Fjarðarfréttir - 14.11.1970, Page 6
6
FJARÐARFRÉTTIR
fel Málfaðnr sDorhundur ómetanleou1
við teitarstöpf
Er áratuga barátta Hjálparsveitar skáta í Hafnarfirði
að bera árangur?
Athyglisverð þrutseigja Hjálparsveitarinnar við
erfiðar aðstæður.
A-hverju ári týnast börn og
fullorðnir og kalla þarf til
björgunar- og hjálparsveitir til
að finna þá, sem týndir eru,
Oft taka þátt í leitum að
týndu fólki tugir og hundruðir
manna sem leggja nótt við dag
til þess að hinn týndi finnist
sem allra fyrst. Er skemmst að
minnast tveggja barna, sem
týndust í Reykjavík og fundust
síðar látin, og rjúpnaskyttu,
sem týndist í Bláfjöllum ofan
við Reykjavík, og liefur ekki
fundizt enn, þrátt fvrir mjög
umfangsmikla leit margra
manna í átta daga.
Leitarstörf krefjast mikils og
leitir kosta oft of fjár. Góður
sporhundur er ómetanlegur
öllu leitarstarfi og getur oft
sparað tíma, fé og fyrirhöfn
fjölda manna og stundum get-
ur góður sporhundur riðið
baggamuninn, þegar um líf eða
dauða einstaklinga er að tefla.
Hjálparsveit skáta í Hafnar-
firði hefur nú um árabil gert
tilraunir með rekstur spor-
hunda. Rétt er og skylt að rekja
í stuttu máli sögu sporhunda
hér á landi.
Kunnugt er um þrjá aðila,
sem hafið hafa þjálfun spor-
hunda á íslandi fyrir utan
Hjálparsveit skáta í Hafnar-
firði, en allir hafa þeir hætt af
ýmsum orsökum. Upphaf þess
að Hjálparsveit skáta i Hafnar-
firði lióf afskipti af þessum
málum var það, að einn af
fyrrverandi formönnum sveit-
arinnar, Jón Guðjónsson, liafði
umsjón með, þjálfaði og stjórn-
aði í leitum sporhundi sem
Flughjörgunarsveitin í Reykja-
vík átti. Hundur þessi var orð-
inn gamall og Flugbjörgunar-
sveitin virtist ekki hafa áhuga
á að fá sér annan. Jón Guð-
jónsson hafði þá forgöngu um
að Hjálparsveit skáta í Hafnar-
firði keypti sporhund frá
Bandarík j unum.
Ýmsir aðilar veittu sveitinni
stuðning til þess. Þegar hund-
ur þessi kom til landsins, árið
1962, var liann haldinn vera
þriggja ára, en síðar kom i
ljós, að hann liafði verið átta
ára gamall, þegar hann fór frá
Bandaríkjunum. Þegar hann
loksins kom til landsins, var
formaður sveitarinnar, Jón
Guðjónsson, látinn. Þótt félag-
ar sveitarinnar væru reynslu-
lausir þá, í þjálfun sporhunda,
ákváðu þeir að halda áfram
starfi lians. Þessi hundur brást
algjörlega og kom þar bæði til
aldur lians og reynsluleysi
sveitarinnar.
Þegar hér var komið sögu,
hafði sveitinni verið gefinn 14
mánaða gamall hundur úr
Keflavik, og var ætlunin að
hann yrði fyrri liundinum til
ánægju. Þessi hundur var kall-
aður Bangsi. Hafði hann verið
kvekktnr í æsku og var af þeim
sökurn mannafæla. Hann var
ckki af hreinu kyni, heldur
blóðhundur að þremur fjórðu
og Sháffer að einum fjórða.
Vegna þessa var hann miður
fallinn til þjálfunar, sem spor-
hundur. Samt sem áður ákvað
einn félagi sveitarinnar að gera
tilraun með hann. Leiðbeining-
ar um þjálfun sporhunda höfðu
fengizt erlendis frá.
Þjálfun hundsins var tíma-
frek, og því nær daglega var
hann þjálfaður i sjálfboða-
vinnu. Árangurinn varð góður,
miðað við aðstæður. Nokkur
dæmi má nefna þar um. Eftir
klukkutíma leit fann hann á
Arnarliolti mann, sem leitar-
flokkar höfðu leitað að í fimm
klukkustundir án árangurs.
Hann leitaði að manni á Þing--
völlum og rakti slóð hans á
ákveðinn stað, en síðar kom í
Ijós, að þar hafði maðurinn
farið upp i bifreið. 1 Vest-
mannaeyjum rakti hann slóð
manns niður á bjargbrún, en
maðurinn hefur aldrei fundizt
svo að vitað sé.
Síðan Bangsi dó, fyrir tæp-
um fimm árum hafa tveir fé-
lagar sveitarinnar byrjað þjálf-
un á tveimur sháfferhvolpum,
en þeir voru fengnir frá norsku
lögreglunni. En ýmissa hluta
vegna hefur árangurinn ekki
orðið nógu góður, m. a. vegna
takmarkana sháfferhunda við
sporrakningu.
Að fenginni þeirri reynslu,
sem lýst hefur verið, komst
sveitin að eftirfarandi niður-
stöðum:
1. að nauðsynlegt væri að fá
hvolp af hreinu blóð-
hundakyni, sem ætti við-
urkennda sporhunda að
forfeðrum.
2. að einn og sami maður
liugsaði um hundinn að
öllu leyti, þjálfaði hann og
gæfi honum.
3. að sá maður hefði nokkra
reynslu i þjálfun spor-
hunda og yrði gert kleift
að sleppa vinnu hálfan
daginn, til þess að þjálfa
hundinn.
Snemma á árinu 1970 leitaði
Hjálparsveit skáta í Hafnar-
firði eftir kaupum á hrein-
ræktuðum blóðhundi. Var leit-
að til allra stærstu sveitarfé-
laga á landinu um aðstoð, svo
að þessi tilraun mætti takast
sem bezt og yrði gerð sam-
kvæmt niðurstöðum þeirrar
reynslu sem fengin var og áð-
ur hefur verið lýst. Svör hafa
borizt frá allmörgum sveitar-
félögum.. Tveir menn voru
sendir utan í maí síðastl. með
aðstoð Flugfélags Islands, þökk
sé því, til að kynnast enn bet-
ur þjálfun og rekstri spor-
hunda. Var siðan fenginn
hreinræktaður blóðhundshvolp-
ur, af mjög góðu kyni, frá Eng-
landi og kom hann til landsins
i júlí sl.
Þegar að lokinni sóttkví var
hafin þjálfun hans og var feng-
inn til starfsins sá hinn sami
og náð hafði svo eftirminnileg-
um árangri með Bangsa áður.
Hefur nú hundurinn verið í
þjálfun á hverjum degi um 7
vikna skeið. Nauðsynlegt er að
taka fram að þjálfun góðs
sporhunds tekur mun lengri
tíma, svo að ekki er að vænta
öruggs árangurs strax.
Rétt er að liafa í huga, að þó
að þjálfun þessa hunds takist
vel, eins og full ástæða er til
að ætla, er hér engin endanleg
lausn fengin. Til þess að svo
verði er nauðsvnlegt að fá fleiri
hunda til þjálfunar og það sem
allra fyrst. T. d. er ekki hægt
að fara með sporhund til leit-
ar, ef hann hefur verið þjálf'
aður sama dag. Einnig er rétt
að skyndilega getur gerzt
óhapp, og er þá óverjandi
ekki eru, þá þegar, til þjálfað-
ir sporhundar, sem tækju við.
Samkvæmt fyrri reynslu er
miklu betra að fá óþjálfaða
livolpa af góðu kyni, heldur en
að fá hingað fullorðna, þjálf-
aða sporhunda.
En það er dýrt að reka góð-
an sporhund. Það kostar ekki
Framhald á bls. 9-
Korri, hinn nýi hundur Hjálparsveitarinnar.