Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1971, Blaðsíða 61
I. Árferði og almenn afkoma.
Tídarfarið var lengst af hagstætt. Hiti var 0.8° undir meðallagi. Á
Vestfjörðum og í útsveitum norðanlands var yfirleitt 1°—IV20 kaldara
en í meðalári. Á Austur- og Vesturlandi var hitinn V20—1° undir meðal-
lagi, en mildast var við suðurströndina, minna en V20 kaldara en í meðal-
ári. Sjávarhiti var 0.7° undir meðallagi á þeim 4 stöðum, sem höfðu árs-
meðaltal. Úrkoma var 5 % umfram meðallag. Mest var ársúrkoma á Kví-
skerjum 3628 mm, en minnst á Grímsstöðum 338 mm. Sólskin mældist
í 1327 klst. í Reykjavík, sem er 78 klst. umfram meðallag.
Veturinn (des.—mars) var nokkuð umhleypingasamur, en þó lengst af
hagstæður. Hiti var 0.5° undir meðallagi. Á Suðurlandi og sums staðar
í innsveitum á vestanverðu Norðurlandi var hitinn nálægt meðallagi.
Úrkoma var 9% umfram meðallag. Hún var yfirleitt meiri en í meðalári
nema á Austur- og Suðausturlandi og á stöku stað við suðvestur- og vest-
urströndina.
Vorið (apríl—maí) var hagstætt, einkum sunnanlands framan af,
en síðar um allt land. Hiti var í meðallagi. Úrkoma var 36% umfram
meðallag, og var hún meiri en í meðalári um svo til allt land.
Sumarið (júní—september) var í byrjun óhagstætt gróðri vegna
þurrka, en síðan hagstætt um land allt. Á annesjum norðanlands og
austan var 1°—1Y20 kaldara en í meðalári, en í öllum öðrum lands-
hlutum var hiti innan við 1° undir meðallagi. Úrkoma var 90% af
meðalúrkomu. Sumarið var mjög sólríkt.
Haustið (október—nóvember) var fremur hagstætt. Hiti var 1.5°
undir meðallagi. Við suðausturströndina var um 1° kaldara en í meðal-
ári, en í öðrum landshlutum var hiti 1°—2° undir meðallagi. Úrkoma
var 2% umfram meðallag.1)
Efnahagsþróunin á árinu einkenndist af örum vexti framleiðslu
og tekna. Þjóðarframleiðslan jókst um 10,1%, en aukning þjóðartekna
varð mun meiri, eða 13,1%, vegna verulegs bata viðskiptakjara. Meðal-
mannfjöldi jókst um 1,0%, og jókst því þjóðarframleiðsla á mann um
9,0% og þjóðartekjur um 12,0%. Sjávarvöruframleiðslan varð nokkru
i) Tekið upp úr Veðráttan, ársyfirliti sömdu af Veðurstofu íslands.