Gisp! - 01.12.1995, Síða 19

Gisp! - 01.12.1995, Síða 19
úr. í Bandaríkjunum, þaðan sem stærstur hluti þessa varn- ings er upprunninn, var það svo Roy Lichtenstein sem gekk lengst í því að nota myndir, ímyndir og íkon mynda- sögunnar í myndlist sinni, auðvitað allt í nafni höfundar- lausrar fjöldamenningar. Það má álykta að notkun Lichtensteins á myndasögunni sé ekki til að benda áhorf- endum á að hún hafi listrænt innihald, í sinni uppruna- legu mynd, heldur þvert á móti, að notkun hans sé einmitt vegna þess að hún sé gersneydd þeim þáttum sem við leggjum til grundvallar háleitri list. Og einsog því til sönnunnar hikar hann ekki við í viðtölum að benda á að hann hafi í öllum tilfellum hagrætt, bætt og lagað hinn formræna þátt myndanna þar sem greinilegt var að hið upprunalega hráefni væri ekki nógu gott eins og það kom fyrir. Það þurfti greinilega listamann til að breyta drasli í list. Á þennan hátt er myndasagan lítið annað en hráefni fyrir Lichtenstein í ódauðleg listaverk hans. í raun er athyglisverðasta spurningin í þessu sambandi ekki hvort myndasagan sé sjálfstætt listform eða hvort listaverk Lichtensteins séu góð eða slæm heldur hvort það sé afstaða listamannsins til þess sem hann gerir sem skipti meginmáli fyrir útkomuna. Tæplega hálfri öld áður hafði Marcel Duchamp framkvæmt sama gerningin með flöskugrind og framhjól af reiðhjóli án þess að við lítum þá hluti eitthvað listrænni auga í dag, því listræna gildið var ekki fært yfir á hlutina heldur yfir á gjörninginn sjálf- an. Að sama skapi væri nefnilega alveg óvíst að Roy Lichtenstein væri þekktur í dag ef hann hefði verið að gera myndasögur í stað þess að gera úr þeim málverk, því þrátt fyrir allt er hann bara „gamaldags" málari. Neyslan á poplistaverkum náði reyndar fljótt álíka magni og sá varningur sem hún fjallaði um og myndasögu- listaverk Lichtensteins voru mjög fljót að ná þeirri út- breiðslu að verða tákn fyrir sig sjálf. Að verða innihalds- laus endurtekning líkt og geómetrísk abstraktverk fyrir- rennara hans, tákn um fjöldaneyslu listaverkanna. Þesskonar poplist náði takmarkaðri útbreiðslu á íslandi. Annarsvegar vegna þess að þegar poplistin kemur til sögunnar í Bretlandi og Bandaríkjunum eru íslenskir myndlistarmenn ennþá að kýta um hvort abstraktlist sé yfirhöfuð list eða ekki og hinsvegar var útbreiðsla á þeim bandarísku neysluvörum, sem um var fjallað, ákaflega takmörkuð. A.m.k. höfðu myndasögur á íslandi nánast einungis skipti- og söfnunargildi fyrir unglingspilta rétt eins og leikaramyndir og frímerki. Það eru vitaskuld lítilsháttar popáhrif í íslenskri myndlist og þá oft í bland við einhverskonar SÚM-flúxus. Þar má sérstaklega tiltaka klippi- og samsetningarmyndir eftir Sigurjón Jóhannsson og bókverk Dieters Roth þar sem hann notaði niðurklippt myndasögublöð og þá sérstaklega dönsk Andrés Önd blöð. Á sama tíma, úti í Evrópu, er Erró þáttakandi í pop- og frásagnarlist meginlandsins. Sú tegund poplistar sem blómstraði á meginlandi Evrópu aðgreindi sig frá þeirri bandarísku á ýmsan hátt. Þar var oft á tíðum minni áhersla á neysluþáttinn en þeim mun meiri á hinn samfélagslega eða pólitíska þátt listar- innar. Þetta kann að stafa af ólíkum félagslegum bak- grunni almennings í þessum löndum og með tilliti til myndasögunnar af ólíkri stöðu hennar í menningarlag- skiptingunni. í Evrópu hafði t.a.m. þróast annarskonar útgáfa á myndasögum, þ.e. í bókarformi. í poplist Evrópu er líka að mörgu leiti meiri breidd en í Bretlandi og í Bandaríkjunum enda þróaðist hún oft til ákveðnari átt til frásagnar. Ef litið er til notkunnar poplistamanna á myndasögunni í verkum sínum er það greinilegt að það er fyrst og fremst myndasagan sem félagslegt fyrirbæri [lágmenningj sem listamennirnir hafa áhuga á, en einnig að einhveru leiti hin myndræna birting hennar sem er vissulega mjög grípandi; skærir litir og svartar útlínur, einfaldaðar fígúrur og áberandi letur svo og áherslan á ópersónuleika [eða goðsögnina um ópersónuleika myndasögulistamannsinsj og ófrumleika [eða goðsögnin um ófrumleika mynda- sögulistamannasins). Allt þættir sem voru í hrópandi andstöðu við frumleika, tjáningu, sjálfstæði og háleitni hjá fylgismönnum abstraktlistarinnar. Þar sem áhersla poplistamanna var að mörgu leiti á hinn samfélagslega þátt listarinnar var keppikefli þeirra að upphefja gráu svæðin innan myndlistarinnar eins og t.d. auglýsingar, vörumerki, myndskreytingar, og mynda- sögur. Svæði sem af ýmsum ástæðum hafa fólgin í sér ákveðinn hluta af „list“ [t d- teiknikunnáttu eða færni í meðferð lita) en list sem sem hefur selt djöflinum sál sína fyrir nokkra silfurpeninga fað mati hinna frumlegu lista- manna) Allt fram á þennan dag er verið að vinna á þessu gráa svæði milli listar og ólistar og er skemmst að minn- ast verka Jeff Koons sem eru í grundvallaratriðum það sama og poplistamenn voru að fást við uppúr 1960. Birting myndasögunnar í myndlistinni Það sem skiptir meginmáli þegar skoðuð er birting myndasögunnar í myndlistinni er fyrst og fremst munur- inn á myndlist og myndasögu. Myndasaga getur aldrei verið myndlist, sem eftilvill er hennar megin styrkur. Hin félagslega skírskotun myndasögunnar [þ.e. innan lag- skiptingu menningarinnar) hefur lítið breyst á þeim 35-40 árum sem viðtekið hefur verið í myndlist að „fá að láni“ hugtök, tákn og myndir úr listforminu myndasaga. Ef skoðað er nánar í hverju þessi birting er fólgin má segja að hún skiptist í þrjá megin hluta; tilvitnanir, frásagnaraðferð og stíl. Stundum er aðeins um einn þessara þátta að ræða en oftar tvo eða jafnvel alla. Tilvitnanirnar eru sennilega sá þáttur sem er hvað þekkt- astur enda er þar um að ræða að listamenn notfæra sér 1 &YRJÍO STRAV 1 PA6 VlNÍR.1 Wí) ER UÆötV Að snúA þdauwiNNÍ ViÐ. MATti'ð AO TTIjA \ HÍNUM KlöFNU TUN6UM HEÍMSPtWN&ANNA S?M ZSYNA ÍTRjeIcAö AÐTEúJA OkKUR. TRU UN\ A©:@ tuá SE LENéU^TÍU h/EifN MlÐJA, ©Aö SALÍPUIE^T NiÐURBWT 1UN4.UNWISINS SE fe\TTHVERÍ SVAR.@AÍ) PÓSTMÖDER.NISMÍ SE AL- CÆÞt FREL-SÍ,© AÐ TA’kNFRÆÐÍ sá EÍnHVEP- LAUSN.© Aí) UFiÐ SETÍLéANOSlAUST...JUWU 17

x

Gisp!

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gisp!
https://timarit.is/publication/1525

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.