Gisp!

Ataaseq assigiiaat ilaat

Gisp! - 01.12.1995, Qupperneq 17

Gisp! - 01.12.1995, Qupperneq 17
Myndlist skrípóteiknaranna Það er einnig athyglisvert í þessu samhengi að staldra við og skoða listsköpun þeirra sem vitað er til að hafi, sam- hliða sínum myndasögum og/eða skopteikningum, lagt stund á hefðbundna myndlist. í þessum hópi eru menn á borð við Honoré Daumiére, Gustav Doré, Wilhelm Busch, Heinrich Kley, Rudolph Dirks, Georg Grosz og Lyonel Feiningar og athyglisvert er að í raun er það mjög erfitt að sjá hliðstæður í hinni alvarlegu list þeirra. Flestir þeirra eru Cekki óeðlilega, miðað við tímabiQ hallir undir ein- hverskonar impressíonisma eða anga af natúralisma og þótt frásögn sé oft til staðar er hún undantekningarlítið á alvarlegri nótunum. Líktog þeir hafi ekki talið að það væri við hæfi að mála samskonar hluti og þeir voru að teikna. Allajafnan eru málverk þeirra flöt og lítið spenn- andi og langt því frá að það þau búi yfir sömu dýnamík og finna má í myndasögum og/eða skopteikningum þeirra. Það er helst að sjá megi víxláhrif í verkum Georg Grosz Cþá sérstaklega þeim sem hann gerir áður en hann fluttist til Bandaríkjanna] og einnig er töluverður skyld- leiki með myndasögum Lyonel Feiningers Ct-d. „Kin-der- kids“ ] við expressíónísk málverk hans. í íslensku samhengi má gjarnan líta á verk þeirra þriggja sem hafa gert hvorutveggja hér á árunum 1900- 1960. Það eru þeir Muggur, Tryggvi Magnússon og Halldór Pétursson. Um list Muggs er oft erfitt að alhæfa því bæði var hann mjög fjölhæfur og jafnframt mistækur. Það er þó nokkuð Ijóst að fæstar „alvarlegar" myndir hans Cs.s. landslagsmyndir] munu teljast til lykilverka í íslenskri listasögu. En hinsvegar nær hann sér vel á strik þar sem frásögnin skiptir höfuðmáli og margar af hans bestu myndum falla einmitt undir flokkinn gamansöm frásagnarmálverk. Þótt Muggur hafi aldrei haft atvinnu af skopteikningum hlýtur hann að teljast til þeirra sem af einhverri ástæðu hafa átt erfitt með að sameina kosti beggja þátta í sinni list Cþ e. hefðbundins frásagnarmálverks og skopteikn- inga]. Tryggvi Magnússon var einn atkvæðamesti skop- myndateiknari á íslandi á fyrri hluta aldarinnar og sá fyrsti sem hafði einhverja atvinnu af því, þótt hann sinnti jafn- framt hefðbundnum myndskreytingum og auglýsinga- gerð. Hann málaði einnig hefðbundin málverk sem nán- ast ómögulegt er að greina að eru eftir sama listamann. Megin viðfangsefni hans í hinni „alvarlegu" list var landslag og íslensk þjóðsöguminni þar sem hann rær á sömu mið og Ásgrímur Jónsson. Því miður gætir lítilla áhrifa frá stíl hans sem skopmyndateiknara í málverkum hans og þau flest stíf og ósannfærandi. Þriðji listamaður- inn í þessum hóp, Halldór Pétursson, var sjálfsagt mikil- virkasti myndskreytari og skopmyndateiknari á íslandi frá 1950 og fram til 1975 og einnig „alvarlegur" myndlistar- maður eins og yfirlitssýning hans á Kjarvalsstöðum 1976 sýndi. Myndir hans eru einmitt gott dæmi um nánast óbrúanlegt bil á milli brauðstritsins Cmyndskreytingar- skopteikningar-portretmyndir] og áhugamálsins Calvar- legt málverk]. Hinar „alvarlegu" myndir hans eru flestar landslagsmyndir en einnig hestar í ýmsum stellingum og svo nokkrar þar sem frásögnin skiptir meginmáli en þar kemst Halldór ekki útúr hinni natúralísku hefð og eru þær myndir ekki sambærilegar við bestu skopmyndateikn- ingar og myndskreytingar hans. Ekki er mér kunnugt um að atkvæðamesti skopmyndateiknari okkar nú, SIGMUND máli einnig alvarleg málverk. En lágmenning getur líka orðið hámenning Eitt af því sem listfræðingar gætu hæglega beint sjónum sínum að í framtíðinni er hvaða ástæður liggja að baki því að sumar listsefnur 20. aldar hafa ekki náð að festa rætur á íslandi. Það er a.m.k. eftirtektarvert í myndlistinni, að stefnur eins og Fútúrismi, Dadaismi, Súrrealismi og Poplist hafa átt mjög erfitt uppdráttar og ætti listfræðing- um að vera í lófa lagið að komast að því af hverju þær liststefnur hafa aldrei átt sér atkvæðamikla talsmenn hér. Möguleg ástæða kann að vera sú að hér á landi hafi sú stórborgar-neyslumenning sem er ein forsenda þessara listastefna aldrei verið til staðar Cfyrr en eftil vill á síðustu árum] og svo hitt að íslenskir listamenn hafi aldrei haft neinn sérstakan áhuga á innihaldi listsköpunnar sinnar en hinsvegar verið nokkuð öruggir með sig þegar kemur að forminu þ.e. hvernig listin á að líta út. Með poplistinni varð mögulegt fyrir listamenn að sam- eina þetta tvennt; myndasögur/skopmyndir og alvarlega myndlist. Nokkuð sem hafði átt mjög erfitt uppdráttar *ÞÍB TínNíð OR^AKÍRNAR. ( LÆ/ISUM AROBRí NÚTIMAUSTáMÁNMA . I UNOÍRr , FÖRULUMSKRÍFUM H&ÍMSPEKÍNéANNA. I harmkvæujm iónskáidanna ogklastrí ARKÍTEKTANNA. Neð 6&R£uM SíNUM <p*APA þEÍP. UNDAN tÐLÍLE6RJ SJALVS' iMYND OKKAR: t’AÐ VAR HElMSPEKÍNtUP. 5EM FANN UPP t.UÐLE^iÐ. NUTlMAlÁSrA' N\ADUK(SEM AFSlfRfclADÍ MANNSUKANíAnN 06 NiniNlAARVLfTERi ST-M TmNAÐÍ teNNAH KANNPjANDmtCA STtYPUKUMEAlDA m { þESStf2. RAUNVERULF6U.6U5PAMEAJN TRu ^ ULTAR. í SAU0A4/U0, híl EÍNSÖ6 SANNl^MANN" YiNlK** WlOASi „Ve'ir mA AÐ UpiÐ Of> „SKÍL4REÍNA STOÐU MANNSÍNS I NÚtlMANUM, • ÍRAUN 06 VERU ERU EÍNUNtiS Aö IKHROPA EÁLÍÐ SÁIAKSVAICTUOL 04 WÐ STÍWlAlL OCi qrALKKÁK MEB UYERRi' UUttViND SvO Í>AÐ etKOMALAR-í 'innANUjMUM HAOSUNUM VöRRA.I 15

x

Gisp!

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gisp!
https://timarit.is/publication/1525

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.