Gisp! - 01.12.1995, Side 13
Þorri Hringsson
Hátt og lágt
Hugleiðing um menningu, myndlist og myndasögur.
Þegar lagt er upp meö sýningu sem fjallar um birtingu
myndasagna í myndlist er ekki úr vegi að reyna að átta
sig á hvaða forsendur liggja að baki þess konar sýningu.
Hvað er svona merkilegt við að sjá skrípófígúrur í mál-
verkum, teikningum og skúlptúrum alvarlegra myndlistar-
manna? Hversvegna leggjast fullorðnir myndlistarmenn
svo lágt að nota tákn, ímyndir og stíl úr tjáningarformi,
sem er ekki bara ómerkilegt heldur að sumra mati bein-
línis mannskemmandi og er það yfirhöfuð eitthvað
forvitnilegt?
Flestir gera sér einhverja grein fyrir því að það er mikill
munur á myndasögum og myndlist en til að skilja hvernig
sá mismunur er tilkominn er mikilvægt að gera sér grein
fyrir menningarumhverfinu sem heild og hvernig mynda-
sögur og myndlist falla inn í það umhverfi.
Eitt af því sem vakið hefur forvitni margra þeirra sem
fjalla um listir er hvernig hægt er að raða tjáningarform-
um [og formbrigðum} í ákveðina virðingarröð og fá þann-
ig fram fyrirbæri sem nefnt hefur verið annarsvegar
hámenning og hinsvegar lágmenning. Landamærin þarna
á milli eru í einhverjum tilfellum dálítið á reiki en þrátt
fyrir það er það ótrúlegt hvað flestir, jafnvel þeir sem ekki
eru virkir menningarneytendur eru vissir í sinni sök hvaða
form eða formbrigði falla í hvorn flokkinn. Lágmenning
getur einnig gengið undir öðrum nöfnum svo sem fjölda-
menning [mass-culturej og vinsældamenning Cpopular
culture] en í meginatriðum er um sama inntakið að ræða;
samspyrða af tjáningarformum sem njóta ekki jafn
mikillar virðingar og önnur.
Forvitnilegasta spurningin er auðvitað sú hvaðan þessi
skipting í há- og lágmenningu er komin? Hvers vegna er
þörf á þess konar aðgreiningu-því það má heita öruggt
að hún þjónar mjög ákveðnum tilgangi-að hún sé ekki
komin innanfrá formunum sjálfum heldur utanfrá og e.t.v.
frá öflum sem tengjast þessum formum aðeins að litlu
leyti.
Kannski verðum við að hverfa aftur til þeirra tíma þegar
forfeður manna og apa voru uppi, fyrir nokkrum tugum
miljóna ára og reyna að finna hliðstæður þar við þessa
skiptingu í há- og lágmenningu. Menn hafa það nefni-
lega sameiginlegt með forfeðrum sínum og flestum öðr-
um dýrategundum að keppast við að komast af. Darwin
kallaði það „survival of the fittest" eða „þeir hæfustu
komast af“ sem er einn lykillinn að þróunarkenningu
hans. Dýr sem hafa ákveðna eiginleika til brunns að bera
s.s. kunnáttu, afl eða útlit voru líklegri, að hans mati, til að
ná þeim þroska að geta af sér afkvæmi og borið hina
jákvæðu eiginleika til næstu kynslóðar og þannig koll af
kolli þar til ný Cog jafnframt hæfari) tegund leit dagsins
Ijós. Þessa eiginleika mætti draga saman í eitt orð, vald.
Þeir sem hafa völd, hvort sem þau völd snúast um meiri
kunnáttu, meira afl eða betra útlit þá eru það eiginleikar
sem gera viðkomandi valdameiri og af þeim sökum
standa þeir betur að vígi en hinir sem ekki hafa þá í jafn
ríkum mæli.
í heimi dýranna virðast þetta vera augljósar staðreyndir
en í raun og veru breytist þetta í fáum atriðum þegar
maðurinn kemur fram sem sjálfstæð dýrategund. Meðal
manna, rétt eins og dýra, er það þeirra megin keppikefli
að tryggja sér völd, viðhalda þeim eða auka. Það sem
greinir þó menn frá dýrum að einhverju leiti er hvernig
samfélagsstaðan er er sýnd, því umfram þau spendýr sem
lifa í hópum þá eru samfélög manna oft á tíðum grfðar-
lega stór og flókin og þörfin fyrir að skilja á svipstundu
hvar nýr einstaklingur er í valdaröðinni miklu meiri.
Maðurinn var líka mjög fljótur að læra að sú leið sem dýr
viðhafa, til að kanna hvort nýr einstaklingur sé valdamikill
eða ekki, er alltof tímafrek og ógnar undirstöðum hins
mannlega samfélags; þ.e. menn gátu hreinlega ekki verið
að slást við alla nýja einstaklinga sem á vegi þeirra urðu
enda kom það íljótlega á daginn að líkamlegur styrkur
var ekki eins mikilvægt valdatæki og hjá frændum okkar
dýrunum.
Það sem maðurinn hafði einnig umfram dýrin var að
hann gat notað tákn til að koma til skila samfélagsstöðu
sinni og jafnvel svo auðþekkjanleg tákn að þau eru skilin
án þess að menn þurfi að talast við Csvo er heldur ekkert
tryggt að allir innan sama samfélags tali sama tungumál]
og geta jafnvel verið greinanleg af löngu færi. Þessi
hjálpartæki köllum við gjarnan stöðutákn.
Til þess að sýna að til sé valdaröð í samfélaginu koma
einstaklingarnir innan þess sér saman um að ákveðin
tákn standi fyrir ákveðna andlega eða veraldlega eigin-
leika og þá sér í lagi völd þess einstaklings sem þau til-
heyra. Táknin geta svo verið með ýmsu móti s.s. líkams-
skraut, klæðnaður, híbýli, menntun og einnig ógrynni af
11