Fjarðarfréttir - 14.11.1970, Blaðsíða 9

Fjarðarfréttir - 14.11.1970, Blaðsíða 9
FJARÐARFRÉTTIR 9 Á Reykjanesskaga eru fólgnar óþrjótandi auðlindir í orku hverasvæðanna. Ný- lega var lokið við að bora 1800 m djúpa borholu í nánd við Reykjanesvita. Úr þessari holu kom geysimikið gos, og náði gufustrókurinn 100 m í loft upp. Umferðartalning Fyrir skömmu fór fram inikil umferðartalning liér í Hafnarfirði. Var það Jóhann Bergþórsson, verkfræðingur, sem hafði umsjón með fram- kvæmd þessarar talningar á vegum verkfræðiskrifstofu hæjarins. Er talningin liður i skipulagðri gatnagerðaráætlun. Var ieitað til nemenda 4. bekkj- ar í Flensborgarskóla um að- stoð, og alls voru við talningu úr þeirra hópi um 90 teljarar. Stóð könnun þessi yfir einn dag, frá kl. 7 að morgni til 21 að kvöldi. Talningu var þannig háttað, að á 21 stað í hænum voru settir teljarar og sums staðar fleiri en einn á sama stað. Alls voru 37, sem töldu í einu i 14 tíma, þannig að vinnu- stundir urðu samtals 518. All- ir bílar, sem óku inn í bæinn voru taklir, og þar sem númer bílanna voru einnig skráð, var hægt að rekja ferðir bílsins inn- Höfðingleg gjöf Kiwanisklúbburinn Eldborg í Hafnarfirði hefur ákveðið að gefa bæjarfélaginu tannlækn- ingatæki fyrir um það bil 200 þúsund kr. — Eru þau ætluð skólatannlæknaþjónustunni. Hér er um mjög rausnarlega gjöf að ræða, og ekki hægt annað að segja, en klúbburinn fari mjög vel af stað, en hann var stofnaður fyrir tæpu ári. Knattspyrnumót Framhald af bls. 5. ina í þessum flokki, þann fyrri með 2 mörkum gegn 1, og þann síðari með 4 mörkum gegn 1. Báðir leik- irnir voru jafnir framan af en framlína F.H. var beittari, og réði Það úrslitum. 3. flokkur: Haukar komu nokkuð á, óvart með frammistöðu sinni í 3. flokki. F.H.-ingum, sem unnu Hauka með 21 marki gegn engu í September mótinu, tókst nú aðeins að skora 5 mörk samtals í báðum leikjunum. Þann fyrri vann F.H. *rieð 3 mörkum gegn engu, en þann síðari með 2 mörkum gegn engu. Astæður fyrir þessari óvæntu frammistöðu Haukanna eru e. t. v. rriargar, en líklega hefur það haft rtiest að segja, að nú var lögð meiri áherzla á að ná í alla tiltæka leik- rnenn, auk þess sem nokkrir for- ráðamenn og eldri leikmenn hvöttu rrú drengina óspart. 4. flokkur: f þessum flokki átt- r<st við jöfnustu lið félaganna. ifaukar báru sigur úr býtum í an Hafnarfjarðar. Sami bíll var því skráður á mörgum stöðum, og um leið var fyrirbyggt að nokkur bíll, sem var á ferli innanbæjar, væri ekki skráður. Margs konar upplýsingar fást úr þessari umferðarkönn- un. Má t. d. nefna, að hægt er að sjá hvenær dagsins umferð- in er mest, einnig hvaða akst- ursleiðir eru valdar frá ákveðn- um hverfum að t. d. miðbæ. Þá er könnunin nauðsynleg með tilliti til staðsetningar umferð- armerkja, hvar, t. d. tímabært er að setja upp umferðarljós. Þá má af könnuninni ráða bvort heppilegt sé að setja ein- stefnu á ákveðnar götur, hvar banna eigi bílastöður, og svo mætti lengi áfram telja. Mjög mikil vinna er eftir við úrvinnslu talningarinnar, en miðað er við, að frumathugun- um verði lokið fyrir áramót. Fyrsta verkefni klúbbfélaga var við lagfæringu á æskidýðs- beimili bæjarins, og tóku flest- ir klúbbfélaga þátt í því verki. Er ekki að efa, að þessi höfð- inglega gjöf Kiwanisfélaga flýt- ir mjög fyrir að sköpuð verði sú aðstaða, sem nauðsynleg er fyrir skólatannlælcningar. Iiafi klúbburinn þökk fvrir hið ágæta starf sitt. Hafnarfjarðar fyrri leiknum, skoruðu 3 mörk gegn 2, en síðari leiknum lauk með jafntefli, 1 mark gegn 1. Með liði Hauka léku nú nokkrir drengir, sem ekki voru í bænum er Septem- bermótið fór fram, m. a. bezti mað- ur vallarins, Hilmar Knútsson. 5. flokkur: F.H. sigraði báða leiki 5. flokks örugglega. Þann fyrri með 4 mörkum gegn engu og þann síð- ari með 3 mörkum gegn engu. Samkvæmt þessum úrslitum hef- ur F.H. sigrað Knattspyrnumót Hafnarfjarðar 1970 með 15 stigum gegn 5, skorað 25 mörk gegn 13. Sá möguleiki er samt fyrir hendi, að þessar stigatölur breytist eitt- hvað, þar sem Haukar geta kært síðari meistaraflokksleikinn vegna þess að lið F.H. var ólöglegt. — Nokkrir leikmenn liðsins voru of ungir til að mega leika með meist- araflokki. Lítil reisn var yfir þessu móti, framkvæmd þess slök, eins og und- anfarin ár, og áhorfendur sárafáir. SPORHUNÐUR... Framhald af bls. 6. undir 200.000,— kr. á ári, en niargar liendur vinna létt verk og það er vissulega ástæða fyr- ir sem flest sveitarfélög og fleiri að taka þátt i slíku starfi. Sporbundur getur komið að gagni hvar sem er á landinu og bver veit livar og hvenær þörf- in verður næst. Sporbundar geta bjargað mannslífum. Þeir geta stvtt eða komið í veg fyrir langar og fjölmennar leitir og sparað jiannig þjóðfélaginu tugi eða hundruðir þúsunda króna í töpuðum vinnustundum og öðrum kostnaði. Hjálparsveit skáta í Hafnar- firði þakkar bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði og öðrum þann stuðning, sem henni hefur ver- ið veittur á mörgum undan- förnum árum. Án hains gæti bún ekki sinnt hlutverki sínu, að vera ávallt til taks, þegar hjálpar er þörf. F.H. REYKJANES- MEISTARI Framhald af bls. 5. ember síðastliðinn var samt ekki eins tvísýnn og menn höfðu búizt við, því að reyndin varð sú, að F.H.-ingar sýndu yfirburði og unnu með 21 marki gegn 11. Lang- bezti maður vallarins í þessum leik var Hjalti Einarsson, markvörður F.H., en stórskytturnar Geir Hall- steinsson, Örn Hallsteinsson og Ól- afur Einarsson áttu einnig mjög góðan leik. Beztu menn Hauka voru Viðar Símonarson og Stefán Jóns- son. Mörk F.H. í leiknum skoruðu: Ólafur Einarsson 6, Örn Hallsteins- son 5, Geir Hallsteinsson 4, Jónas Magnússon 2, Kristján Stefánsson 2 og Gils Stefánsson 2. Mörk Hauka skoruðu: Viðar Sím- onarson 5, Stefán Jónsson 3, Þórar- inn Ragnarsson 1, Steingrímur Hálfdanarson 1 og Sigurður Jóa- kimsson 1. F.H.-ingar eru vel að þessum sigri komnir. Liðið er létt leikandi og heildarsvipur þess ólíkt skemmti- legri en síðastliðið vor, enda hafa liðsmenn æft mjög vel að undan- förnu undir stjórn hins nýja þjálf- ara, Ingimars Jónssonar. F.H.-INGAR í UNGLINGALANDSLIÐI Eins og menn muna lék íslenzka unglingalandsliðið í knattspyrnu 2 lands- leiki nýlega, gegn Wales og Skotlandi. Ungur Hafnfirðingur, Ólafur Dani- valsson, F.H., lék með liðinu í báðum þessum leikjum og þótti standa sig með prýði. Tveir aðrir F.H.-ingar, Hörður Sigmarsson og Viðar Halldórs- son, sem ásamt Ólafi höfðu verið valdið í 16 manna úrvalshóp, voru vara- menn í fyrrnefndum leikjum. Seint í þessum mánuði heldur unglinga- landsliðið utan og keppir þá við Wales-menn og Skota á þeirra heima- völlum, og verða þremenningarnir úr Hafnarfirði væntanlega með í þeirri för. VERÐUR ÍÞRÓTTAHÚSIÐ TILBÚIÐ í MARZ Um þessar mundir er unnið af fullum krafti að byggingu íþróttahússins. Nú er m. a. verið að setja gler í allt húsið og unnið að frágangi loftsins að innan. f haust var ráðinn maður, sem fylgist nákvæmlega með öllum und- irbúningi, útboðum og framkvæmdum varðandi húsið. Þá var einnig gerð áætlun, sem gerir ráð fyrir að hægt verði að taka húsið í notkun í marz nk. Enn hafa engar teljandi tafir orðið á framkvæmdum og þess vegna óhætt að vona, að íþróttahúsið verði að einhverju leyti tilbúið fyrir vorið.

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.