem þeir framkvæma á myndrænan hátt. Það getur legið djúpt pæld hugmyndafræði á bak við sakleysislega myndasögu jafnt sem flottasta minimalisma." Nú köf- um við enn aftar í fortíð S0B. Þú hefur nátt- úrulega teiknað frá blautu barnsbeini? „Ég hef nú aldrei skilið af hverju er talað um barnsbein sem eitthvað blautt." Kynlegar hryllingsmyndir taka nú að sveima fyrir hug- skotssjónum blaðamanns, sem ákveður að hlaupa yfir nokkur ár. Þú byrjar ungur í MHÍ, en þar hafa svona skrípómyndir ekki átt neitt sérstaklega upp á pallborðið. Hvernig gekk? „Ég varð að lifa tvöföldu teiknilífi vegna hót- ana kennara. Skrípóið lifði heima en alvaran í skólanum. Torfa Jónsson, þá kennara í auglýsingadeild grunaði eitthvað og lét mig sýna sér heimavinnuna og leist vel á þegar til kom." Þú ert kannski aðallega þekktur fyrir teiknimyndagerð, fannstu smjörþefinn af henni í MHÍ?„iá, ég og Bóbó (Hilmar Helgason) komumst yfir bók um teiknimyndagerð og það var svo nokkrum árum síðar að ég var beðinn um að gera teiknimynd, auglýsingu, þá hringdi ég í Bóbó og fékk hjá honum bókina." Var þetta auglýsingin með Jóakim? Blaðamaður tekur að syngja: „íkistu minni geymi ég gullið", hástöfum. „Nei, það var seinna. Þessi var um líftryggingar og var tekin úr umferð eftir 2-3 sýn- ingar." Af hverju? „Hugmyndafræðin í myndinni fór eitthvað fyrir brjóstið á fólki. Myndin sagði frá manni sem varð fórnarlamb hræðilegs skrímslis. Kona hans syrgir hann auðvitað nema svo kemur allt í einu Púff! og peningapoki birtist og hún verður voða glöð." Blaðamaður ygglir sig. „En ég hélt að þetta væri það sem líftryggingar gengu út á," segir S0B alltaf jafn saklaus. Við stiklum á stóru, alveg yfir í framtíðina, yfir Þrymskviðu og smámyndir unnar í samvinnu við Svía og Ungverja. Framtíðin S0B, hvað ber hún í skauti sér? „Ég er nú að fara að vinna myndir í samvinnu við Litháa og Eistlendinga. Ég mun semja handrit og stjórna gerð myndanna en þeir sjá um að animera, þeir eru svo flinkir í því." Er kannski draumurinn að gera mynd í fullri lengd? „Nei, því eins og ágætur maður sagði: „life's too short for a long animation". HB

x

Gisp!

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gisp!
https://timarit.is/publication/1525

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.