Gisp! - 01.12.1995, Page 15

Gisp! - 01.12.1995, Page 15
síður, að hann væri læs, því lestrarkunnátta [má eftilvill frekar segja menntun] var og er ennþá valdatæki. En hvaða listform standa þá eftir? Hver eru sameigin- leg einkenni þeirra lágmenningarforma sem hinir valda- lausu geta neytt án þess að raska strúktúr þjóðfélagsins? Nokkur þeirra eru örugglega tilkomin beinlínis vegna gagnstöðu sinnar við hámenninguna, frekar en það sé á þeirra eigin forsendum; þ.e. að lykilinn að lágmenning- unni er jafnan að finna í hámenningunni. Þannig má nefna að lágmenningin notar ódýrt, auðfengið og for- gengilegt efni. Ódýr og einföld tæki við gerð og flutning [sbr. flautur og trommur í stað sembals eða víólu da gamba). Stuttir söngvar, gagnstætt óperum og hljóm- sveitarverkum og einfaldar myndir með lítinn eða engan texta. Og það sem skiptir einnig töluverðu máli; höfund- arleysi, því það er eins og lágmenningin spretti oft áreynslulaust fram án þess að nokkur viti hvar hún byrjar og hvar hún endar, gagnstætt upphafinni höfundar- dýrkun hámenningarinnar. Ef litið er síðan frá formunum og umbúðunum sjálfum til innihaldsins kemur í Ijós svipuð lagskipting í hátt og lágt. Það er greinilegt að ekki er allt efni er jafn hentugt fyrir þá sem vilja telja sig valdameiri en aðra. Siðfræði og smekkur kristinnar kirkju og aðals hefur sjálfsagt ráðið töluverðu þarna um, því það gefur auga leið að þau form sem eru dýr, stór og löng verða að eiga sér hliðstæðu í innihaldi og því ekki óeðlilegt að þau fjalli um þá eigin- leika eða þær aðstæður sem samfélagið hefur komið sér saman um að séu stórbrotnir, háleitir og dýrðlegir. [Þannig verður til ein voðaleg hringrás þar sem form og innihald bíta endalaust í skottið á sér). Innihaldið er því oft einungis til að viðhalda því valdi sem kemur fram í forminu sjálfu [eða öfugt). Megin einkenni á innihaldi hámenningarinnar er alvar- an, því guð og valdamenn fara ekki með dár og spé. Og alvara er dulbúinn ótti, ótti sem sýna verður hinu andlega og hinu veraldlega valdi. Og ótti á að viðhalda stétta- skiptingunni því sá sem óttast er ofurseldur einhverjum öðrum. Lágmenningin er hinsvegar alvörulaus. Hún dregur valdið niður á flöt þess sem neytir hennar og hlær að því. Lágmenningin fjallar ekki um guð heldur um manninn og neitar að setja hann á stall. Hún snýr við gildunum þann- ig að hið háleita, dýrðlega og andlega verður lítilfjörlegt stundarfyrirbrigði en hið einfalda, ódýra og líkamlega ekki bara ásættanlegt heldur eftirsóknarvert. Þannig er og verður lágmenningin hin sífellda ógnun við valdið sem vill í eigin krafti viðhalda óbreyttu ástandi. Lágmenninginn er eins og dropinn sem smám saman holar steininn og brýtur niður fjallið hversu stórt sem það kann að vera. Hræðslan við lágmenninguna er því ekki hræðsla við eitthvað ákveðið innihald, heldur uggur þess manns sem finnur að hver brandari, hvert popplag og hver klámmynd dregur úr valdi þess sem vill verða álitinn háleitur, innblásinn og til þess gerður að hafa andlega eða veraldlega lögsögu yfir meðbræðrum sínum. Myndasagan En hvað kemur þetta allt myndasögum við? Von að menn spyrji en myndasögur e"u einmitt listform sem er neðarlega í lagskiptingu menn.ngarinnar og því útaf fyrir sig nokkuð merkilegt að myndlistarmenn [og reyndar fleirij) hafi áhuga á að nýta sér eða tileinka sér ákveðin einkenni úr þeim í eigin listsköpun. Þetta er fullyrt þrátt fyrir að nú í nokkur ár hafi einhverjir viljað halda því fram að myndasagan væri sjálf orðin fullgilt [hvað sem það nú þýðir) hámenningarlistform og nú sé mögulegt fyrir alla að neyta hennar kinnroðalaust. Þetta er einfaldlega ekki sannleikanum samkvæmt. Myndasaga er, þrátt fyrir allt, listform sem nýtur ekki sömu virðingar og málaralist [al- veg burtséð frá innihaldi). Hversu lélegt sem málverkið er, þá er það undantekningalaust tjáningarform sem hefur mikið forskot og nýtur meiri virðingar. Myndasagan hefur nefnilega öll einkenni lágmenningar. Hún er greinilega gerð á mjög einfaldan hátt, oftast nær aðeins blek á pappír og ber þess merki að til hennar er ekki kostað tugmiljónum dollara. Birting hennar er oftar en ekki á ódýran pappír og ef hún er ekki í svart-hvítu þá er hún oftast illa lituð. Rammarnir eru litlir og textinn er lítill. Dreifingin er í dagblöðum, litlum myndasögublöðum eða þunnum bókum og við sjáum ekki myndasögur á nútíma- listasöfnum nema á sýningum eins og þessum. Innihald- ið er sjaldnast alvarlegt og þegar það kemur fyrir er það oftar en ekki [því miður) yfirborðsleg sýndarmennska. Semsagt lágmenning. E.t.v það eina sem markvert hefur gerst er að ákveðinn hópur menntamanna, sér í lagi táknfræðingar, strúktúra- listar og póst-strúktúralistar (hámenntamenn) hafa notað myndasöguna meir en aðrir hugvísindamenn til að útlista kenningar sem þeir aðhyllast, einkanlega vegna þess að hún, líkt og öll lágmenning, liggur vel við höggi. í fyrsta lagi er hún mjög útbreidd, sem bendir til að hún endur- spegli smekk og viðhorf mikils fjölda fólks (sem þýðir afturá móti að að auðvelt verður að alhæfa út frá henni), hún er sambland af rit- og myndmáli og gefur táknfræð- ingum þarmeð tvöfalda ástæðu til að sýna snilligáfu sína og einnig er form hennar ákaflega mótað og skýrt sem heillar strúktúralista. Þessi óvænti áhugi hugvísinda- manna hefur þó ekki skilað sér í meiri virðingu við myndasöguformið eða að það hafi haft áhrif á mynda- sögulistamenn til að skapa áhugaverðari myndasögur fyrir vikið. Eins og áður er megnið af því sem þeir skapa 13

x

Gisp!

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gisp!
https://timarit.is/publication/1525

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.