Fjarðarfréttir - 01.03.1983, Blaðsíða 5

Fjarðarfréttir - 01.03.1983, Blaðsíða 5
Fjarðarfréttir 5 ???? BÆJARBÚAR SPYRJA ???? HUNDABANN Samkvæmt reglugerð um hunda- hald í Hafnarfirði var hunda- eigendum gefinn frestur til 1. mars 1983 til þess að koma hundum sínum fyrir með einum eða öðrum hætti. Nú er 1. mars kominn og farinn og ekki verður maður var við nein viðbrögð í þá átt að banni þessu eigi að framfylgja. Hvernig á ég nú að bregðast við því, að börn mín eru logandi hrædd við hund hér í nágrenninu og þora varla að vera á ferli ein? Ég er ekki að segja að þessi hundur sé tiltakanlega grimmur en hann á þó til að glefsa frá sér. Nú spyr ég hvort það er í raun og veru ætlun yfirvalda að til þess að framfylgja banni á hundum hér í bæ þurfi að kæra nágranna sína og hætta þar með á þá óvild og jafnvel hatur sem kann að fylgja í kjölfarið? Hér finnst mér skakkt að farið. Lögreglan hlýtur að geta tekið þá hunda sem þeim er kunnugt um að eru í bænum. Það hlýtur að vera til skrá yfir hundaeign manna og eig- endum hefur lengi verið ljóst að hverju stefndi.. Ef ekkert er að gert þá er greini- lega Ijóst að einhverjir eru ekki starfi sínu vaxnir. Hvort það er bæjarstjórn eða lögregla er mér ekki ljóst enn. Því spyr ég: Hver framfylgir hundabanni í Hafnarfirði? Einn hundóánægður Bæjarstjóri svarar: Því er fljótsvar- að. Samkvæmt reglugerð þeirri um bann við hundahaldi þá ber lög- reglu og heilbrigðisfulltrúa að hafa umsjón með framkvæmd reglu- gerðarinnar. Haraldur Sigurjónsson, heilbrigð- isfulltrúi: Það eru lögregla og heil- brigðisfulltrúi sem í sameiningu eiga að annast framkvæmd reglu- gerðarinnar. Mér finnst þó vanta að rætt yrði frekar um alla fram- kvæmd og reglugerðin yrði kynnt meira en orðið hefur. Fái ég kvartanir um hunda þá hef ég samband við lögreglu og við förum á staðinn og tökum hund- inn. Nokkuð óljóst er hvort við þurfum heimild frá bæjarfógeta ef fara þarf inn á heimili. Hundurinn er siðan færður í geymslu og eig- andanum gefinn kostur á því að koma honum fyrir utan Hafnar- fjarðar eða láta aflífa hann innan viss tíma. Ekki hefur reynt á framkvæmd þessarar reglugerðar nema einu sinni frá því að hún tók gildi. Ólafur Guðmundsson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn, hafði þetta um málið að segja: „Við höfum fengið reglugerðina senda en engar frekari umræður hafa átt sér stað um framkvæmd- ina. Ég tel vafamál að hægt sé að ætlast til að lögreglan sjái algjör- lega um framkvæmd þessarar reglugerðar um bann við hunda- haldi án þess að til komi ráðning starfsmanns, sem annist það starf sérstaklega. Hins vegar tökum við alla lausa hunda úr umferð og tökum einnig við kvörtunum vegna hunda og reynum að leysa þau vandamál sem upp koma. Enn hefur því ekki reynt á þessa reglugerð af okkar hálfu varðandi hunda á heimilum fólks“ LÆKURINN Hvers vegna er vatnsyfirborð Lækjarins ekki hækkað um 2-3 fet ofan brúarinnar Hverfisg./ Öldug.? Slíkt myndi fegra lækinn því þá hyrfu ljótir leðjuhólmar er upp úr standa? Jóhann Bergman, verkfrœðingur hjá bænum sagði að verkfræði- skrifstofunni væri kunnugt um þetta vandamál. Fyrirstaða hefur verið sett við neðri brúna, en i leys- ingum hefur oft orðið að brjóta þá fyrirstöðu frá vegna flóðahættu. Verið er að leita að lausn þessa máls, en ekki hefur unnist tími til að ganga frá hentugum útbúnaði við brúna. , ,En þetta er sem sagt á verkefna- lista okkar“ FRÁ GRGNNSKÓLGM J'L HAFNARFJARÐAR Dagana 5. til 8. apríl n.k. fer fram á fræðsluskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 4, skráning þeirra skólaskyldu barna og ung- linga, er flytjast milli skólahverfa bæjarins næsta skólaár. Ef væntanlegur flutningur verður ekki til- kynntur framangreinda daga er óvíst með skólavist í því hverfi, sem nemandinn verður bússettur í. Sími fræðsluskrifstofunnar er 53444. Fræðsluskrifstofa Hafnarfjarðar. ALBUM og PENNASETT í úrvali. Bókabúð Böðvars Strandgötu 3 — Sími 50515 ■\ferslunin« Amamiaun Svínakjöt nýtt og reykt Úrbeinað hangikjöt. Tilboðsverð London Lamb. Tilboðsverð Kjúklingar Hangikjöt að norðan Úrval annarra kjötvara Munið grilluðu kjúklingana Kvöld og helgarþjónusta Leitið ekki langt yfir skammt Gosdrykkir Páskaegg KREDÍTKORT VELKOMIN ^ -JL. L .-V- Gleðilega páska Opnunartími: 9.00 - 22.00 alla virka daga Laugardaga 9.00 - 20.00 Sunnudaga 10.00 - 20.00 Arnarhraun Simi52999

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.