Fréttablaðið - 17.02.2021, Page 26

Fréttablaðið - 17.02.2021, Page 26
Þegar maður tek ur fleiri skref í átt að hindr un um þýðir það að verk efnið verður þá stærra, að af nema það að nýju. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, ferða- málaráðherra 16.02.2021 MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is Miðvikudagur 17. febrúar 2021FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL | Helgi Vífill Júlíusson SKOÐUN Hollenski bankinn ABN Amro verður stjórnendum Íslandsbanka til ráðgjafar við undirbúning á sölu á 25 til 35 pró- senta hlut í bankanum í gegnum hlutafjárút- boð og skráningu á markað síðar á árinu. Með ráðningu á ABN Amro er meðal ann- ars horft til þess að Bankasýslan, sem heldur utan um 100 prósenta eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka, hefur talið skynsamlegt að líta til reynslu systurstofnunar sinnar í Hollandi – NFLI – þegar hollenski bankinn var skráður í kauphöllina í Amsterdam í nóvember 2015, með sölu á 23 prósenta hlut. Hollenska ríkið yfirtók ABN Amro í kjöl- far alþjóðlegu fjármálakreppunnar en eftir skráningu á markað hefur ríkið haldið áfram að minnka eignarhlut sinn í bankanum – með sölu á 6,9 prósenta hlut í þrígang á árunum 2016 og 2017 – og er enn í dag stærsti hluthaf- inn með rúmlega 56 prósenta hlut. – hae Fær ABN Amro sem ráðgjafa við sölu Birna Einarsdóttir, bankastjóri Ís- landsbanka. Hugmyndir um sam-félagsbanka hafa fengið byr í seglin að undan- förnu. Sannast sagna minna þær á hugljúfa drauma, að bankar án hagnaðarsjónar- miða muni þjóna samfélaginu með betri hætti. Ef til vill ýta rangfærslur undir þá drauma á borð við þær sem Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri og aðstoðarmaður fjármála- ráðherra um tíma, bar á torg í greinaskrifum, að hámörkun hagnaðar einkabanka hafi í för með sér hámarkskostnað fyrir almenning. Sú fullyrðing er einfaldlega röng. Hagræðing í rekstri og samkeppni um við- skiptavini, lykilatriði í einka- rekstri, virðist ekki hafa náð til hans. Þessi atriði skipta líka sköpum á litlum mörkuðum. Reynt hefur verið að reka samfélagsbanka hérlendis með ýmsu sniði. Annars vegar hefur Íbúðalánasjóður, sem var umsvifamikill áður en viðskiptabankarnir yfirtóku húsnæðislánamarkaðinn á árunum fyrir hrun, valdið rík- inu ómældu tjóni. Hins vegar urðu sparisjóðir að lúta í lægra haldi um viðskiptavini fyrir viðskiptabönkunum. Þetta er þróun sem átt hefur sér stað alþjóðlega. Til að mæta þeim áskorunum var sparisjóðum á Ítalíu breytt í hlutafélög og í Frakklandi var reynt að koma á samvinnulýðræði í sparisjóða- kerfinu en gekk illa. Samfélagsbankar geta ekki keppt við einkabanka. Stjórn- endur þeirra skortir aðhald frá eigendum. Því verður rekstur- inn óhagkvæmari og lánskjör verri, sem leiðir til þess að við- skiptavinir leita annað. Réttir eigendur að fyrirtækjum geta skipt sköpum fyrir rekstur, enda hafa mörg fyrirtæki gengið í gegnum endurnýjun lífdaga þegar nýir hluthafar koma að málum. Það væri bjarnargreiði ef ríkisbönkunum yrði breytt í samfélagsbanka. Eigið fé Íslandsbanka og Landsbank- ans er samanlagt 444 milljarð- ar króna. Mun skynsamlegra er að selja þá og nýta fjármunina til að byggja innviði og greiða niður ríkisskuldir. Ríkið er ekki góður eigandi að bönkum, heldur er slíkt eignarhald upp- skrift að stöðnun, hnignun og loks miklu tapi. Almenningur mun sitja eftir með sárt ennið. Hugljúfir draumar Suðurlandsbraut 20 Val á flísum sem standast tímans tönn krefst útsjónarsemi og þekkingar. Flísar frá Ítalíu og Spáni, brenndar, rétt skornar og í fyrsta flokki, skipa sér þar með í flokk bestu fáanlegu flísa. Það skilur á milli famleiðanda þegar kröfurnar eru miklar. Kynntu þér flísarnar í verslun okkar Suðurlandsbraut 20. 108 Reykjavík Sími: 595 0500 www.egillarnason.is Opnunartímar: mán–fös kl.9–18Vatnagörðum 14 104 Reykjavík litrof@litrof.is 563 6000 Sterkari saman í sátt við umhverfið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.