Fjarðarfréttir - 14.11.1970, Qupperneq 11
FJARÐARFRÉTTIR
11
Ur fundargerðum bæjarráðs
Meirihluti bæjarráös, Árni
Gunnlaugsson og Hörður Zóp-
haníasson, samþykkja eftirfar-
| andi:
„Áður en tillaga þessi verður
afgreidd í bæjarráði telur bæj-
arráð rétt að fela bæjarstjóra
að kanna grundvöll málsins m.
a. hvort þurfi til að koma laga-
setning, svo að 1. veðréttur í
skipinu verði bindandi og end-
anleg trygging gagnvart ríkis-
valdinu.
- Skal þessari könnun hraðað,
sem kostur er og bæjarstjóra
falið jafnframt að fylgjast fyrst
um sinn með væntanlegri samn-
ingagerð um togarakaupin, og
kanna vilja annarra kaupenda
um samstarf við samnínga-
. gerðina til að tryggja, sem
bezt hagsmuni kaupendanna.
Samkvæmt framangreindu
leggjum við því til, að af-
greiðsla tillögunnar til bæjar-
stjórnar verði frestað.“
Minnihluti bæjarráðs, Árni
Grétar Finnsson, óskar eftir-
farandi bókað:
„Tel nauðsynlegt, að af-
greiðsla tillögunnar fari fram
hið allra fyrsta, sérstaklega
með tilliti til þess, að það sam-
starf við önnur sveitarfélög,
sem tillagan gerir ráð fyrir
| komist á hið bráðasta.
Ég legg því til, að bæjarráð
mæli með því við bæjarstjórn,
að tillagan verði samþykkt á
næsta fundi hennar.“
Frestunartillaga meirihluta
bæjarráðs samþykkt með 2 at-
kv. gegn 1 atkv.
Árni Grétar Finnsson óskar
bókað:
„Ég óska eftir því að eftir-
farandi verði bókað, um af-
greiðslu þessa máls.
Formaður bæjarráðs hafði
þann hátt á við afgreiðslu þessa
máls, að lýsa því yfir að tillaga
hans hefði verið samþykkt
með tveim atkvæðum gegn
einu, án þess að bera tillöguna
undir atkvæði.
Þessari fundarstjórn for-
manns mótmæli ég.“
Árni Gunnlaugsson mótmæl-
ir bókun Árna G. Finnssonar,
sem rangri.
Árni G. Finnsson óskar bók-
að.
„Ég tek þá, sem eru hér á
fundinum til vitnis um það, að
Árni Gunnlaugsson bar tillög-
una ekki undir atkvæði, en
lýsti úrslitum atkvæðagreiðslu
engu að síður, en lét fram fara
formlega atkvæðagreiðslu eftir
að ég mótmælti fundarstjórn
lians.“
Hörður Zóphaníasson óskar
bókað:
„Ég vil taka fram vegna
bókunar Árna G. Finnssonar,
að í fyrsta lagi var ég flutn-
ingsmaður að nefndri tillögu
og hafði auk þess tjáð mig
fylgjandi henni. Árni G. Finns-
son liafði einnig tjáð sig um
málið, þannig að afstaða bæj-
arráðsmanna til málsins fór
ekki milli mála.
I öðru lagi vil ég taka fram,
að slíkt hefur þótt nægilegt hér
í bæjarráði hingað til, frá þvi
ég fór að starfa í bæjarráði, og
enginn haft neitt við það að at-
huga fyrr en nú.“
Árni G. Finnsson óskar bók-
að:
„Bókun Harðar Zóphanías-
sonar staðfestir bókun mína
hér að framan um afgreiðslu-
liætti formanns bæjarráðs. Ég
lýsi jafnframt mótmælum for-
manns bæjarráðs, sem mark-
leysvi.“
Árni Gunnlaugsson óskar
bókað:
„Vísa til bókana á fundinum
um gang málsins og að við
Hörður Zóphaníasson, stóðum
báðir að tillögunni.“
Fyrirtækjakynning
Fasteignasalan Hamranes og
Hagtryggingarumboðið fluttu í
nýtt og skemmtilegt húsnæði
að Strandgötu 11 (Venusar-
húsið) 3. hæð.
Fréttamenn blaðsins komu
að máli við Jón Rafnar sölu-
stjóra hjá Hamranesi og um-
boðsmann Hagtryggingar. Kvað
hann starfsemina hafa gengið
vel, Hafnarfjörður væri í örri
uppbyggingu og kvaðst hann
hafa veitt því eftirtekt að til
Hafnarfjarðar hefði flutzt mik-
ið af dugmiklu fólki sem hann
kvað ánægjulegt að eiga við-
skipti við. Gat hann þess að við
tilkomu hins nýja húsnæðis
liefðu skapazt aðstæður til að
veita betri þjónustu við við-
skiptavinina. Bað Jón blaðið
fyrir kveðjur til sinna mörgu
viðskiptavina í Hafnarfirði og
nágrenni.
Blaðið óskar Jóni til ham-
ingju í nýja húsnæðinu og fyr-
irtækinu velfarnaðar. Simar
skrifstofunnar eru 51888 og
52680.
Mengun?
Nokkur uggur er í Hafnfirð-
ingum vegna þess orðróms, að
flúormengun sé þegar komin á
hættulegt stig. Heilbrigðisráð
hefur þegar haldið allmarga
fundi um málið, og strax 1966
beindi þáverandi heilbrigðis-
nefnd því til landlæknis að
gæta yrði fyllstu varúðar i
sambandi við álverksmiðjuna í
Straumsvik. Hér er sannarlega
á ferðinni alvarlegt mál, sem
nauðsynlegt er að taka föstum
tökum.
Skoðanir manna eru nokkuð
skintar um álit Ingólfs Daviðs-
sonar viðvíkjandi byrjunarein-
kennum flúarmengunar. Telja
sumir, að flúornefndin svokall-
aða, sem í eru Pétur Sigurjóns-
son, nrófessor, Axel Lvdersen,
norskur prófessor, báðir af
hálfu íslenzku rikisstjórnarinn-
ar, og auk þeirra tveir menn af
hálfu álverksmiðjunnar, geti
ein dæmt um flúormagnið, en
aðrir hallast fremur að því. að
álit Ingólfs Davíðssonar eigi
við veigamikil rök að styðjast.
TTvnð sem því Iíður hefur þetta
vakið flesta til umhugsunar um
þessi mál, og allir eru á einu
máli um það að koma i veg
fyrir þann skaða, sem af meng-
un lilýtur að leiða. Komið hef-
ur fram, að hreinsunartæki eru
fyrir hendi, og þvi eðlilegt að
þau séu sett upp hið fyrsta. Nú
nýlega v/ar þetta mál rætt i
bæjarstjórn, og kom þar fram
vilji fyrir því, að allra ráða
væri beitt til hindrunar meng-
unarhættu.
Eins og fyrr segir eru í flú-
ornefndinni 4 menn, tveir skip-
aðir af íslenzka ríkinu og tveir
af álfélaginu. Sjónarmið þess-
ara tveggja aðila hlýtur að vera
mjög ólíkt, og þeir eru ekki
alltaf sammála um niðurstöð-
ur rannsókna. Starfstilhögun er
þannig háttað, að komi ágrein-
ingur upp, verður að endurtaka
rannsóknina og taka nýtt sýni.
Þannig getur tafizt mjög, að
þær niðurstöður fáist, sem báð-
ir aðilar sætta sig við.
Ekki hafa enn borizt niður-
stöður af því sýni, sem tekið
var af gróðri nú í sumar, en
prófessor Pétur Sigurjónsson
kvaðst vonast eftir þeim fyrir
áramót.
Fjarðarfréttir munu fylgjast
náið með þessum niðurstöðum
og flytja bæjarbúum fregnir af
framvindu þessa þýðingarmikla
máls.
Nú er sá tími kominn, aS börn og unglingar fara aS safna í áramóta- og þrettánda-
brennurnar. Gefst þá mörgum tilvaliS tækifæri aS losna viS hitt og annaS dót,
sem safnast hefur fyrir á háaloftinu eSa í kjallaranum. Er því hægt aS slá tvær
flugur í einu höggi; hreinsa dáltíiS í kringum sig og einnig aS stuSla aS því,
aS þessi ágæti siSur meS áramóta- og þrettándabrennur leggist ekki niSur.