Gisp! - 01.12.1995, Side 21

Gisp! - 01.12.1995, Side 21
Og að lokum... Sögu menningarinnar mætti skoða sem sögu mismun- andi tjáningarforma sem að mestu leyti eru að tjá sama innihaldið aftur og aftur í ótölulegum fjölda formbrigða. Það er því merkilegt hve oft það gerist að nýjum tjáningarformum er vísvitandi tekið með fálæti og þau einungis talin stundarfyrirbrigði og því ekki vert að veita þeim athygli. Síðustu 100-150 ár hefur þróun tækninnar verið að ýmsu leiti bakhjarl margra nýrra tjáningarforma og nægir þar að nefna Ijósmyndun, kvikmyndagerð, húðflúr, útvarpsleikrit, teiknimyndir, rokktónlist og framhalds-sjónvarpsmyndir. í dag er fjöldi nýrra tjáningarforma að koma fram og verður spennandi að sjá hvaða örlög bíða þeirra í lagskiptingu menningarinnar. Hér er um að ræða form eins og tónlistarmyndbönd, tölvuleiki, gagnvirkan sýndarveruleika og tölvugrafík Cþess er nú öruggleg ekki langt að bíða að gerð verði kvikmynd í fullri lengd sem að öllu leyti er unnin stafrænt, auðvitað að því tilskildu að ekki komi fram ný tækni sem leysi kvikmyndina af hólmf). Þegar litið er til baka er ótrúlegt að hugsa til þess að fá ef nokkur, tjáningarform hafi dáið út eða úrelst. Stærstur hluti þeirra lifir áfram og bætist einungis við þann fjölda sem fyrir var þótt vinsældir ólíkra stíla eða formbrigða séu mismunandi eftir tímabilum. Þannig verður með mynda- söguna og önnur form listarinnar hvort sem þau teljast til há- eða lágmenningar. Þau munu öll lifa áfram og hafa áhrif hvort á annað og örugglega geta af sér ný. Skiptingin í há- og lágmenningu mun einnig ríkja áfram svo lengi sem einhverjum finnst það eftirsóknarvert að öðlast meiri völd en aðrir einstaklingar innan samfélags- ins og vilja láta aðra vita af því með stöðutáknum. Þótt völd guðs og keisara hér á jörð hafi dvínað mikið á þess- ari öld eru einfaldlega nýjar valdastofnanir innleiddar og ný fyrirbæri tekin í guðatölu. Þannig hafa listamennirnir sjálfir verið einna ötulastir að setja listina og sjálfa sig á stall og viljað skapa „list fyrir list" eða öllu heldur „list fyrir fræðinga, stofnanir, gallerí og þá-sem-hafa-efni-á-því- að-kaupa-þetta-allt" til þess að geta sjálfir verið handhaf- ar þess valds sem þeir áður þjónuðu. Krafan um frum- leika og nýjungar hefur m.a. leitt listamenn til að tileinka sér ákveðin þekkjanleg tákn úr lágmenningunni án þess þó að það hafi haft nokkur afgerandi áhrif á strúktúrinn sjálfan. Það breytir jú sáralitlu um stéttaskiptingu þjóð- félagsins þó verkamaðurinn vinni í lottóinu. Ef ekki væri til lágkúruleg fjöldamenning væri erfitt að framlengja goðsögnina um hámenninguna sem við höf- um komið okkur saman um að halda í og berum það traust til að hún muni leiða mannkynið, þrátt fyrir allt, farsællega inn í tuttugustu og fyrstu öldina. Þjóðfélagið hefur eytt tíma, hugviti og fjármunum í að koma sér upp stofnunum og tungumáli til að tryggja vald þeirrar sköpunnar sem hún telur að muni endurgjalda það. Á sama tíma heldur lágmenningin áfram að naga rætur hámenningarinnar einmitt með því að neita þvermóðsku- lega að taka þátt í þeim díalóg sem hún hefur boðið uppá hingaðtil. * ELSRURNAR. M'JVÁPJ NiilÍÐ LÍFSlNsT 'T^Ú\Ð 'A 4UÐ,80ii£)iÐ 40ÐA/SÍ MAr, ivSÍÐ 660AR.BÆICUR, 0AERV4D,6Ó& ViN , VUitJÍD VÍNYIM YWM. HVEPTANNAÐ 06 \ ALtA'ATtyft ytNVitÁ, SfREN4ÍÐ tENNAN \ANDSVC. NÍrtiW\ARKnEWÚRt' iöftuppu 19

x

Gisp!

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gisp!
https://timarit.is/publication/1525

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.